BL frumsýnir þrjá BMW sportara Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2013 15:38 Nýr BMW 428i Coupe xDrive, nýr BMW 525d xDrive og nýr BMW 320d xDrive Grand Turismo bílar verða frumsýndir á BMW sýningu í BL á morgun, laugardag. Stjarna sýningarinnar verður nýr og glæsilegur tveggja hurða BMW 428i Coupe. Nýi fjarkinn er að mestu smíðaður á álgrind eins og 3 línan en er bæði breiðari, lægri og lengri eins og gjarnt er um sportbíla. Með xDrive tölvuvæddu fjórhjóladrifi, 8 gíra sjálfskiptingu og vél sem er 245 hestöfl er hröðunin frá 0 í 100 km 5,8 sek. Nýi 428i Coupe bíllin verður sýndur í sérstakri sportútgáfu með ríkulegum búnaði. BMW 525d xDrive er endurbætt útgáfa af 5 línunni sem er næst stærsta útgáfan í fólksbílalínunni frá BMW. Nýr BMW 525d xDrive er eins og nafnið bendir til með fjórhjóladrifi og 218 hestafla dísilvél sem notar einungis 5 lítra af eldsneyti í langkeyrslu. BMW 320d xDrive Grand Turismo er ný útgáfa í 3 línunni með mikið rými fyrir farþega og farangur. Nýr Grand Turismo er með 2,0 lítra dísilvél, 184 hestöfl og eldsneytiseyðslu allt niður í 4,5 lítra á hundraði í langkeyrslu. Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent
Nýr BMW 428i Coupe xDrive, nýr BMW 525d xDrive og nýr BMW 320d xDrive Grand Turismo bílar verða frumsýndir á BMW sýningu í BL á morgun, laugardag. Stjarna sýningarinnar verður nýr og glæsilegur tveggja hurða BMW 428i Coupe. Nýi fjarkinn er að mestu smíðaður á álgrind eins og 3 línan en er bæði breiðari, lægri og lengri eins og gjarnt er um sportbíla. Með xDrive tölvuvæddu fjórhjóladrifi, 8 gíra sjálfskiptingu og vél sem er 245 hestöfl er hröðunin frá 0 í 100 km 5,8 sek. Nýi 428i Coupe bíllin verður sýndur í sérstakri sportútgáfu með ríkulegum búnaði. BMW 525d xDrive er endurbætt útgáfa af 5 línunni sem er næst stærsta útgáfan í fólksbílalínunni frá BMW. Nýr BMW 525d xDrive er eins og nafnið bendir til með fjórhjóladrifi og 218 hestafla dísilvél sem notar einungis 5 lítra af eldsneyti í langkeyrslu. BMW 320d xDrive Grand Turismo er ný útgáfa í 3 línunni með mikið rými fyrir farþega og farangur. Nýr Grand Turismo er með 2,0 lítra dísilvél, 184 hestöfl og eldsneytiseyðslu allt niður í 4,5 lítra á hundraði í langkeyrslu.
Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent