Strákarnir okkar hvernig sem fer Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2013 06:00 Ég man eftir fyrsta landsleiknum sem ég mætti á í Laugardalnum. Pabbi skutlaði mér og það reyndist lítið mál að fá miða. Samt voru Spánverjar mættir í heimsókn með stórstjörnur í flestum stöðum. Ásgeir heitinn Elíasson stýrði liðinu í fyrsta sinn, treysti á atvinnumenn og Framara og úr varð 2-0 sigur. Níu ára strákur rölti skælbrosandi út á stoppistöð og tók tvistinn heim. Stoltur eftir ógleymanlegt kvöld. Í kvöld verður fámennt á götum landsins. Níu þúsund Íslendingar mæta í Laugardalinn á meðan aðrir sitja límdir við útvarps- eða sjónvarpstækið. Biðin er á enda. Króatarnir eru mættir og sæti á heimsmeistaramótinu, já HM í Brasilíu, í húfi. Fjarlægur draumur er orðinn raunhæfur. Tveir leikir skera úr um örlög Íslands. Verðum við fámennasta þjóðin í sögunni til að komast í lokakeppnina? Fólk í öllum hornum heimsins fylgist með okkur. Grínlaust. Væntingarnar eru miklar fyrir leikina tvo enda yrði grátlegt að komast ekki á HM úr því sem komið er. Hins vegar má ekki gleyma leið strákanna í þennan möguleika. Stórbrotin mörk Gylfa Þórs Sigurðssonar í Slóveníu og Albaníu og endurkoma aldarinnar með Jóhann Berg Guðmundsson í fararbroddi í Bern. Ísland hefur gæðaleikmenn til að leggja hvern sem er að velli en góðir leikmenn mynda ekki alltaf gott lið. Alfreð Finnbogason, markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar, situr á bekknum. Gunnleifur Gunnleifsson, aldursforseti liðsins, útvegaði samkeppnisaðilum sínum í markinu æfingaaðstöðu í aðdraganda leikjanna. Strákarnir bera virðingu hverjir fyrir öðrum, róa í átt að sama markmiði þótt eigið egó sé sært. Þannig hafa strákarnir stigið risastórt skref í undankeppninni sem nú er að ljúka. Fari allt á besta veg getur ný kynslóð níu ára drengja stigið upp í strætó að leik loknum með stjörnur í augunum yfir hetjunum sínum. En hvernig sem fer í kvöld getum við verið stolt af strákunum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Tumi Daðason Tengdar fréttir Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00 Nokkrar hoppandi fótboltagórillur Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. 18. október 2013 00:01 Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00 Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00 Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00 Heilög Francisca "Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. 1. nóvember 2013 06:00 Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00 Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00 Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24 Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun
Ég man eftir fyrsta landsleiknum sem ég mætti á í Laugardalnum. Pabbi skutlaði mér og það reyndist lítið mál að fá miða. Samt voru Spánverjar mættir í heimsókn með stórstjörnur í flestum stöðum. Ásgeir heitinn Elíasson stýrði liðinu í fyrsta sinn, treysti á atvinnumenn og Framara og úr varð 2-0 sigur. Níu ára strákur rölti skælbrosandi út á stoppistöð og tók tvistinn heim. Stoltur eftir ógleymanlegt kvöld. Í kvöld verður fámennt á götum landsins. Níu þúsund Íslendingar mæta í Laugardalinn á meðan aðrir sitja límdir við útvarps- eða sjónvarpstækið. Biðin er á enda. Króatarnir eru mættir og sæti á heimsmeistaramótinu, já HM í Brasilíu, í húfi. Fjarlægur draumur er orðinn raunhæfur. Tveir leikir skera úr um örlög Íslands. Verðum við fámennasta þjóðin í sögunni til að komast í lokakeppnina? Fólk í öllum hornum heimsins fylgist með okkur. Grínlaust. Væntingarnar eru miklar fyrir leikina tvo enda yrði grátlegt að komast ekki á HM úr því sem komið er. Hins vegar má ekki gleyma leið strákanna í þennan möguleika. Stórbrotin mörk Gylfa Þórs Sigurðssonar í Slóveníu og Albaníu og endurkoma aldarinnar með Jóhann Berg Guðmundsson í fararbroddi í Bern. Ísland hefur gæðaleikmenn til að leggja hvern sem er að velli en góðir leikmenn mynda ekki alltaf gott lið. Alfreð Finnbogason, markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar, situr á bekknum. Gunnleifur Gunnleifsson, aldursforseti liðsins, útvegaði samkeppnisaðilum sínum í markinu æfingaaðstöðu í aðdraganda leikjanna. Strákarnir bera virðingu hverjir fyrir öðrum, róa í átt að sama markmiði þótt eigið egó sé sært. Þannig hafa strákarnir stigið risastórt skref í undankeppninni sem nú er að ljúka. Fari allt á besta veg getur ný kynslóð níu ára drengja stigið upp í strætó að leik loknum með stjörnur í augunum yfir hetjunum sínum. En hvernig sem fer í kvöld getum við verið stolt af strákunum okkar.
Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00
Nokkrar hoppandi fótboltagórillur Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. 18. október 2013 00:01
Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00
Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00
Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00
Heilög Francisca "Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. 1. nóvember 2013 06:00
Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00
Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00
Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun