Forsætisnefnd mun funda vegna þingsályktunartillögu Gunnars Braga Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. febrúar 2014 14:14 Forsætisnefnd mun funda í kvöld. Forsætisnefnd fundar í kvöld um hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið verði dregin til baka, sé þingtæk. Þetta tilkynnti Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis rétt í þessu. Einar hafði áður tilkynnt, í upphafi þingfundar, að hann teldi tillöguna þingtæka og ætlaði ekki að taka málið af dagskrá. Stjórnarandstaðan mótmælti því harðlega. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og einn meðlima í foræstisnefnd, fór fram á að forsætisnefnd yrði í minnsta lagi kölluð saman vegna erindi Árna Páls Árnason, formanns Samfylkingarinnar, sem hann sendi forseta Alþingis í morgun. Einar ítrekaði samt sem áður að hann teldi málið þingtækt en samþykkti að boða til fundar forsætisnefndar í kvöld. Árni Páll, fór í morgun fram á að forsætisnefnd Alþingis mæti hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga væri þingtæk. Árni sendi forseta Alþingis erindi í morgun þar sem hann færði rök fyrir því að tillagan sé ekki þingtæk. Hann telur tillögu Gunnars Braga fela „í sér gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt eða tryggðu framgang hennar með hjásetu sumarið 2009. Því er því gert skóna að þeir hafi ekki greitt atkvæði eftir sannfæringu sinni, eins og boðið er í stjórnarskrá og þeim eignuð annarleg viðhorf.“ Árni segir ennfremur að tillagan standist ekki lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, sem sett voru í júní 2010. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. ESB-málið Tengdar fréttir Fer fram á að forsætisnefnd meti hvort tillaga Gunnars Braga sé þingtæk Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur þingsályktunartillögu Gunnars Braga innihalda „gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt". 25. febrúar 2014 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Forsætisnefnd fundar í kvöld um hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem felur meðal annars í sér að aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið verði dregin til baka, sé þingtæk. Þetta tilkynnti Einar K. Guðfinnson, forseti Alþingis rétt í þessu. Einar hafði áður tilkynnt, í upphafi þingfundar, að hann teldi tillöguna þingtæka og ætlaði ekki að taka málið af dagskrá. Stjórnarandstaðan mótmælti því harðlega. Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og einn meðlima í foræstisnefnd, fór fram á að forsætisnefnd yrði í minnsta lagi kölluð saman vegna erindi Árna Páls Árnason, formanns Samfylkingarinnar, sem hann sendi forseta Alþingis í morgun. Einar ítrekaði samt sem áður að hann teldi málið þingtækt en samþykkti að boða til fundar forsætisnefndar í kvöld. Árni Páll, fór í morgun fram á að forsætisnefnd Alþingis mæti hvort þingsályktunartillaga Gunnars Braga væri þingtæk. Árni sendi forseta Alþingis erindi í morgun þar sem hann færði rök fyrir því að tillagan sé ekki þingtæk. Hann telur tillögu Gunnars Braga fela „í sér gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt eða tryggðu framgang hennar með hjásetu sumarið 2009. Því er því gert skóna að þeir hafi ekki greitt atkvæði eftir sannfæringu sinni, eins og boðið er í stjórnarskrá og þeim eignuð annarleg viðhorf.“ Árni segir ennfremur að tillagan standist ekki lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna, sem sett voru í júní 2010. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag.
ESB-málið Tengdar fréttir Fer fram á að forsætisnefnd meti hvort tillaga Gunnars Braga sé þingtæk Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur þingsályktunartillögu Gunnars Braga innihalda „gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt". 25. febrúar 2014 11:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Fer fram á að forsætisnefnd meti hvort tillaga Gunnars Braga sé þingtæk Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, telur þingsályktunartillögu Gunnars Braga innihalda „gildishlaðin ærumeiðandi ummæli í garð þeirra þingmanna sem greiddu aðildarumsókn atkvæði sitt". 25. febrúar 2014 11:01