Dúndrandi bílasala í Bandaríkjunum 2. febrúar 2013 11:00 Chrysler bílar seldust eins og heitar lummur í janúar vestanhafs Stefnir í söluaukningu fjórða árið í röð. Sala bíla í janúar í Bandaríkjunum bendir til þess að heildarsala ársins stigi úr 14,5 í fyrra í 15,5 milljónir bíla í ár. Flestir af stærstu bílaframleiðendunum hafa tilkynnt um tveggja stafa prósentuaukningu í sölu janúarmánaðar frá fyrra ári. Hjá Chrysler jókst salan um 37%, hjá Toyota um 27%, Ford um 22% og General Motors um 16%. Hjá Volkswagen var vöxturinn ekki eins mikill, eða 7% en 32% hjá undirfyrirtækinu Porsche. Sumir bílaframleiðendur eru ekki búnir að gefa upp sölu sína, eins og Honda, en búist er við jafn jákvæðum tölum þar. Allt stefnir í söluaukningu bíla í Bandaríkjunum í fjórða árið í röð. Fellibylurinn Sandy hafði jákvæð áhrif á söluna í janúar, en ennþá eru tryggingafélög að bæta tjónaþolum bíla sína eftir storminn og margir nýir bílar komið á götuna þess vegna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent
Stefnir í söluaukningu fjórða árið í röð. Sala bíla í janúar í Bandaríkjunum bendir til þess að heildarsala ársins stigi úr 14,5 í fyrra í 15,5 milljónir bíla í ár. Flestir af stærstu bílaframleiðendunum hafa tilkynnt um tveggja stafa prósentuaukningu í sölu janúarmánaðar frá fyrra ári. Hjá Chrysler jókst salan um 37%, hjá Toyota um 27%, Ford um 22% og General Motors um 16%. Hjá Volkswagen var vöxturinn ekki eins mikill, eða 7% en 32% hjá undirfyrirtækinu Porsche. Sumir bílaframleiðendur eru ekki búnir að gefa upp sölu sína, eins og Honda, en búist er við jafn jákvæðum tölum þar. Allt stefnir í söluaukningu bíla í Bandaríkjunum í fjórða árið í röð. Fellibylurinn Sandy hafði jákvæð áhrif á söluna í janúar, en ennþá eru tryggingafélög að bæta tjónaþolum bíla sína eftir storminn og margir nýir bílar komið á götuna þess vegna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent