Til hvers nagladekk í höfuðborginni? Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2013 08:45 Á þurrum dögum í höfuðborginni er svifryksmengun oft mikil. Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða um notkun nagladekkja, ekki síst í höfuðborginni. Sú mikla mengun sem af þeim stafar og það tjón sem naglarnir valda á gatnakerfi borgarinnar er þyrnir í augum margra. Rætt hefur verið um bann á nagladekkjum eða gjaldtöku hjá þeim sem áfram kjósa notkun þeirra, en ekkert hefur gerst í þá áttina og árin líða. Í sumum nágrannalöndum okkar er gjaldtakan orðin að veruleika og í Þýskalandi eru nagladekk einfaldlega bönnuð. Nagladekk eru ekki lögleg í höfuðborginni fyrr en 1. nóvember, eða næsta föstudag.Bíða nýrra umferðarlaga til mögulegrar gjaldtökuStærsti ákvörðunartakinn í þessu máli eru Reykjavíkurborg. Að sögn Gunnars Hersveins hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar hefur borgin áhuga á gjaldtöku fyrir notkun nagladekkja en það þarf að bíða eftir að sú reglugerð verði leyfileg með nýjum umferðarlögum. Þessi umferðarlög eru ennþá í formi frumvarps og ekki er vitað hvenær þau verða að lögum. Gunnar sagði ennfremur að nagladekkjum hafi fækkað um helming frá árinu 2001 og sé það vel. Loftgæðin hafa verið fremur góð undanfarin ár vegna meiri úrkomu. Svifryk hefur farið sjö sinnum yfir heilsuverndarmörk við Grensásveg á þessu ári, en í fyrra gerðist það átta sinnum. Köfnunarefnisdíoxíð (NO2) hefur aldrei farið yfir heilsuverndarmörk en fór eini sinni yfir þau í fyrra. Sama á við um brennisteinsvetni (H2S), magn þess hefur ekki farið yfir heilsuverndarmörk í ár, né heldur í fyrra. Gunnar telur að engin ástæða sé fyrir höfuðborgarbúa að vera á nagladekkjum, umhirða gatna sé það vinunandi og önnur dekk séu heppilegri til að ráða við erfiðar aðstæður, þá kannski helst harðkornadekk.Nagladekk ennþá best í glerhálkuFÍB hefur undir höndum niðurstöður nýrrar könnunar á virkni mismunandi dekkja við ýmsar aðstæður. Runólfur Ólafsson formaður FÍB segir að þar komi fram að í glerhálku séu negld dekk enn best og hemlunarvegalengdin styst. Slíkar aðstæður séu hinsvegar afar sjaldgæfar á höfuðborgarsvæðinu og því sé erfitt að rættlæta nagladekk þar, en slík dekk gætu komið sér vel fyrir fólk sem býr úti á landi eða fólk sem ferðast mikið út á land á veturna. Góð vetrardekk, hvað þá harðkornadekk, séu meira við hæfi fyrir borgarbúa. Runólfur benti á að nöglum hefur verið að fækka í negldum hjóilbörðum og því slíta þau götum minna. Í Svíþjóð gengu nýlega í gildi lög sem banna fleiri nagla en 50 á hvern lengdarmetra hjólbarða.Bílgreinasambandi á móti gjaldtökuÖzur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins sagði aðspurður að sambandið væri andsnúið gjaldtöku fyrir notkun á nagladekkjum. Özur bendir á að nagladekk séu enn öruggasti kosturinn í ísingu og hálku. Stofnæðar séu saltaðar þokkalega vel hér í borginni en sjaldnar í úthverfum og enn sjaldnar inní íbúðagötum. Özur bendir á að það séu að sjálfsögðu margir sem ekki þurfa nagladekk, því dugi heilsársdekk fyrir marga, vetrardekk eða harðkornadekk. Það sé hinsvegar umdeilanlegt að sekta eða innheimta aukagjald af fólki sem sannarlega þarf á nagladekkjum að halda til þess að vera þokkalega öruggt á því að komast heim og að heiman. Margir fara líka út fyrir bæinn vegna vinnu eða frístunda og er þá þörfin enn meiri á negldum dekkjum. Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent
Á undanförnum árum hefur verið mikil umræða um notkun nagladekkja, ekki síst í höfuðborginni. Sú mikla mengun sem af þeim stafar og það tjón sem naglarnir valda á gatnakerfi borgarinnar er þyrnir í augum margra. Rætt hefur verið um bann á nagladekkjum eða gjaldtöku hjá þeim sem áfram kjósa notkun þeirra, en ekkert hefur gerst í þá áttina og árin líða. Í sumum nágrannalöndum okkar er gjaldtakan orðin að veruleika og í Þýskalandi eru nagladekk einfaldlega bönnuð. Nagladekk eru ekki lögleg í höfuðborginni fyrr en 1. nóvember, eða næsta föstudag.Bíða nýrra umferðarlaga til mögulegrar gjaldtökuStærsti ákvörðunartakinn í þessu máli eru Reykjavíkurborg. Að sögn Gunnars Hersveins hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar hefur borgin áhuga á gjaldtöku fyrir notkun nagladekkja en það þarf að bíða eftir að sú reglugerð verði leyfileg með nýjum umferðarlögum. Þessi umferðarlög eru ennþá í formi frumvarps og ekki er vitað hvenær þau verða að lögum. Gunnar sagði ennfremur að nagladekkjum hafi fækkað um helming frá árinu 2001 og sé það vel. Loftgæðin hafa verið fremur góð undanfarin ár vegna meiri úrkomu. Svifryk hefur farið sjö sinnum yfir heilsuverndarmörk við Grensásveg á þessu ári, en í fyrra gerðist það átta sinnum. Köfnunarefnisdíoxíð (NO2) hefur aldrei farið yfir heilsuverndarmörk en fór eini sinni yfir þau í fyrra. Sama á við um brennisteinsvetni (H2S), magn þess hefur ekki farið yfir heilsuverndarmörk í ár, né heldur í fyrra. Gunnar telur að engin ástæða sé fyrir höfuðborgarbúa að vera á nagladekkjum, umhirða gatna sé það vinunandi og önnur dekk séu heppilegri til að ráða við erfiðar aðstæður, þá kannski helst harðkornadekk.Nagladekk ennþá best í glerhálkuFÍB hefur undir höndum niðurstöður nýrrar könnunar á virkni mismunandi dekkja við ýmsar aðstæður. Runólfur Ólafsson formaður FÍB segir að þar komi fram að í glerhálku séu negld dekk enn best og hemlunarvegalengdin styst. Slíkar aðstæður séu hinsvegar afar sjaldgæfar á höfuðborgarsvæðinu og því sé erfitt að rættlæta nagladekk þar, en slík dekk gætu komið sér vel fyrir fólk sem býr úti á landi eða fólk sem ferðast mikið út á land á veturna. Góð vetrardekk, hvað þá harðkornadekk, séu meira við hæfi fyrir borgarbúa. Runólfur benti á að nöglum hefur verið að fækka í negldum hjóilbörðum og því slíta þau götum minna. Í Svíþjóð gengu nýlega í gildi lög sem banna fleiri nagla en 50 á hvern lengdarmetra hjólbarða.Bílgreinasambandi á móti gjaldtökuÖzur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins sagði aðspurður að sambandið væri andsnúið gjaldtöku fyrir notkun á nagladekkjum. Özur bendir á að nagladekk séu enn öruggasti kosturinn í ísingu og hálku. Stofnæðar séu saltaðar þokkalega vel hér í borginni en sjaldnar í úthverfum og enn sjaldnar inní íbúðagötum. Özur bendir á að það séu að sjálfsögðu margir sem ekki þurfa nagladekk, því dugi heilsársdekk fyrir marga, vetrardekk eða harðkornadekk. Það sé hinsvegar umdeilanlegt að sekta eða innheimta aukagjald af fólki sem sannarlega þarf á nagladekkjum að halda til þess að vera þokkalega öruggt á því að komast heim og að heiman. Margir fara líka út fyrir bæinn vegna vinnu eða frístunda og er þá þörfin enn meiri á negldum dekkjum.
Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent