Sat í fjögur og hálft ár í fangelsi - Íhugar að sækja bætur 26. mars 2013 06:00 Guðjón Skarphéðinsson Hafið er yfir allan skynsamlegan vafa að framburður allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi verið óáreiðanlegur. Ekki átti að leggja þá til grundvallar. Sálfræðingar segja líklegt að þeir hafi „hvergi komið þar nálægt“. „Ég get ekki mikið sagt þegar svona stórmenni komast að þessari niðurstöðu og er því í vandræðum með að mótmæla þeim,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, sóknarprestur á Staðastað. Hann sat í fjögur og hálft ár í fangelsi fyrir aðild sína að Geirfinnsmálinu. Í skýrslu nefndarinnar segir að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, hafi verið falskur. Spurður hvort til greina komi að sækja bætur fyrir vistina á Kvíabryggju, segist Guðjón ekki vera kominn svo langt í lífinu að vera búinn að ákveða það. „Ég kann ekkert á peninga, en er það ekki venjan að mál fari einhverja svoleiðis leið? En ég get svo sem ekkert sagt um hvenær eða hvernig ég geri það. Ég er ekki með neinn lögfræðing, hann er dáinn og bróðir hans sem síðan varð lögfræðingurinn minn er líka dáinn, svo ég þori varla að biðja þann þriðja,“ segir Guðjón. „Ég geri ráð fyrir því að fólkið sem var þarna líka muni hafa uppi einhverjar aðgerðir og síðan muni þetta fljóta sína leið.“ Guðjón segir það ekki nýjar fregnir að framburður hans í málinu á sínum tíma hafi verið falskur, en hann efast um að hann muni lesa skýrsluna. „Ég hef enga ástæðu til að lesa þessa skýrslu, ég hef hana ekki undir höndum og þótt ég fengi hana efast ég um að ég myndi nenna að lesa hana.“- sv Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Hafið er yfir allan skynsamlegan vafa að framburður allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafi verið óáreiðanlegur. Ekki átti að leggja þá til grundvallar. Sálfræðingar segja líklegt að þeir hafi „hvergi komið þar nálægt“. „Ég get ekki mikið sagt þegar svona stórmenni komast að þessari niðurstöðu og er því í vandræðum með að mótmæla þeim,“ segir Guðjón Skarphéðinsson, sóknarprestur á Staðastað. Hann sat í fjögur og hálft ár í fangelsi fyrir aðild sína að Geirfinnsmálinu. Í skýrslu nefndarinnar segir að það sé hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður Guðjóns, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, hafi verið falskur. Spurður hvort til greina komi að sækja bætur fyrir vistina á Kvíabryggju, segist Guðjón ekki vera kominn svo langt í lífinu að vera búinn að ákveða það. „Ég kann ekkert á peninga, en er það ekki venjan að mál fari einhverja svoleiðis leið? En ég get svo sem ekkert sagt um hvenær eða hvernig ég geri það. Ég er ekki með neinn lögfræðing, hann er dáinn og bróðir hans sem síðan varð lögfræðingurinn minn er líka dáinn, svo ég þori varla að biðja þann þriðja,“ segir Guðjón. „Ég geri ráð fyrir því að fólkið sem var þarna líka muni hafa uppi einhverjar aðgerðir og síðan muni þetta fljóta sína leið.“ Guðjón segir það ekki nýjar fregnir að framburður hans í málinu á sínum tíma hafi verið falskur, en hann efast um að hann muni lesa skýrsluna. „Ég hef enga ástæðu til að lesa þessa skýrslu, ég hef hana ekki undir höndum og þótt ég fengi hana efast ég um að ég myndi nenna að lesa hana.“- sv
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira