Fjárhættuspil lögleitt - Perlan að spilahöll Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. apríl 2014 20:01 Lög um fjárhættuspil voru samþykkt á Alþingi í dag með naumum meirihluta. Stjórnarandstaðan gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og flýtimeðferð málsins. Áhugamenn um fjárhættuspil ætla að fagna með opnun á nýrri spilahöll í Perlunni í kvöld. Lagt var fram frumvarp í gær um lögleiðingu á fjárhættuspili hér á landi undir ströngu eftirliti hins opinbera. Í dag var frumvarpið lagt fram til atkvæðagreiðslu og var það samþykkt með naumum meirihluta. 30 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 21 á móti. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er ánægður með að málið sé í höfn. „Þetta mun auðvitað auka hagvöxt hér á landi og er allt að því þjóðþrifamál. Þetta mun bæta hag ferðaþjónustunnar og skatttekjur í ríkissjóð,“ segir Willum. Hvenær mun fyrsta spilahöll landsins líta dagsins ljós? „Sem fyrst. Þetta er komið í gegnum þingið og allt klárt.“Dæmigert fyrir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar gagnrýnir vinnubrögð meirihlutans í málinu. „Þetta er enn eitt dæmið um forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar þegar mál líkt og þetta er tekið með slíkum ógnarhraða í gegnum þingið. Það skortir alla umræðu um þetta mál. Það þarf að skoða þetta frá fleiri hliðum en gert var,“ segir Oddný. Athafnamennirnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að opnuð verði spilahöll hér á landi. „Ég er gríðarlega ánægður með að þetta máli hafi fengið svona skjóta afgreiðslu enda flott frumvarp og gott mál,“ segir Arnar og Bjarki tekur í svipaðan streng. „Við höfum í 10-15 ár spilað í einhverjum krummaskuðum. Okkur finnst gaman að 'gambla' og núna loksins er feluleiknum lokið eftir margra ára baráttu,“ segir Bjarki Gunnlaugsson. Áhugamenn um fjárhættuspil geta tekið gleði sína því opna á spilahöll í Perlunni í kvöld, mörgum mánuðum á undan áætlun. „Við vorum það sigurvissir að við erum löngu byrjaðir að innrétta Perluna sem 'casino'. Það er allt tilbúið og í ljósi þessara frábæru tíðinda þá ætlum við að opna í kvöld,“ segir Arnar. Spilahöllin í Perlunni opnaði klukkan 19:00 í kvöld og verður hægt að spila fram yfir miðnætti. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Lög um fjárhættuspil voru samþykkt á Alþingi í dag með naumum meirihluta. Stjórnarandstaðan gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og flýtimeðferð málsins. Áhugamenn um fjárhættuspil ætla að fagna með opnun á nýrri spilahöll í Perlunni í kvöld. Lagt var fram frumvarp í gær um lögleiðingu á fjárhættuspili hér á landi undir ströngu eftirliti hins opinbera. Í dag var frumvarpið lagt fram til atkvæðagreiðslu og var það samþykkt með naumum meirihluta. 30 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu en 21 á móti. Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er ánægður með að málið sé í höfn. „Þetta mun auðvitað auka hagvöxt hér á landi og er allt að því þjóðþrifamál. Þetta mun bæta hag ferðaþjónustunnar og skatttekjur í ríkissjóð,“ segir Willum. Hvenær mun fyrsta spilahöll landsins líta dagsins ljós? „Sem fyrst. Þetta er komið í gegnum þingið og allt klárt.“Dæmigert fyrir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar gagnrýnir vinnubrögð meirihlutans í málinu. „Þetta er enn eitt dæmið um forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar þegar mál líkt og þetta er tekið með slíkum ógnarhraða í gegnum þingið. Það skortir alla umræðu um þetta mál. Það þarf að skoða þetta frá fleiri hliðum en gert var,“ segir Oddný. Athafnamennirnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að opnuð verði spilahöll hér á landi. „Ég er gríðarlega ánægður með að þetta máli hafi fengið svona skjóta afgreiðslu enda flott frumvarp og gott mál,“ segir Arnar og Bjarki tekur í svipaðan streng. „Við höfum í 10-15 ár spilað í einhverjum krummaskuðum. Okkur finnst gaman að 'gambla' og núna loksins er feluleiknum lokið eftir margra ára baráttu,“ segir Bjarki Gunnlaugsson. Áhugamenn um fjárhættuspil geta tekið gleði sína því opna á spilahöll í Perlunni í kvöld, mörgum mánuðum á undan áætlun. „Við vorum það sigurvissir að við erum löngu byrjaðir að innrétta Perluna sem 'casino'. Það er allt tilbúið og í ljósi þessara frábæru tíðinda þá ætlum við að opna í kvöld,“ segir Arnar. Spilahöllin í Perlunni opnaði klukkan 19:00 í kvöld og verður hægt að spila fram yfir miðnætti.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira