Uppþornuð vatnaskil Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. apríl 2013 07:00 Söngvarinn góðkunni Vilhjálmur Vilhjálmsson varar litla drenginn, í samnefndu lagi, við því að færast ekki í fang svo mikið að festu hans brotni tré. Segja má að Samfylking og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefðu mátt hafa þau varnaðarorð í huga þegar flokkarnir settust í ríkisstjórn árið 2009. Metnaðarfullar hugmyndir voru uppi um að gjörbreyta samfélaginu og hreinn meirihluti vinstriflokkanna var talinn marka vatnaskil í íslenskum stjórnmálum. Þeirra sér ekki stað nú.Tímamót boðuð „Tímamótin sem Ísland er að fara í gegnum eru margvísleg: pólitísk, söguleg, efnahagsleg og auðvitað ekki síst, hugmyndafræðileg.“ Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon á landsfundi Vinstri grænna í mars 2009. Flokkurinn sat þá í minnihlutastjórn með Samfylkingunni og stuðningi Framsóknarflokksins og skoðanakannanir sýndu að ástæða var til bjartsýni fyrir flokkinn. Jóhanna Sigurðardóttir var kjörin formaður Samfylkingarinnar í mars 2009 og sagði við það tækifæri að upp væru að renna nýir tímar, nýrra tækifæra, jafnaðar og réttlætis. Það var heldur ekki tjaldað til einnar nætur í samstarfsyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Þar segir að meirihluti kjósenda hafi veitt jafnaðarmönnum og félagshyggjufólki skýrt umboð til að leiða til öndvegis „ný gildi jafnaðar, félagslegs réttlætis, samhjálpar, sjálfbærrar þróunar, kvenfrelsis, siðbótar og lýðræðis.“Rúmlega fangfylli Kosningabaráttan 2009 bar það reyndar með sér að flokkarnir lögðu fyrst og fremst áherslu á efnahagsmál og hvernig ætti að vinna á gríðarlegum halla ríkissjóðs sem hrunið hafði skapað. Stefnuyfirlýsingin bar það hins vegar með sér að sem flestum steinum ætti að velta við. Taka átti á efnahagsvandanum, í bráð og lengd, skuldavanda heimila og fyrirtækja, skapa atvinnu, tryggja velferð til framtíðar, auka menntun, sækja fram í öllum landshlutum, gjörbreyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, efla náttúruvernd, auka lýðræði og mannréttindi, breyta stjórnkerfinu og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Gagnrýnendum fannst ríkisstjórnin færast of mikið í fang, talað var um að hún festi sig í smærri málum en gleymdi þeim stóru. Hvað sem í því er hæft er það í það minnsta skilningur margra stuðningsmanna stjórnarflokkanna, bæði fyrrverandi og núverandi. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, sem var yfir fimmtíu prósentum í síðustu könnunum, er nú komið niður fyrir tuttugu prósent.Silja Bára Ómarsdóttir og Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingar.Kvarnast í sundur Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir ljóst að gríðarleg vinstrisveifla hafi orðið í kjölfar hrunsins. Flokkarnir tveir, sem hafi frekar haft væntingar um samanlagt fylgi upp á 35 til 40 prósent, hafi fengið meirihluta atkvæða og þingsæta. „Þessi sveifla er að verulegu leyti gengin til baka, en þó með nokkuð sérkennilegum hætti. Vissulega hefur verið straumur frá Vinstri grænum og Samfylkingu til Framsóknarflokksins. Eiginlega eru stjórnarflokkarnir frekar að kvarnast í sundur. Þeir eru að missa fylgi til Pírata og Bjartrar framtíðar og almennt séð til litlu flokkanna. Þótt það sé ekki mikið til hvers og eins skiptir það máli.“ Gunnar Helgi segir þetta ekki eiga við um Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Það sé ekki síður liður í gæfuleysi stjórnarflokkanna að það sé upplausn í þeirra liði. „Þá má segja að stjórnin hefði átt að fókusa betur og færast minna í fang. Það er ekki endilega tíminn til að gjörbreyta samfélaginu þegar þú þarft að vera að skera verulega mikið niður.“Evrópsk þróun Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur segir vandamál stjórnarflokkanna að hluta til ímyndartengd, illa takist að auglýsa verkin. Hins vegar hafi það gerst víða í Evrópu í kjölfar efnahagskreppunnar að stjórnarandstaðan hafi fengið völdin í kjölfar kosninga. „Þetta var ekki endilega uppgjör við hugmyndafræði, frekar það að sitjandi ríkisstjórnum var refsað og andstöðunni fengin völdin. Það var eðlilegt að fylgið flyttist til vinstri í kjölfar hrunsins og verkefni stjórnarflokkanna var að halda því. Þeim hefur ekki tekist að halda trúverðugleikanum og trausti fólksins.“ Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Söngvarinn góðkunni Vilhjálmur Vilhjálmsson varar litla drenginn, í samnefndu lagi, við því að færast ekki í fang svo mikið að festu hans brotni tré. Segja má að Samfylking og Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefðu mátt hafa þau varnaðarorð í huga þegar flokkarnir settust í ríkisstjórn árið 2009. Metnaðarfullar hugmyndir voru uppi um að gjörbreyta samfélaginu og hreinn meirihluti vinstriflokkanna var talinn marka vatnaskil í íslenskum stjórnmálum. Þeirra sér ekki stað nú.Tímamót boðuð „Tímamótin sem Ísland er að fara í gegnum eru margvísleg: pólitísk, söguleg, efnahagsleg og auðvitað ekki síst, hugmyndafræðileg.“ Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon á landsfundi Vinstri grænna í mars 2009. Flokkurinn sat þá í minnihlutastjórn með Samfylkingunni og stuðningi Framsóknarflokksins og skoðanakannanir sýndu að ástæða var til bjartsýni fyrir flokkinn. Jóhanna Sigurðardóttir var kjörin formaður Samfylkingarinnar í mars 2009 og sagði við það tækifæri að upp væru að renna nýir tímar, nýrra tækifæra, jafnaðar og réttlætis. Það var heldur ekki tjaldað til einnar nætur í samstarfsyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. Þar segir að meirihluti kjósenda hafi veitt jafnaðarmönnum og félagshyggjufólki skýrt umboð til að leiða til öndvegis „ný gildi jafnaðar, félagslegs réttlætis, samhjálpar, sjálfbærrar þróunar, kvenfrelsis, siðbótar og lýðræðis.“Rúmlega fangfylli Kosningabaráttan 2009 bar það reyndar með sér að flokkarnir lögðu fyrst og fremst áherslu á efnahagsmál og hvernig ætti að vinna á gríðarlegum halla ríkissjóðs sem hrunið hafði skapað. Stefnuyfirlýsingin bar það hins vegar með sér að sem flestum steinum ætti að velta við. Taka átti á efnahagsvandanum, í bráð og lengd, skuldavanda heimila og fyrirtækja, skapa atvinnu, tryggja velferð til framtíðar, auka menntun, sækja fram í öllum landshlutum, gjörbreyta fiskveiðistjórnunarkerfinu, efla náttúruvernd, auka lýðræði og mannréttindi, breyta stjórnkerfinu og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Gagnrýnendum fannst ríkisstjórnin færast of mikið í fang, talað var um að hún festi sig í smærri málum en gleymdi þeim stóru. Hvað sem í því er hæft er það í það minnsta skilningur margra stuðningsmanna stjórnarflokkanna, bæði fyrrverandi og núverandi. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna, sem var yfir fimmtíu prósentum í síðustu könnunum, er nú komið niður fyrir tuttugu prósent.Silja Bára Ómarsdóttir og Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingar.Kvarnast í sundur Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir ljóst að gríðarleg vinstrisveifla hafi orðið í kjölfar hrunsins. Flokkarnir tveir, sem hafi frekar haft væntingar um samanlagt fylgi upp á 35 til 40 prósent, hafi fengið meirihluta atkvæða og þingsæta. „Þessi sveifla er að verulegu leyti gengin til baka, en þó með nokkuð sérkennilegum hætti. Vissulega hefur verið straumur frá Vinstri grænum og Samfylkingu til Framsóknarflokksins. Eiginlega eru stjórnarflokkarnir frekar að kvarnast í sundur. Þeir eru að missa fylgi til Pírata og Bjartrar framtíðar og almennt séð til litlu flokkanna. Þótt það sé ekki mikið til hvers og eins skiptir það máli.“ Gunnar Helgi segir þetta ekki eiga við um Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Það sé ekki síður liður í gæfuleysi stjórnarflokkanna að það sé upplausn í þeirra liði. „Þá má segja að stjórnin hefði átt að fókusa betur og færast minna í fang. Það er ekki endilega tíminn til að gjörbreyta samfélaginu þegar þú þarft að vera að skera verulega mikið niður.“Evrópsk þróun Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur segir vandamál stjórnarflokkanna að hluta til ímyndartengd, illa takist að auglýsa verkin. Hins vegar hafi það gerst víða í Evrópu í kjölfar efnahagskreppunnar að stjórnarandstaðan hafi fengið völdin í kjölfar kosninga. „Þetta var ekki endilega uppgjör við hugmyndafræði, frekar það að sitjandi ríkisstjórnum var refsað og andstöðunni fengin völdin. Það var eðlilegt að fylgið flyttist til vinstri í kjölfar hrunsins og verkefni stjórnarflokkanna var að halda því. Þeim hefur ekki tekist að halda trúverðugleikanum og trausti fólksins.“
Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira