Breyta þarf stjórnarskrá til að leggja niður Landsdóm Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júní 2013 20:11 ANTON/samsett „Það er ljóst að það er kveðið á um Landsdóm í 14. grein stjórnarskrárinnar. Það þýðir að það er ekki hægt að leggja hann niður nema að breyta henni," segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari í viðtali við fréttastofu. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 er ráðgert að Landsdómur verði lagður niður í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins sem gerir ráð fyrir því að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að vera ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Eins og sakir standa eru í gildi lög nr. 3/1963 um Landsdóm, en það eru lögin sem réttarhöldin gegn Geir H. Haarde voru höfðuð eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra telur rétt að „setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“Segir málshöfðuninaallan tímann hafa verið fráleita Aðspurður segir Jón Steinar málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verið fráleita: „Ég tel og hef allan tímann talið að málsóknin gegn Geir H. Haarde hafi verið fráleit. Þetta var bara pólitísk uppákoma eins og gerast í stjórnmálaátökum. Það var að mínu mati aldrei nokkur efni til neinnar málshöfðunar gegn Geir H. Haarde." Jón telur rétt að kjörnir fulltrúar séu ekki látnir sæta refsingum fyrir pólitískar ákvarðanir. „Það er þannig að það sem hann gerði í embætti voru bara ákvarðanir sem ráðherrar og ríkisstjórnir taka. Síðan er þetta mál höfðað sem var mikið glapræði. Það var mjög flokkspólitískur keimur af því. Ég býst við því að flest fólk í þessu landi sem horfir á þetta mál vilji ekki að stjórnmálaágreiningur í landinu sé ekki útkljáður fyrir dómstólum. Ég held að það sé það sama og þessi ályktun er að segja, að við gerum út af við pólitískan ágreining í kosningum en ekki með málsóknum og refsikröfum." Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Það er ljóst að það er kveðið á um Landsdóm í 14. grein stjórnarskrárinnar. Það þýðir að það er ekki hægt að leggja hann niður nema að breyta henni," segir Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari í viðtali við fréttastofu. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 er ráðgert að Landsdómur verði lagður niður í ljósi ályktunar Evrópuráðsþingsins sem gerir ráð fyrir því að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að vera ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Eins og sakir standa eru í gildi lög nr. 3/1963 um Landsdóm, en það eru lögin sem réttarhöldin gegn Geir H. Haarde voru höfðuð eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra telur rétt að „setja strax af stað vinnu við að breyta lögunum.“Segir málshöfðuninaallan tímann hafa verið fráleita Aðspurður segir Jón Steinar málshöfðunina á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verið fráleita: „Ég tel og hef allan tímann talið að málsóknin gegn Geir H. Haarde hafi verið fráleit. Þetta var bara pólitísk uppákoma eins og gerast í stjórnmálaátökum. Það var að mínu mati aldrei nokkur efni til neinnar málshöfðunar gegn Geir H. Haarde." Jón telur rétt að kjörnir fulltrúar séu ekki látnir sæta refsingum fyrir pólitískar ákvarðanir. „Það er þannig að það sem hann gerði í embætti voru bara ákvarðanir sem ráðherrar og ríkisstjórnir taka. Síðan er þetta mál höfðað sem var mikið glapræði. Það var mjög flokkspólitískur keimur af því. Ég býst við því að flest fólk í þessu landi sem horfir á þetta mál vilji ekki að stjórnmálaágreiningur í landinu sé ekki útkljáður fyrir dómstólum. Ég held að það sé það sama og þessi ályktun er að segja, að við gerum út af við pólitískan ágreining í kosningum en ekki með málsóknum og refsikröfum."
Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira