Merkasti áfangi í sjálfstæðismálum frá lýðveldisstofnun Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. febrúar 2014 08:40 „Samþykkt ríkisstjórnar Íslands sl. föstudag þess efnis að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun,“ segir Hjörleifur Guttormsson fyrrum þingmaður og iðnaðarráðherra, í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann telur líklegt að þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs samþykki þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar sem felur meðal annars í sér að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Hjörleifur segir að aðildarumsóknin hafi „hvílt eins og mara á þjóðinni í rösk fjögur ár“ og heldur áfram: „Meirihlutinn fyrir þeirri samþykkt var illa fenginn eins og berlega kom fram við afgreiðslu málsins á Alþingi og forsendurnar harla óljósar.“ Hjörleifur gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem stjórnarflokkarnir hafa fengið, fyrir að efna ekki kosningaloforð sín um þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þingsályktunartillagan um að draga aðildarumsóknina til baka er því rökrétt framhald af síðustu alþingiskosningum og stjórnarsáttmála flokkanna og kveður á um að ekki skuli sótt um aðild á ný nema skýr vilji kjósenda þar að lútandi liggi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Hjörleifur gagnrýnir málflutning Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Hann segir ennfremur að tími sé kominn til þess að endurskoða EES samninginn. Hann telur einnig að tími sé kominn til þess að endurskoða samskipti Íslendinga við aðrar þjóðir. „Sjálfstæðisbaráttu lítillar þjóða lýkur aldrei og í því efni þarf hver kynslóð að svaa kalli. Ákvörðun um að slíta aðildarviðræðum við ESB skapar Íslendingum kærkomið andrúm til að hugsa sinn gang í samskiptum við aðrar þjóðir.“ ESB-málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
„Samþykkt ríkisstjórnar Íslands sl. föstudag þess efnis að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er líklega merkasti áfangi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar frá lýðveldisstofnun,“ segir Hjörleifur Guttormsson fyrrum þingmaður og iðnaðarráðherra, í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann telur líklegt að þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs samþykki þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar sem felur meðal annars í sér að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Hjörleifur segir að aðildarumsóknin hafi „hvílt eins og mara á þjóðinni í rösk fjögur ár“ og heldur áfram: „Meirihlutinn fyrir þeirri samþykkt var illa fenginn eins og berlega kom fram við afgreiðslu málsins á Alþingi og forsendurnar harla óljósar.“ Hjörleifur gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem stjórnarflokkarnir hafa fengið, fyrir að efna ekki kosningaloforð sín um þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þingsályktunartillagan um að draga aðildarumsóknina til baka er því rökrétt framhald af síðustu alþingiskosningum og stjórnarsáttmála flokkanna og kveður á um að ekki skuli sótt um aðild á ný nema skýr vilji kjósenda þar að lútandi liggi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Hjörleifur gagnrýnir málflutning Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Hann segir ennfremur að tími sé kominn til þess að endurskoða EES samninginn. Hann telur einnig að tími sé kominn til þess að endurskoða samskipti Íslendinga við aðrar þjóðir. „Sjálfstæðisbaráttu lítillar þjóða lýkur aldrei og í því efni þarf hver kynslóð að svaa kalli. Ákvörðun um að slíta aðildarviðræðum við ESB skapar Íslendingum kærkomið andrúm til að hugsa sinn gang í samskiptum við aðrar þjóðir.“
ESB-málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira