Ísland 2024 Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. mars 2014 08:00 Ég hef fylgst með umræðunni um ESB-málið að undanförnu frá hliðarlínunni, þar sem ég er í fríi frá vinnu, og umræðan er á köflum mjög sérstök en málið er sprottið úr enn undarlegri jarðvegi. Ríkisstjórnin bjó sér til vandamál úr engu, en úr því málið er komið út í ógöngur fyrir ríkisstjórnina er eðlilegt að finna á því einhvers konar lausn. Tillaga að slíkri lausn var sett fram af stjórn Viðskiptaráðs Íslands í vikunni, en í ályktun stjórnarinnar segir m.a: „Skynsamleg sáttaleið í þessu erfiða máli væri að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB til loka kjörtímabilsins í stað þess að slíta þeim. Það er mat stjórnar Viðskiptaráðs að sú leið myndi skapa grundvöll fyrir stjórnvöld til að vinna að uppbyggingu efnahagslífsins næstu þrjú ár í breiðari sátt við aðila vinnumarkaðarins og aðra hagsmunaaðila en ella. Nálgun af þessu tagi væri ennfremur í takt við markmið stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aukinn samtakamátt og samvinnu í helstu verkefnum þjóðfélagsins.“ Ég skil ekki alveg hvaða vegferð fjármálaráðherra er á í augnablikinu, en hann er almennt talinn skynsamlega þenkjandi. Fjármálaráðherra hlýtur að vita að það sem við eigum að einbeita okkur að núna er að rífa hér upp hagvöxt og örva atvinnuvegafjárfestingu (ekki bara í stóriðju), skapa grundvöll undir fjölbreytt störf með almennum ívilnunum fyrir sprotafyrirtæki og skattalækkkunum, skapa gjaldeyristekjur, eins og Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, kallaði eftir í afar góðri ræðu sinni á Iðnþingi, en hægt er að horfa á hana á hér. Við eigum líka að einbeita okkur að því að afnema gjaldeyrishöft, ná jöfnuði í ríkisfjármálum og lækka skatta innan þeirra marka sem velferðarkerfið leyfir. Þetta ættu þingmenn að vera að ræða um, en ekki kýla gas í loftið. Því umræða um slit viðræðna við ESB er andlegt ígildi þess að kýla gas sem er kannski ekki svo fráleitt því hún hófst á fremur verðsnauðu skjali, þ.e. þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Það þarf ekki að slíta viðræðum við ESB. Það er engin krafa frá ESB í málinu um slíkt. Viðræðurnar við ESB eru þegar komnar á ís og það er búið að leysa samningahópana upp. Þetta skiptir núll máli núna. Ríkisstjórnin er þegar búin að efna ákvæði stjórnarsáttmálans um þetta og gera gott betur með því að hætta viðræðum en í stjórnarsáttamála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er talað um „hlé.“Víðsýni í stað þröngsýni Ríkisstjórnin ætti að hafa ESB-málið áfram ís og einbeita sér að hlutum sem skipta raunverulega máli, að bæta hér lífskjör og skapa umgjörð fyrir fjölbreyttara atvinnulíf, „stækkun kökunnar.“ Með því að hafa umsóknina áfram á ís þá er verið að efna landsfundarályktanir beggja ríkisstjórnarflokkanna. Sjávarútvegurinn hagnast líka á þessum áherslum í gegnum klasana. Því örvun tæknimenntunar og fjölbreytt atvinnulíf í öðrum atvinnugreinum en í sjávarútvegi smitar yfir í sjávarútveginn og hann eflist. Þetta snýst um að laða hingað alþjóðlegt vinnuafl. Tryggja að okkar besta fólk vilji starfa hér. Þorskstofninn er ekkert að fara að vaxa út í hið óendanlega. Þetta snýst um víðsýni í stað þröngsýni. Sýn til langframa en ekki „statíska“ sýn á hagkerfið og framleiðni í dag. McKinsey-skýrslan fræga sýnir að Íslendingar eru þokkalega duglegir að vinna en hagkvæmni og framleiðni er lítil. Ástæðan er ríkjandi stöðnun í ákveðnum atvinnugreinum, eins og landbúnaði. Það er alvarlegt áhyggjuefni. Sjávarútvegurinn nemur 25% af VLF Íslands með klösum (en bein hlutdeild er 11%). Sjávarútvegurinn er grunnatvinnugrein á Íslandi og mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga. Á toppi þjóðarframleiðslunnar. En þeir sem fara með þessi 25 prósent af framleiðsluköku landsins stjórna ekki hinum 75 prósentunum. Fjármálaráðherra, sem er formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist stundum gleyma okkur hinum sem erum ekki í sjávarútvegi því ekki verður séð að endanleg slit viðræðna við ESB þjóni neinum tilgangi öðrum en að friða harðlínuöfl í sjávarútvegi og landbúnaði innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en síðarnefnda atvinnugreinin er að miklu leyti á framfæri okkar skattgreiðenda, eins kaldhæðnislegt og það nú er. Þetta var síðast rifjað upp á forsíðu Fréttablaðsins á föstudag. Þetta er ímyndaratriði til heimabrúks hjá stjórnarflokkunum. Formaður Sjálfstæðisflokksins ætti að hafa meira sjálfstraust en að láta slík dægurmál trufla sig. Hann á að leiða, ekki lúffa. Það er líka kostur ábyrgra forystumanna í stjórnmálum að gera málamiðlanir. Sætta tilfinningastrengina í þjóðarsálinni og leyfa hlutum að vera. Það sem er enn kaldhæðnislegra við umræðuna er auðvitað sú staðreynd að sumir af auðugustu útgerðarmönnum landsins segja í einkasamtölum að aðild að ESB myndi ekki breyta neinu fyrir íslenskan sjávarútveg. Af 38.000 starfsmönnum framkvæmdastjórnar ESB starfa um 500 undir frú Maríu Damanakí, sjávarútvegsstjóra ESB. Sjávarúvegur skiptir mjög litlu máli innan sambandsins og því yrði Ísland langöflugasta fiskveiðiríkið innan þess, en við skulum láta það, 200 mílur, veiðireynslu og hlutfallslegan stöðugleika liggja á milli hluta í bili.Veikburða tilraunir Formaður Sjálfstæðisflokksins ætti að sýna það í verki að hann sé rödd skynseminnar innan ríkisstjórnarinnar. Hann ætti að eyða tíma sínum, sem ráðherra fjármála, í að skapa hér réttu hvatana til að örva nýsköpun og „stækkka kökuna,“ eins og hann boðaði sjálfur í stjórnarandstöðu. Þetta voru hans orð, að „stækka kökuna.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert gert til að stækka kökuna á því tæpa ári sem hann hefur verið í embætti fjármálaráðherra. Fyrir utan veikburða skattalækkun í snefilmynd sem hefur mjög veik smitáhrif á hagkerfið til lengri tíma. Hann, sem forystumaður í þessari ríkisstjórn, ætti að einbeita sér að þessu núna, ekki að slíta viðræðum við Evrópusambandið sem eru þegar á ís. Það er eins og dæla vatni á brennuna daginn eftir nýárs. Það þjónar engum tilgangi. Næsta ríkisstjórn gæti tekið upp þráðinn í ESB-málinu eða haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna samhliða næstu þingkosningum árið 2017. Það veltur á því að kjósendur sýni þann vilja í verki í þeim kosningum því það gerðu þeir svo sannarlega ekki í síðustu þingkosningum. Að slíta viðræðum núna, sem eru þegar á ís er ekki bara órökrétt, heldur pólitískt óskynsamlegt. Gjaldeyrisryksugur framtíðarinnar Í stað þess að eyða orkunni í þingsályktunartillögu sem hefur takmarkaða þýðingu og snertir mjög sterkan tilfinningastreng aðildarsinna á Íslandi ættu ríkisstjórnarflokkarnir að einbeita sér að því að auka hér verðmætasköpun. Það eru öll færi að við gætum skapað okkar eigið "Bay Area," hér á suðvesturhorni landsins. San Francisco norðursins. Auðugt mannlíf verk- og tölvunarfræðinga í nýrri byggð í Vatnsmýri í Reykjavík sem sækja vinnu í tæknisetur Alvogen fyrir framan nýju stúdentagarðana eða í endurbættar risahöfuðstöðvar CCP úti á Granda. Í ekki svo fjarlægri framtíð, árið 2024, gæti þar staðið ein stærsta gjaldeyrisryksuga landsins í tölvu- og tæknigeiranum vegna þeirra milljóna manna sem munu spila Eve í heilmynd í stofunni eða garðinum. Margir þessara einstaklinga munu nota plástra úr þorskroði frá Kerecis á Ísafirði, neyta íslenskra Omega-3 hylkja frá Lýsi hf. og nota Penzim-húðáburð frá Zynetech. Þökk sé íslensku hugviti. Þá fyrst getum við farið að tala um stöðugan 3 – 3,5 prósenta hagvöxt sem Sven Smit hjá McKinsey reifaði á Viðskiptaþingi um daginn. Af því lífið er ekki bara fiskur og niðurgreidd búvara. Ekki í framtíðinni að minnsta kosti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun
