Wikileaks með hljóðupptökur úr Alþingishúsinu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. desember 2013 18:24 mynd/365 „Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning, sem þá hét Bradley og varð síðar einn þekktasti uppljóstrari samtímans. Samskiptin voru birt á vefsíðu Wired.com í gær og eru hluti af málsgögnum bandaríska hersins í málarekstri á hendur Manning. Samtölin áttu sér stað á tímabilinu 5. mars til 18. mars 2010 en þá var Assange einmitt staddur hér á landi. Manning spyr Assange hvort eitthvað gagnlegt sé að finna á hljóðupptökunum og Assange svarar að hann hafi manneskju til þess að fara yfir það, sjálfur hafi hann ekki tíma. Þau ræða málið svo sín á milli og Assange minnist aftur á að hann hafi fengið gögn frá Alþingi. Manning svarar með broskalli og segir það sprenghlægilegt.Hér má lesa umrædd samskipti Assange og Manning en þar kemur meðal annars fram að Assange grunaði að fylgst væri með honum hér á landi. Assange sagðist hafa staðfestar upplýsingar um að svo væri. Í samtalinu er notast við nöfnin Nathaniel Frank og Nobody og dregur Wired.com þá ályktun að þar sé um að ræða Assange og Manning. Þá ræða þeir einnig um heimildarmann Assange sem á að hafa afhent honum tíu gígabæt af íslenskum bankaupplýsingum. Ekki er ljóst um hvaða upplýsingar ræðir en fram kemur að heimildarmanninum voru boðnar fimmtán milljónir króna til að hafa hægt um sig. Hann virðist á einhverjum tímapunkti hafa verið handtekinn ef marka má orð Assange. Hér að neðan má sjá skjátskot af samtalinu þegar Alþingi okkar Íslendinga kemur til tals. WikiLeaks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning, sem þá hét Bradley og varð síðar einn þekktasti uppljóstrari samtímans. Samskiptin voru birt á vefsíðu Wired.com í gær og eru hluti af málsgögnum bandaríska hersins í málarekstri á hendur Manning. Samtölin áttu sér stað á tímabilinu 5. mars til 18. mars 2010 en þá var Assange einmitt staddur hér á landi. Manning spyr Assange hvort eitthvað gagnlegt sé að finna á hljóðupptökunum og Assange svarar að hann hafi manneskju til þess að fara yfir það, sjálfur hafi hann ekki tíma. Þau ræða málið svo sín á milli og Assange minnist aftur á að hann hafi fengið gögn frá Alþingi. Manning svarar með broskalli og segir það sprenghlægilegt.Hér má lesa umrædd samskipti Assange og Manning en þar kemur meðal annars fram að Assange grunaði að fylgst væri með honum hér á landi. Assange sagðist hafa staðfestar upplýsingar um að svo væri. Í samtalinu er notast við nöfnin Nathaniel Frank og Nobody og dregur Wired.com þá ályktun að þar sé um að ræða Assange og Manning. Þá ræða þeir einnig um heimildarmann Assange sem á að hafa afhent honum tíu gígabæt af íslenskum bankaupplýsingum. Ekki er ljóst um hvaða upplýsingar ræðir en fram kemur að heimildarmanninum voru boðnar fimmtán milljónir króna til að hafa hægt um sig. Hann virðist á einhverjum tímapunkti hafa verið handtekinn ef marka má orð Assange. Hér að neðan má sjá skjátskot af samtalinu þegar Alþingi okkar Íslendinga kemur til tals.
WikiLeaks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira