Ekkjan vill ekki kæra: „Við erum öll mannleg og getum gert mistök“ Hrund Þórsdóttir skrifar 21. desember 2013 20:00 Guðmundur Már Bjarnason lést þriðja október á síðasta ári, vegna læknamistaka á gjörgæsludeild Landspítalans. Við heimsóttum Ingveldi Sigurðardóttur, ekkju hans, í dag. Það tekur eðlilega á Ingveldi að rifja atburðina upp. „Hann var algjört gull. Það væri ekki hægt að finna betri mann. Óskaplega hlýr og góður og bara einstakur maður,“ segir hún um Guðmund. Hann var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar áfallið dundi yfir. Á næstu vikum kemur í ljós hvort hjúkrunarfræðingur sem sinnti Guðmundi verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna mistaka í starfi. Ef svo fer verður það í fyrsta skipti sem slík ákæra er gefin út á starfsmann í íslenskri heilbrigðisþjónustu og óttast framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar á Landspítalanum að slíkt myndi draga úr öryggismenningu á spítalanum og letja starfsmenn í að viðurkenna mistök. Finnst þér að það eigi að kæra þennan hjúkrunarfræðing sem um ræðir? „Nei, það tel ég ekki. Við erum öll mannleg og getum gert mistök og vonandi lærum við bara af þeim. Ég vil ekki að það verði farið illa með þessa blessuðu konu, það er ekki mitt mottó,“ segir Ingveldur. Guðmundur átti þrjú börn og þau eru á sama máli og Ingveldur. „Enda fáum við hann ekki aftur, þótt blessuð konan verði ákærð. Það er heldur ekki á okkar valdi því það var spítalinn sem kærði þetta í upphafi. En ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ Ingveldur segir lítið hægt að gera í málinu annað en að greiða skaðabætur og þær hyggst hún fara fram á. Hún telur að rétt hafi verið brugðist við eftir að mistökin komust upp. „Svo hef ég verið í sambandi við djáknann þarna á spítalanum og hún hefur hjálpað mér heilmikið. Yndisleg kona. Ég er þakklát fyrir allt sem ég hef fengið og það eina sem ég er að gera er að halda lífinu áfram. Og reyna að lifa því skemmtilega,“ segir hún að lokum. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Guðmundur Már Bjarnason lést þriðja október á síðasta ári, vegna læknamistaka á gjörgæsludeild Landspítalans. Við heimsóttum Ingveldi Sigurðardóttur, ekkju hans, í dag. Það tekur eðlilega á Ingveldi að rifja atburðina upp. „Hann var algjört gull. Það væri ekki hægt að finna betri mann. Óskaplega hlýr og góður og bara einstakur maður,“ segir hún um Guðmund. Hann var á batavegi eftir hjartaaðgerð þegar áfallið dundi yfir. Á næstu vikum kemur í ljós hvort hjúkrunarfræðingur sem sinnti Guðmundi verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi vegna mistaka í starfi. Ef svo fer verður það í fyrsta skipti sem slík ákæra er gefin út á starfsmann í íslenskri heilbrigðisþjónustu og óttast framkvæmdastjórar lækninga og hjúkrunar á Landspítalanum að slíkt myndi draga úr öryggismenningu á spítalanum og letja starfsmenn í að viðurkenna mistök. Finnst þér að það eigi að kæra þennan hjúkrunarfræðing sem um ræðir? „Nei, það tel ég ekki. Við erum öll mannleg og getum gert mistök og vonandi lærum við bara af þeim. Ég vil ekki að það verði farið illa með þessa blessuðu konu, það er ekki mitt mottó,“ segir Ingveldur. Guðmundur átti þrjú börn og þau eru á sama máli og Ingveldur. „Enda fáum við hann ekki aftur, þótt blessuð konan verði ákærð. Það er heldur ekki á okkar valdi því það var spítalinn sem kærði þetta í upphafi. En ég vona að þeir hlúi að þessari konu og hjálpi henni yfir þetta því það er ekkert gaman að vera með svona á bakinu.“ Ingveldur segir lítið hægt að gera í málinu annað en að greiða skaðabætur og þær hyggst hún fara fram á. Hún telur að rétt hafi verið brugðist við eftir að mistökin komust upp. „Svo hef ég verið í sambandi við djáknann þarna á spítalanum og hún hefur hjálpað mér heilmikið. Yndisleg kona. Ég er þakklát fyrir allt sem ég hef fengið og það eina sem ég er að gera er að halda lífinu áfram. Og reyna að lifa því skemmtilega,“ segir hún að lokum.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira