Tími sátta Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. febrúar 2013 22:00 Stjórnarskráin er æðsta réttarheimild íslensks réttar, grundvallarlög, svokallað Lex Superior. Þessi grunnstoð réttarkerfis okkar á skilið virðingu. Hún á það skilið að ekki sé komið fram við hana líkt og hún væri lauf í vindi, því hún er kletturinn í hafinu. Stoðin sem við reiðum okkur á. Stjórnarskrármálið er nú komið býsna langt í þinginu. Það bíður þess að önnur umræða klárist og frumvarpið er nú í annarri mynd en þeirri sem stjórnlagaráð afgreiddi. Fingraför fræðimanna í lögfræði eru nú á frumvarpinu. Sem er jákvætt, en frumvarpið í núverandi mynd er ófullkomið. Þessi síðasta staðhæfing speglast í umsögnum laganefndar LMFÍ, Umboðsmanns Alþingis og fræðimanna í stjórnskipunarrétti. Þegar æðsta réttarheimildin er á kantinum þá er krafan um fullkomnun eðlileg. Til þessa hefur stjórnarmeirihlutinn ekki verið til umræðu um breytingar. Hann hefur haldið fast við þá skoðun að rétt sé að afgreiða frumvarpið á yfirstandandi þingi, að grunni til í óbreyttri mynd. Þá hefur legið á að koma málinu í aðra umræðu því ekki þótti rétt að bíða eftir áliti Feneyjarnefndarinnar, erlendum sérfræðingum í lögfræði sem fengu það hlutskipti að rýna í plaggið. Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa hins vegar verið að vakna til lífsins um alvarleika málsins á síðustu dögum. Enginn þeirra tjáir sig hins vegar undir nafni. Á móti hefur stjórnarandstaðan sýnt ákveðið taktleysi. Áður en lengra er haldið þurfa lesendur samt að hafa það hugfast að stjórnarskráin á að standa af sér deilur í samfélaginu. Ágreining, breytt pólitískt landslag og lundarfar þeirra sem með völdin hafa. Hún er hornsteinninn okkar. Mannréttindakaflinn í gildandi stjórnarskrá er mjög góður. Íslenskt samfélag hefur farið í gegnum langt tímabil deilna frá því kaflinn var endurskoðaður árið 1995 með mörgum mikilvægum fordæmum frá Hæstarétti Íslands sem hafa meitlað ákvæðin og skýrt, fyllt þau. Lína hefur verið dregin í sandinn um túlkun jákvæðra mannréttindaákvæða. Þeirra ákvæða sem leggja jákvæðar skyldur á ríkisvaldið, eins og 76.gr. sem fjallar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika. Samspil þessa ákvæðis við önnur ákvæði, eins og 65.gr., hefur verið skýrt í mikilvægum dómafordæmum eins og dómum í Öryrkjamáli hinu fyrra og Öryrkjamáli hinu síðara. Þá hefur Hæstiréttur dæmt í mikilvægum málum sem snerta aðgang að verðmætustu auðlind okkar, fiskinum í sjónum. Hann hefur tekið öll tvímæli af um hvar valdmörk löggjafans eru þegar regluverkið um umgengni við þessa auðlind er annars vegar. Þetta átakatímabil í íslensku samfélagi var ekki sársaukalaust. En það var mikilvægt til að skýra betur valdmörkin. Skýra betur það svigrúm sem löggjafinn hefur. Mér finnst óþarfi að láta íslenskt samfélag ganga í gegnum slíkt tímabil að nýju. Að valda sjálfum sér sársauka að óþörfu er óskynsemi. Því heilbrigði er eftirsóknarvert markmið. Viti bornar verur sýna skynsemi. Það felst í eðli þeirra. Að framansögðu virtu væri það dýrmætasta lexía sem stjórnmálamenn geta kennt sjálfum sér að rétta fram sáttarhönd í stjórnarskrármálinu. Ganga frá þeim köflum sem mest sátt er um en leyfa gildandi stjórnarskrá að njóta vafans á öðrum sviðum. Tími sátta er runninn upp. Valgerður Bjarnadóttir og Jóhanna Sigurðardóttir geta ekki sýnt þvergirðingshátt. Þær þurfa að vera víðsýnar. Þær þurfa að horfa á skóginn, ekki týnast í trjánum. Stjórnarskráin okkar á það skilið. Við öll eigum það skilið. En hver ætlar að ríða á vaðið og leysa hnútinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Stjórnarskráin er æðsta réttarheimild íslensks réttar, grundvallarlög, svokallað Lex Superior. Þessi grunnstoð réttarkerfis okkar á skilið virðingu. Hún á það skilið að ekki sé komið fram við hana líkt og hún væri lauf í vindi, því hún er kletturinn í hafinu. Stoðin sem við reiðum okkur á. Stjórnarskrármálið er nú komið býsna langt í þinginu. Það bíður þess að önnur umræða klárist og frumvarpið er nú í annarri mynd en þeirri sem stjórnlagaráð afgreiddi. Fingraför fræðimanna í lögfræði eru nú á frumvarpinu. Sem er jákvætt, en frumvarpið í núverandi mynd er ófullkomið. Þessi síðasta staðhæfing speglast í umsögnum laganefndar LMFÍ, Umboðsmanns Alþingis og fræðimanna í stjórnskipunarrétti. Þegar æðsta réttarheimildin er á kantinum þá er krafan um fullkomnun eðlileg. Til þessa hefur stjórnarmeirihlutinn ekki verið til umræðu um breytingar. Hann hefur haldið fast við þá skoðun að rétt sé að afgreiða frumvarpið á yfirstandandi þingi, að grunni til í óbreyttri mynd. Þá hefur legið á að koma málinu í aðra umræðu því ekki þótti rétt að bíða eftir áliti Feneyjarnefndarinnar, erlendum sérfræðingum í lögfræði sem fengu það hlutskipti að rýna í plaggið. Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar hafa hins vegar verið að vakna til lífsins um alvarleika málsins á síðustu dögum. Enginn þeirra tjáir sig hins vegar undir nafni. Á móti hefur stjórnarandstaðan sýnt ákveðið taktleysi. Áður en lengra er haldið þurfa lesendur samt að hafa það hugfast að stjórnarskráin á að standa af sér deilur í samfélaginu. Ágreining, breytt pólitískt landslag og lundarfar þeirra sem með völdin hafa. Hún er hornsteinninn okkar. Mannréttindakaflinn í gildandi stjórnarskrá er mjög góður. Íslenskt samfélag hefur farið í gegnum langt tímabil deilna frá því kaflinn var endurskoðaður árið 1995 með mörgum mikilvægum fordæmum frá Hæstarétti Íslands sem hafa meitlað ákvæðin og skýrt, fyllt þau. Lína hefur verið dregin í sandinn um túlkun jákvæðra mannréttindaákvæða. Þeirra ákvæða sem leggja jákvæðar skyldur á ríkisvaldið, eins og 76.gr. sem fjallar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika. Samspil þessa ákvæðis við önnur ákvæði, eins og 65.gr., hefur verið skýrt í mikilvægum dómafordæmum eins og dómum í Öryrkjamáli hinu fyrra og Öryrkjamáli hinu síðara. Þá hefur Hæstiréttur dæmt í mikilvægum málum sem snerta aðgang að verðmætustu auðlind okkar, fiskinum í sjónum. Hann hefur tekið öll tvímæli af um hvar valdmörk löggjafans eru þegar regluverkið um umgengni við þessa auðlind er annars vegar. Þetta átakatímabil í íslensku samfélagi var ekki sársaukalaust. En það var mikilvægt til að skýra betur valdmörkin. Skýra betur það svigrúm sem löggjafinn hefur. Mér finnst óþarfi að láta íslenskt samfélag ganga í gegnum slíkt tímabil að nýju. Að valda sjálfum sér sársauka að óþörfu er óskynsemi. Því heilbrigði er eftirsóknarvert markmið. Viti bornar verur sýna skynsemi. Það felst í eðli þeirra. Að framansögðu virtu væri það dýrmætasta lexía sem stjórnmálamenn geta kennt sjálfum sér að rétta fram sáttarhönd í stjórnarskrármálinu. Ganga frá þeim köflum sem mest sátt er um en leyfa gildandi stjórnarskrá að njóta vafans á öðrum sviðum. Tími sátta er runninn upp. Valgerður Bjarnadóttir og Jóhanna Sigurðardóttir geta ekki sýnt þvergirðingshátt. Þær þurfa að vera víðsýnar. Þær þurfa að horfa á skóginn, ekki týnast í trjánum. Stjórnarskráin okkar á það skilið. Við öll eigum það skilið. En hver ætlar að ríða á vaðið og leysa hnútinn?