Ford með methagnað í þriðja ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 25. október 2013 08:45 Ford Focus ST Í gær tilkynnti Ford um methagnað fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung og nam hann 312 milljörðum króna. Var það 51 milljarði meira en í fyrra. Velta Ford jókst um 12% og var 4.320 milljarðar. Væntingar Ford um heildarhagnað ársins eru hærri en í fyrra en fyrirtækið hagnaðist um 960 milljarða króna í fyrra. Áfram er tap af rekstrinum í Evrópu en góðu fréttirnar eru þær að tapið var miklu minna en í fyrra, eða 51% minna. Tapið í fyrra á ársfjórðungunum þar var 208 milljarðar. Búist hafði verið við svipuðu tapi í ár, en sú varð ekki raunin. Hagnaður Ford byggir aðallega á góðu gengi í Bandaríkjunum S-Ameríku og Asíu. Markaðshlutdeild Ford í heiminum öllum jókst á milli ára. Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent
Í gær tilkynnti Ford um methagnað fyrirtækisins fyrir þriðja ársfjórðung og nam hann 312 milljörðum króna. Var það 51 milljarði meira en í fyrra. Velta Ford jókst um 12% og var 4.320 milljarðar. Væntingar Ford um heildarhagnað ársins eru hærri en í fyrra en fyrirtækið hagnaðist um 960 milljarða króna í fyrra. Áfram er tap af rekstrinum í Evrópu en góðu fréttirnar eru þær að tapið var miklu minna en í fyrra, eða 51% minna. Tapið í fyrra á ársfjórðungunum þar var 208 milljarðar. Búist hafði verið við svipuðu tapi í ár, en sú varð ekki raunin. Hagnaður Ford byggir aðallega á góðu gengi í Bandaríkjunum S-Ameríku og Asíu. Markaðshlutdeild Ford í heiminum öllum jókst á milli ára.
Mest lesið „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ölfusá orðin bakkafull af ís Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent