Svissneska leiðin til sátta Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 25. febrúar 2014 13:29 VÍSIR/GVA Eiríkur Bergmann prófessor á Bifröst segir Evrópuumræðuna vera komna á það stig að hún sé að rífa þjóðina í sundur og við það verði ekki unað. Hann bendir á leið til sátta. „Mér sýnist málið í þeim hnút að nú þurfi að færa fram nýjar lausnir. Fyrir liggur hið augljósa fordæmi frá Sviss. Sú umsókn er enn á ís og því getum við auðveldlega farið sömu leið og þeir. Um leið komum við í veg fyrir aukin átök heima fyrir," segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir þjóðina varla mega við meiri misklíð. Og til sé þessi málamiðlun sem ætti að sætta alla aðila -- hafi menn áhuga á því. „Miðað við ástandið nú sýnist mér hyggilegast að fara svissnesku leiðina. Sviss hafði sótt um aðild að ESB eins og hin EFTA ríkin (utan Íslands) en þegar kjósendur þar höfnuðu EES -samningnum árið 1993 var umsókn þeirra að ESB sett á ís. Á þeim ís liggur sú umsókn enn. Formlega er Sviss umsóknarríki að ESB en pólitískt ekki á leiðinni þangað inn.“ Eiríkur segir að ef við færum svissnesku leiðina þá nái stjórnarflokkarnir fram því markmiði sínu að ekki verði haldið áfram á þeirra vakt en stjórnarandstæðingar því að umsóknin verður ekki afturkölluð með öllum þeim óþægilegum afleiðingum sem sú leið hefði í för með sér. „Um leið losnar Sjálfstæðisflokkurinn undan þjóðaratkvæðagreiðsukröfunni nú sem er um það bil að kjúfa flokkinn. Svissneska leiðin virðist því blasa við miðað við ástandið hér nú. Nú er bara spurning hvort menn hafi meiri áhuga á stríði heldur en friði.“ ESB-málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor á Bifröst segir Evrópuumræðuna vera komna á það stig að hún sé að rífa þjóðina í sundur og við það verði ekki unað. Hann bendir á leið til sátta. „Mér sýnist málið í þeim hnút að nú þurfi að færa fram nýjar lausnir. Fyrir liggur hið augljósa fordæmi frá Sviss. Sú umsókn er enn á ís og því getum við auðveldlega farið sömu leið og þeir. Um leið komum við í veg fyrir aukin átök heima fyrir," segir Eiríkur í samtali við Vísi. Hann segir þjóðina varla mega við meiri misklíð. Og til sé þessi málamiðlun sem ætti að sætta alla aðila -- hafi menn áhuga á því. „Miðað við ástandið nú sýnist mér hyggilegast að fara svissnesku leiðina. Sviss hafði sótt um aðild að ESB eins og hin EFTA ríkin (utan Íslands) en þegar kjósendur þar höfnuðu EES -samningnum árið 1993 var umsókn þeirra að ESB sett á ís. Á þeim ís liggur sú umsókn enn. Formlega er Sviss umsóknarríki að ESB en pólitískt ekki á leiðinni þangað inn.“ Eiríkur segir að ef við færum svissnesku leiðina þá nái stjórnarflokkarnir fram því markmiði sínu að ekki verði haldið áfram á þeirra vakt en stjórnarandstæðingar því að umsóknin verður ekki afturkölluð með öllum þeim óþægilegum afleiðingum sem sú leið hefði í för með sér. „Um leið losnar Sjálfstæðisflokkurinn undan þjóðaratkvæðagreiðsukröfunni nú sem er um það bil að kjúfa flokkinn. Svissneska leiðin virðist því blasa við miðað við ástandið hér nú. Nú er bara spurning hvort menn hafi meiri áhuga á stríði heldur en friði.“
ESB-málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira