Kennslustund í popúlisma Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 18. apríl 2013 06:00 Við hvað kenna stjórnmálaflokkar sig? Til dæmis samstöðu, velferð, sjálfbærni, framfarir, réttlæti, sanngirni og lýðræði. Ég ætla ekki að kvarta yfir þessu. Verra væri ef val kjósenda stæði á milli flokka sem kenna sig við kúgun, afturför, einræði, stöðnun, óréttlæti og ósanngirni. Athugasemdir mínar lúta fremur að því að hversu tilgangslaust það er að nota svona hugtök í stjórnmálaumræðu. Telur einhver að til sé stjórnmálafólk á Íslandi sem vill í fullri einlægni reka „ósanngjarna“ stefnu? Takið eftir því að ég er ekki að segja að orð eins og „lýðræði“ og „sanngirni“ séu úr sér gengin. Þetta eru hugtök sem hafa mikla þýðingu en það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að skilgreina þau. Verk þeirra verða aðeins dæmd sanngjörn eða lýðræðisleg þegar sómasamlegur tími hefur liðið frá gjörðum þeirra og það eru fræðimenn og fjölmiðlar, í samvinnu við samfélagið í heild, sem á endanum geta notað slík hugtök til að dæma stefnu stjórnmálaflokks. Úr munni stjórnmálafólks eru hugtökin innihaldslaus. Mér finnst skrítið hversu tregir stjórnmálamenn eru að átta sig á þessu. Óljós og óskýr stefna, sérstaklega ef mikið fer fyrir háfleygum orðum eins og „réttlæti“, „lýðræði“ og „sanngirni“, er í eðli sínu fráhrindandi og það síðasta sem popúlistar ættu að tileinka sér. Best er að lofa einhverju áþreifanlegu, sama hversu lítið það er, og sýna með áþreifanlegum hætti að hægt sé að standa við það. Hér fer dæmi um loforð sem myndi tryggja a.m.k. 10% fylgi (verð miðast við ríflegan magnafslátt og er að sjálfsögðu án VSK): Þann 17. júní nk. munu allir Íslendingar á aldrinum 0-3 ára fá sendan ókeypis bleyjupakka frá ríkissjóði (13.893 x 1.000/pk. = kr. 13.893.000), 4-8 ára lítið hlaupahjól með merki stjórnarráðsins (27.206 x 2.000/hjól = kr. 54.412.000), 9-19 ára Converse-skó í lit og stærð að eigin vali (48.170 x 3.500/par = kr. 168.595.000), 20-59 ára skóhorn, regnhlíf, sokkapar og dagkrem (174.202 x 2.000/pk. = kr. 348.404.000) og 60 ára og eldri ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur (58.346 x 2.000/bók = 116.692.000). Samtals kostnaður kr. 701.996.000 sem verður fjármagnaður með sölu lénsins island.is og lokun sendiráðsins í Moskvu. Myndi ég x-a við þetta fram yfir „sanngirni og lýðræði“? Jú, ætli það ekki bara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Við hvað kenna stjórnmálaflokkar sig? Til dæmis samstöðu, velferð, sjálfbærni, framfarir, réttlæti, sanngirni og lýðræði. Ég ætla ekki að kvarta yfir þessu. Verra væri ef val kjósenda stæði á milli flokka sem kenna sig við kúgun, afturför, einræði, stöðnun, óréttlæti og ósanngirni. Athugasemdir mínar lúta fremur að því að hversu tilgangslaust það er að nota svona hugtök í stjórnmálaumræðu. Telur einhver að til sé stjórnmálafólk á Íslandi sem vill í fullri einlægni reka „ósanngjarna“ stefnu? Takið eftir því að ég er ekki að segja að orð eins og „lýðræði“ og „sanngirni“ séu úr sér gengin. Þetta eru hugtök sem hafa mikla þýðingu en það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að skilgreina þau. Verk þeirra verða aðeins dæmd sanngjörn eða lýðræðisleg þegar sómasamlegur tími hefur liðið frá gjörðum þeirra og það eru fræðimenn og fjölmiðlar, í samvinnu við samfélagið í heild, sem á endanum geta notað slík hugtök til að dæma stefnu stjórnmálaflokks. Úr munni stjórnmálafólks eru hugtökin innihaldslaus. Mér finnst skrítið hversu tregir stjórnmálamenn eru að átta sig á þessu. Óljós og óskýr stefna, sérstaklega ef mikið fer fyrir háfleygum orðum eins og „réttlæti“, „lýðræði“ og „sanngirni“, er í eðli sínu fráhrindandi og það síðasta sem popúlistar ættu að tileinka sér. Best er að lofa einhverju áþreifanlegu, sama hversu lítið það er, og sýna með áþreifanlegum hætti að hægt sé að standa við það. Hér fer dæmi um loforð sem myndi tryggja a.m.k. 10% fylgi (verð miðast við ríflegan magnafslátt og er að sjálfsögðu án VSK): Þann 17. júní nk. munu allir Íslendingar á aldrinum 0-3 ára fá sendan ókeypis bleyjupakka frá ríkissjóði (13.893 x 1.000/pk. = kr. 13.893.000), 4-8 ára lítið hlaupahjól með merki stjórnarráðsins (27.206 x 2.000/hjól = kr. 54.412.000), 9-19 ára Converse-skó í lit og stærð að eigin vali (48.170 x 3.500/par = kr. 168.595.000), 20-59 ára skóhorn, regnhlíf, sokkapar og dagkrem (174.202 x 2.000/pk. = kr. 348.404.000) og 60 ára og eldri ævisögu Vigdísar Finnbogadóttur (58.346 x 2.000/bók = 116.692.000). Samtals kostnaður kr. 701.996.000 sem verður fjármagnaður með sölu lénsins island.is og lokun sendiráðsins í Moskvu. Myndi ég x-a við þetta fram yfir „sanngirni og lýðræði“? Jú, ætli það ekki bara.