Ég hef fylgst með umræðunni um ESB-málið að undanförnu frá hliðarlínunni, þar sem ég er í fríi frá vinnu, og umræðan er á köflum mjög sérstök en málið er sprottið úr enn undarlegri jarðvegi. Ríkisstjórnin bjó sér til vandamál úr engu, en úr því málið er komið út í ógöngur fyrir ríkisstjórnina er eðlilegt að finna á því einhvers konar lausn. Tillaga að slíkri lausn var sett fram af stjórn Viðskiptaráðs Íslands í vikunni, en í ályktun stjórnarinnar segir m.a: „Skynsamleg sáttaleið í þessu erfiða máli væri að gera hlé á aðildarviðræðum við ESB til loka kjörtímabilsins í stað þess að slíta þeim. Það er mat stjórnar Viðskiptaráðs að sú leið myndi skapa grundvöll fyrir stjórnvöld til að vinna að uppbyggingu efnahagslífsins næstu þrjú ár í breiðari sátt við aðila vinnumarkaðarins og aðra hagsmunaaðila en ella. Nálgun af þessu tagi væri ennfremur í takt við markmið stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um aukinn samtakamátt og samvinnu í helstu verkefnum þjóðfélagsins.“ Ég skil ekki alveg hvaða vegferð fjármálaráðherra er á í augnablikinu, en hann er almennt talinn skynsamlega þenkjandi. Fjármálaráðherra hlýtur að vita að það sem við eigum að einbeita okkur að núna er að rífa hér upp hagvöxt og örva atvinnuvegafjárfestingu (ekki bara í stóriðju), skapa grundvöll undir fjölbreytt störf með almennum ívilnunum fyrir sprotafyrirtæki og skattalækkkunum, skapa gjaldeyristekjur, eins og Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, kallaði eftir í afar góðri ræðu sinni á Iðnþingi, en hægt er að horfa á hana á hér. Við eigum líka að einbeita okkur að því að afnema gjaldeyrishöft, ná jöfnuði í ríkisfjármálum og lækka skatta innan þeirra marka sem velferðarkerfið leyfir. Þetta ættu þingmenn að vera að ræða um, en ekki kýla gas í loftið. Því umræða um slit viðræðna við ESB er andlegt ígildi þess að kýla gas sem er kannski ekki svo fráleitt því hún hófst á fremur verðsnauðu skjali, þ.e. þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Það þarf ekki að slíta viðræðum við ESB. Það er engin krafa frá ESB í málinu um slíkt. Viðræðurnar við ESB eru þegar komnar á ís og það er búið að leysa samningahópana upp. Þetta skiptir núll máli núna. Ríkisstjórnin er þegar búin að efna ákvæði stjórnarsáttmálans um þetta og gera gott betur með því að hætta viðræðum en í stjórnarsáttamála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er talað um „hlé.“Víðsýni í stað þröngsýni Ríkisstjórnin ætti að hafa ESB-málið áfram ís og einbeita sér að hlutum sem skipta raunverulega máli, að bæta hér lífskjör og skapa umgjörð fyrir fjölbreyttara atvinnulíf, „stækkun kökunnar.“ Með því að hafa umsóknina áfram á ís þá er verið að efna landsfundarályktanir beggja ríkisstjórnarflokkanna. Sjávarútvegurinn hagnast líka á þessum áherslum í gegnum klasana. Því örvun tæknimenntunar og fjölbreytt atvinnulíf í öðrum atvinnugreinum en í sjávarútvegi smitar yfir í sjávarútveginn og hann eflist. Þetta snýst um að laða hingað alþjóðlegt vinnuafl. Tryggja að okkar besta fólk vilji starfa hér. Þorskstofninn er ekkert að fara að vaxa út í hið óendanlega. Þetta snýst um víðsýni í stað þröngsýni. Sýn til langframa en ekki „statíska“ sýn á hagkerfið og framleiðni í dag. McKinsey-skýrslan fræga sýnir að Íslendingar eru þokkalega duglegir að vinna en hagkvæmni og framleiðni er lítil. Ástæðan er ríkjandi stöðnun í ákveðnum atvinnugreinum, eins og landbúnaði. Það er alvarlegt áhyggjuefni. Sjávarútvegurinn nemur 25% af VLF Íslands með klösum (en bein hlutdeild er 11%). Sjávarútvegurinn er grunnatvinnugrein á Íslandi og mikilvægasta atvinnugrein Íslendinga. Á toppi þjóðarframleiðslunnar. En þeir sem fara með þessi 25 prósent af framleiðsluköku landsins stjórna ekki hinum 75 prósentunum. Fjármálaráðherra, sem er formaður Sjálfstæðisflokksins, virðist stundum gleyma okkur hinum sem erum ekki í sjávarútvegi því ekki verður séð að endanleg slit viðræðna við ESB þjóni neinum tilgangi öðrum en að friða harðlínuöfl í sjávarútvegi og landbúnaði innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en síðarnefnda atvinnugreinin er að miklu leyti á framfæri okkar skattgreiðenda, eins kaldhæðnislegt og það nú er. Þetta var síðast rifjað upp á forsíðu Fréttablaðsins á föstudag. Þetta er ímyndaratriði til heimabrúks hjá stjórnarflokkunum. Formaður Sjálfstæðisflokksins ætti að hafa meira sjálfstraust en að láta slík dægurmál trufla sig. Hann á að leiða, ekki lúffa. Það er líka kostur ábyrgra forystumanna í stjórnmálum að gera málamiðlanir. Sætta tilfinningastrengina í þjóðarsálinni og leyfa hlutum að vera. Það sem er enn kaldhæðnislegra við umræðuna er auðvitað sú staðreynd að sumir af auðugustu útgerðarmönnum landsins segja í einkasamtölum að aðild að ESB myndi ekki breyta neinu fyrir íslenskan sjávarútveg. Af 38.000 starfsmönnum framkvæmdastjórnar ESB starfa um 500 undir frú Maríu Damanakí, sjávarútvegsstjóra ESB. Sjávarúvegur skiptir mjög litlu máli innan sambandsins og því yrði Ísland langöflugasta fiskveiðiríkið innan þess, en við skulum láta það, 200 mílur, veiðireynslu og hlutfallslegan stöðugleika liggja á milli hluta í bili.Veikburða tilraunir Formaður Sjálfstæðisflokksins ætti að sýna það í verki að hann sé rödd skynseminnar innan ríkisstjórnarinnar. Hann ætti að eyða tíma sínum, sem ráðherra fjármála, í að skapa hér réttu hvatana til að örva nýsköpun og „stækkka kökuna,“ eins og hann boðaði sjálfur í stjórnarandstöðu. Þetta voru hans orð, að „stækka kökuna.“ Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert gert til að stækka kökuna á því tæpa ári sem hann hefur verið í embætti fjármálaráðherra. Fyrir utan veikburða skattalækkun í snefilmynd sem hefur mjög veik smitáhrif á hagkerfið til lengri tíma. Hann, sem forystumaður í þessari ríkisstjórn, ætti að einbeita sér að þessu núna, ekki að slíta viðræðum við Evrópusambandið sem eru þegar á ís. Það er eins og dæla vatni á brennuna daginn eftir nýárs. Það þjónar engum tilgangi. Næsta ríkisstjórn gæti tekið upp þráðinn í ESB-málinu eða haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna samhliða næstu þingkosningum árið 2017. Það veltur á því að kjósendur sýni þann vilja í verki í þeim kosningum því það gerðu þeir svo sannarlega ekki í síðustu þingkosningum. Að slíta viðræðum núna, sem eru þegar á ís er ekki bara órökrétt, heldur pólitískt óskynsamlegt. Gjaldeyrisryksugur framtíðarinnar Í stað þess að eyða orkunni í þingsályktunartillögu sem hefur takmarkaða þýðingu og snertir mjög sterkan tilfinningastreng aðildarsinna á Íslandi ættu ríkisstjórnarflokkarnir að einbeita sér að því að auka hér verðmætasköpun. Það eru öll færi að við gætum skapað okkar eigið "Bay Area," hér á suðvesturhorni landsins. San Francisco norðursins. Auðugt mannlíf verk- og tölvunarfræðinga í nýrri byggð í Vatnsmýri í Reykjavík sem sækja vinnu í tæknisetur Alvogen fyrir framan nýju stúdentagarðana eða í endurbættar risahöfuðstöðvar CCP úti á Granda. Í ekki svo fjarlægri framtíð, árið 2024, gæti þar staðið ein stærsta gjaldeyrisryksuga landsins í tölvu- og tæknigeiranum vegna þeirra milljóna manna sem munu spila Eve í heilmynd í stofunni eða garðinum. Margir þessara einstaklinga munu nota plástra úr þorskroði frá Kerecis á Ísafirði, neyta íslenskra Omega-3 hylkja frá Lýsi hf. og nota Penzim-húðáburð frá Zynetech. Þökk sé íslensku hugviti. Þá fyrst getum við farið að tala um stöðugan 3 – 3,5 prósenta hagvöxt sem Sven Smit hjá McKinsey reifaði á Viðskiptaþingi um daginn. Af því lífið er ekki bara fiskur og niðurgreidd búvara. Ekki í framtíðinni að minnsta kosti.