2007 í augsýn! Sighvatur Björgvinsson skrifar 15. maí 2013 06:00 Krafan um að skuldugu fólki verði bætt áföllin sem urðu vegna afleiðinga hrunsins – vegna „forsendubrestsins” svonefnda – er einfaldlega krafa um að staða skuldsettra heimila verði gerð sú hin sama og hún var fyrir hrun. Þessa sömu kröfu má eins orða þannig: „Við viljum fá 2007 aftur!” Þá þegar voru samt 16 þúsund heimili komin á vanskilaskrá – höfðu sem sé lifað langt um efni fram og sáu fram á greiðsluþrot. Níu þúsund heimili bættust við skrána við hrunið. Er fólk þá sátt við að einungis þeim heimilum, sem bættust á vanskilaskrána í hruninu, verði hjálpað? Er krafan um að „forsendubresturinn” sé bættur ekki einvörðungu sú? Að hin 16 þúsundin verði þá skilin eftir eins og þau voru á sig komin af eigin völdum fyrir hrun – án nokkurs „forsendubrests”? Eða er ætlast til þess að skuldlitlir lífeyrisþegar, skuldlitlir skattborgarar – nú eða erlendir lánveitendur, sem skuldunautar þeirra kalla „hrægamma”, taki þeirra vanda á sig líka? Vanda þessara 16 þúsunda sem komu sér á vanskilaskrá án nokkurrar utanaðkomandi „aðstoðar”? Af einhverjum orsökum hefur hin sjálfhverfa kynslóð aldrei gefið neitt svar við þessari einföldu spurningu? Þeir Bjarni og Sigmundur Davíð vita því ekki hvað skuldsetta fólkið vill nákvæmlega. Vill það „forsendubrestinn” einan bættan - eða vill það að skuldir þess alls séu greiddar niður, hvernig svo sem skuldavandinn er til kominn?2007 á góðri leið Vill þetta fólk virkilega fá lífshættina eins og þeir voru fyrir hrun aftur – fá aftur ástandið, sem skóp „forsendubrestinn”? Þegar draumurinn var að græða á daginn og grilla á kvöldin. Þegar íslensk heimili urðu á fjórum árum skuldsettustu heimili innan OECD. Ég fæ satt að segja ekki séð annað en að íslenska þjóðin sé á góðri leið áleiðis að því markmiði – án nokkurrar hjálpar annarra en sjálfrar sín. Árið 2007 námu yfirdráttarskuldir heimilanna, kreditkortaskuldir og neyslulán 77 milljörðum króna. Nú nálgast þessar skuldir 90 milljarða! Fyrir hrun hugðust fjölmargir Íslendingar hagnast á því að slá lán til hlutafjárkaupa, græða á því morðfjár og komast með tærnar á hæla gulldrengjanna, sem var æðsti óskadraumur fjölmargra heimilisfeðra. Nú eru menn aftur byrjaðir á sama athæfi. Slá lán til hlutafjárkaupa í von um margfalda uppskeru. 2007 er komið á færibandið og færist nær!Aftur hægt að grilla Heildarhagsmunir er orð, sem virðist vera illskiljanlegt, a.m.k. er það ekki í hávegum haft. Góðkunnur rithöfundur og íslenskumaður sagði mér á dögunum, að nú skildu nemendur í íslenskunámi; framhaldsnámi; ekki lengur orðið „blæbrigði”. Hví ætti fólk þá að skilja orðið „heildarhagsmunir”? Samt er þó enn fullur skilningur á orðinu „eiginhagsmunir”. Þar er átt við budduna, hvað kemur mikið af aurum í hana og að aurarnir komi strax. Sama hvaðan „gott” kemur; hvort heldur frá afa og ömmu, frá nágrönnunum nú eða „hrægömmunum” – bara að það komi, komi strax og komi nóg. Þá getum við nefnilega aftur farið að grilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Krafan um að skuldugu fólki verði bætt áföllin sem urðu vegna afleiðinga hrunsins – vegna „forsendubrestsins” svonefnda – er einfaldlega krafa um að staða skuldsettra heimila verði gerð sú hin sama og hún var fyrir hrun. Þessa sömu kröfu má eins orða þannig: „Við viljum fá 2007 aftur!” Þá þegar voru samt 16 þúsund heimili komin á vanskilaskrá – höfðu sem sé lifað langt um efni fram og sáu fram á greiðsluþrot. Níu þúsund heimili bættust við skrána við hrunið. Er fólk þá sátt við að einungis þeim heimilum, sem bættust á vanskilaskrána í hruninu, verði hjálpað? Er krafan um að „forsendubresturinn” sé bættur ekki einvörðungu sú? Að hin 16 þúsundin verði þá skilin eftir eins og þau voru á sig komin af eigin völdum fyrir hrun – án nokkurs „forsendubrests”? Eða er ætlast til þess að skuldlitlir lífeyrisþegar, skuldlitlir skattborgarar – nú eða erlendir lánveitendur, sem skuldunautar þeirra kalla „hrægamma”, taki þeirra vanda á sig líka? Vanda þessara 16 þúsunda sem komu sér á vanskilaskrá án nokkurrar utanaðkomandi „aðstoðar”? Af einhverjum orsökum hefur hin sjálfhverfa kynslóð aldrei gefið neitt svar við þessari einföldu spurningu? Þeir Bjarni og Sigmundur Davíð vita því ekki hvað skuldsetta fólkið vill nákvæmlega. Vill það „forsendubrestinn” einan bættan - eða vill það að skuldir þess alls séu greiddar niður, hvernig svo sem skuldavandinn er til kominn?2007 á góðri leið Vill þetta fólk virkilega fá lífshættina eins og þeir voru fyrir hrun aftur – fá aftur ástandið, sem skóp „forsendubrestinn”? Þegar draumurinn var að græða á daginn og grilla á kvöldin. Þegar íslensk heimili urðu á fjórum árum skuldsettustu heimili innan OECD. Ég fæ satt að segja ekki séð annað en að íslenska þjóðin sé á góðri leið áleiðis að því markmiði – án nokkurrar hjálpar annarra en sjálfrar sín. Árið 2007 námu yfirdráttarskuldir heimilanna, kreditkortaskuldir og neyslulán 77 milljörðum króna. Nú nálgast þessar skuldir 90 milljarða! Fyrir hrun hugðust fjölmargir Íslendingar hagnast á því að slá lán til hlutafjárkaupa, græða á því morðfjár og komast með tærnar á hæla gulldrengjanna, sem var æðsti óskadraumur fjölmargra heimilisfeðra. Nú eru menn aftur byrjaðir á sama athæfi. Slá lán til hlutafjárkaupa í von um margfalda uppskeru. 2007 er komið á færibandið og færist nær!Aftur hægt að grilla Heildarhagsmunir er orð, sem virðist vera illskiljanlegt, a.m.k. er það ekki í hávegum haft. Góðkunnur rithöfundur og íslenskumaður sagði mér á dögunum, að nú skildu nemendur í íslenskunámi; framhaldsnámi; ekki lengur orðið „blæbrigði”. Hví ætti fólk þá að skilja orðið „heildarhagsmunir”? Samt er þó enn fullur skilningur á orðinu „eiginhagsmunir”. Þar er átt við budduna, hvað kemur mikið af aurum í hana og að aurarnir komi strax. Sama hvaðan „gott” kemur; hvort heldur frá afa og ömmu, frá nágrönnunum nú eða „hrægömmunum” – bara að það komi, komi strax og komi nóg. Þá getum við nefnilega aftur farið að grilla.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar