Íslenskur fjallabíll í framleiðslu Jón Júlíus Karlsson skrifar 15. apríl 2014 19:29 Framleiðsla á alíslenskum fjallabíl er að hefjast hér á landi og standa vonir til að fyrsti bílinn komi á göturnar í lok árs. Bíllinn er hannaður af Íslendingum og verður settur saman á Íslandi. Ari Arnórsson er stofnandi Ísar sem á morgun mun ganga frá sölu á þremur alíslenskum Ísar TorVeg fjallabílum til ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Segja má að blað verði brotið í íslenskri bílasögu en ekki hefur áður verið hannaður og raðsmíðaður íslenskur bíll hér á landi. Ari hefur lengi gengið með þá hugmynd í kollinum að hanna fjallabíl sem mæti sérstaklega þörfum ferðaþjónustu- og björgunafólks.Á götu og jöklum „Þetta eru stórjeppar sem eru í mikilli breidd og eru þess vegna minni um sig. Það geta fimm farþegar setið þversum. Markmiðin eru einföld: Þetta eiga að vera færustu, hæfustu götuskráðir jeppar sem geta verið á götu og farið yfir jökkla,“ segir Ari. Ekki sé verið að finna upp hjólið. Íhlutir bílsins verði erlendir en öll hönnun sé íslensk og bíllinn settur saman á Íslandi. Hann hefur fengið til liðs við sig íslenska sérfræðinga en markmiðið er að bíllinn hafi endingu á við farþegaþotur. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. „Áhugi þeirra sem ætla og þurfa að nota þessi tæki er einlægur. Nú hafa allmargir notendur þessara tækja keypt hlutafé í þessu litla fyrirtæki til þess að ýta því á flot,“ segir Ari. ÍsarTorVeg fjallabíllinn verður framleiddur í nokkrum útgáfum, 7-18 manna. Stefnt er að því að bíllinn verði mun hagkvæmari fyrir ferðaþjónustufyrirtæki en þeir bílar sem nú eru á markaði. Hvað mun hinn íslenski fjallabíll kosta? „Vonandi verður það sambærilegt og að kaupa nýjan Range Rover. Það er ekki raunhæft að smíða svona tæki og selja undir 20 milljónum króna.“ Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Framleiðsla á alíslenskum fjallabíl er að hefjast hér á landi og standa vonir til að fyrsti bílinn komi á göturnar í lok árs. Bíllinn er hannaður af Íslendingum og verður settur saman á Íslandi. Ari Arnórsson er stofnandi Ísar sem á morgun mun ganga frá sölu á þremur alíslenskum Ísar TorVeg fjallabílum til ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. Segja má að blað verði brotið í íslenskri bílasögu en ekki hefur áður verið hannaður og raðsmíðaður íslenskur bíll hér á landi. Ari hefur lengi gengið með þá hugmynd í kollinum að hanna fjallabíl sem mæti sérstaklega þörfum ferðaþjónustu- og björgunafólks.Á götu og jöklum „Þetta eru stórjeppar sem eru í mikilli breidd og eru þess vegna minni um sig. Það geta fimm farþegar setið þversum. Markmiðin eru einföld: Þetta eiga að vera færustu, hæfustu götuskráðir jeppar sem geta verið á götu og farið yfir jökkla,“ segir Ari. Ekki sé verið að finna upp hjólið. Íhlutir bílsins verði erlendir en öll hönnun sé íslensk og bíllinn settur saman á Íslandi. Hann hefur fengið til liðs við sig íslenska sérfræðinga en markmiðið er að bíllinn hafi endingu á við farþegaþotur. Áhuginn hefur ekki látið á sér standa. „Áhugi þeirra sem ætla og þurfa að nota þessi tæki er einlægur. Nú hafa allmargir notendur þessara tækja keypt hlutafé í þessu litla fyrirtæki til þess að ýta því á flot,“ segir Ari. ÍsarTorVeg fjallabíllinn verður framleiddur í nokkrum útgáfum, 7-18 manna. Stefnt er að því að bíllinn verði mun hagkvæmari fyrir ferðaþjónustufyrirtæki en þeir bílar sem nú eru á markaði. Hvað mun hinn íslenski fjallabíll kosta? „Vonandi verður það sambærilegt og að kaupa nýjan Range Rover. Það er ekki raunhæft að smíða svona tæki og selja undir 20 milljónum króna.“
Viðskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira