Úr stjórn RÚV Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Ókyrrð hefur verið um Ríkisútvarpið í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Nýjust er deila um milljónaspilaþátt, beint ofan í umræður um niðurskurð, áður var það brotthvarf stjórnanda dagskrárdeildar útvarps og ráðning borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í spjallþátt. Ráðið var eftir einkasímtal útvarpsstjóra við stjórnmálamanninn og vakti sú aðferð athygli margra. Eðlilega, því hún stangaðist á við öll gildi sem Ríkisútvarpið segist fylgja um faglegar ráðningar og starfsmannastefnu. Óhefðbundinni aðferð Páls Magnússonar útvarpsstjóra var reyndar best lýst af hinum nýráðna borgarfulltrúa sjálfum. En Gísli Marteinn Baldursson, sagði í viðtali stuttu síðar. „Páll einfaldlega bjallaði í mig og hann sagði það bara beint út, hann sá hvernig pólitíkin var að þróast. Þeir voru búnir að vera að leita að umsjónarmanni í staðinn fyrir Egil síðan í vor og meira að segja voru þeir búnir að spyrja mig hvort ég væri með einhverja hugmynd að mönnum,“ sagði Gísli. Á stjórnarfundi var skipst á ólíkum skoðunum um aðferð útvarpsstjóra. Og fjölmiðlar sem vakta Ríkisútvarpið birtu misnákvæmar frásagnir af umræðunum. Réttilega var sagt að tvær bókanir hefðu komið fram, en um innihaldið fór óskýrum sögum. Örfáir blaðamenn eða álitsgjafar, segja að nú sé gamla útvarpsráð uppvakið, með því að Björg Eva Erlendsdóttir og Pétur Gunnarsson reyni að hafa afskipti af mannaráðningum. Það er hraustleg túlkun á bókunum sem hvergi hafa birst og fjalla um meginreglur. Þess má geta að núverandi útvarpsstjórn skipa auk fyrrnefndra, þau Ingvi Hrafn Óskarson, Margrét Frímannsdóttir, Magnús Stefánsson, Guðrún Nordal, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sigurður Björn Blöndal og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fulltrúi starfsmanna. Hótað nær daglega Fátítt var í síðustu stjórn að átök um Ríkisútvarpið færu í fjölmiðla, þó gerðist það þegar áætlaðar uppsagnir á Rás eitt fyrir rúmu ári voru stöðvaðar. Ekkert samráð var við stjórn um þá stefnubreytingu sem fólst í uppsögnunum og stjórnin samþykkti þær því ekki. Málið fór í fjölmiðla. Annars voru álitamál yfirleitt rædd eftir þörfum, án stórátaka og lokið í sátt. Að því leyti var fyrri stjórn farsæl. Núverandi stjórnarformanni og útvarpsstjóra er vorkunn. Ríkisútvarpinu er hótað nær daglega af liðsmönnum ríkisstjórnarinnar og mörgum virtist útvarpsstjóri kyssa vöndinn, þegar hann „bjallaði“ í starfandi borgarfulltrúa og réð hann í spjallþátt í sjónvarpi, án faglegs ferlis eða auglýsingar. Stjórn Ríkisútvarpsins ber samkvæmt lögum að hafa eftirlit með stjórnun og rekstri, leiðbeina útvarpsstjóra og styðja í því að halda sig við faglega stjórnarhætti. Bókun, sem einhverjir virðast halda að sé heimskuleg pólitík og afskipti af ráðningu, var einmitt dæmi um nauðsynlegt aðhald og eftirlit með verklagi. Hún var ábending til framtíðar fyrir útvarpsstjóra, sem hafði misstigið sig og vikið frá faglegum starfsháttum. Gott er að byggja álit og fréttir á traustum heimildum. Blaðamenn og velunnarar Ríkisútvarpsins ættu að óska eftir því að fundargögn stjórnar, sem ekki varða samkeppnisrekstur, verði birt. Það er miklu betra en að blaðamenn á samkeppnismiðlum RÚV og álitsgjafar með ýmsan tilgang leggi út af gögnum sem þeir hafa ekki séð. Ekki má gleymast að Ríkisútvarpið eigum við öll og við megum krefjast upplýsinga um hvernig því er stjórnað og í hvað skattpeningarnir okkar fara. En órökstutt slúður og sleggjudómar verða Ríkisútvarpinu varla til góðs á erfiðum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ókyrrð hefur verið um Ríkisútvarpið í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Nýjust er deila um milljónaspilaþátt, beint ofan í umræður um niðurskurð, áður var það brotthvarf stjórnanda dagskrárdeildar útvarps og ráðning borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í spjallþátt. Ráðið var eftir einkasímtal útvarpsstjóra við stjórnmálamanninn og vakti sú aðferð athygli margra. Eðlilega, því hún stangaðist á við öll gildi sem Ríkisútvarpið segist fylgja um faglegar ráðningar og starfsmannastefnu. Óhefðbundinni aðferð Páls Magnússonar útvarpsstjóra var reyndar best lýst af hinum nýráðna borgarfulltrúa sjálfum. En Gísli Marteinn Baldursson, sagði í viðtali stuttu síðar. „Páll einfaldlega bjallaði í mig og hann sagði það bara beint út, hann sá hvernig pólitíkin var að þróast. Þeir voru búnir að vera að leita að umsjónarmanni í staðinn fyrir Egil síðan í vor og meira að segja voru þeir búnir að spyrja mig hvort ég væri með einhverja hugmynd að mönnum,“ sagði Gísli. Á stjórnarfundi var skipst á ólíkum skoðunum um aðferð útvarpsstjóra. Og fjölmiðlar sem vakta Ríkisútvarpið birtu misnákvæmar frásagnir af umræðunum. Réttilega var sagt að tvær bókanir hefðu komið fram, en um innihaldið fór óskýrum sögum. Örfáir blaðamenn eða álitsgjafar, segja að nú sé gamla útvarpsráð uppvakið, með því að Björg Eva Erlendsdóttir og Pétur Gunnarsson reyni að hafa afskipti af mannaráðningum. Það er hraustleg túlkun á bókunum sem hvergi hafa birst og fjalla um meginreglur. Þess má geta að núverandi útvarpsstjórn skipa auk fyrrnefndra, þau Ingvi Hrafn Óskarson, Margrét Frímannsdóttir, Magnús Stefánsson, Guðrún Nordal, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sigurður Björn Blöndal og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fulltrúi starfsmanna. Hótað nær daglega Fátítt var í síðustu stjórn að átök um Ríkisútvarpið færu í fjölmiðla, þó gerðist það þegar áætlaðar uppsagnir á Rás eitt fyrir rúmu ári voru stöðvaðar. Ekkert samráð var við stjórn um þá stefnubreytingu sem fólst í uppsögnunum og stjórnin samþykkti þær því ekki. Málið fór í fjölmiðla. Annars voru álitamál yfirleitt rædd eftir þörfum, án stórátaka og lokið í sátt. Að því leyti var fyrri stjórn farsæl. Núverandi stjórnarformanni og útvarpsstjóra er vorkunn. Ríkisútvarpinu er hótað nær daglega af liðsmönnum ríkisstjórnarinnar og mörgum virtist útvarpsstjóri kyssa vöndinn, þegar hann „bjallaði“ í starfandi borgarfulltrúa og réð hann í spjallþátt í sjónvarpi, án faglegs ferlis eða auglýsingar. Stjórn Ríkisútvarpsins ber samkvæmt lögum að hafa eftirlit með stjórnun og rekstri, leiðbeina útvarpsstjóra og styðja í því að halda sig við faglega stjórnarhætti. Bókun, sem einhverjir virðast halda að sé heimskuleg pólitík og afskipti af ráðningu, var einmitt dæmi um nauðsynlegt aðhald og eftirlit með verklagi. Hún var ábending til framtíðar fyrir útvarpsstjóra, sem hafði misstigið sig og vikið frá faglegum starfsháttum. Gott er að byggja álit og fréttir á traustum heimildum. Blaðamenn og velunnarar Ríkisútvarpsins ættu að óska eftir því að fundargögn stjórnar, sem ekki varða samkeppnisrekstur, verði birt. Það er miklu betra en að blaðamenn á samkeppnismiðlum RÚV og álitsgjafar með ýmsan tilgang leggi út af gögnum sem þeir hafa ekki séð. Ekki má gleymast að Ríkisútvarpið eigum við öll og við megum krefjast upplýsinga um hvernig því er stjórnað og í hvað skattpeningarnir okkar fara. En órökstutt slúður og sleggjudómar verða Ríkisútvarpinu varla til góðs á erfiðum tímum.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar