Aðför að réttarríkinu að beita sönnunargögnum sem aflað er ólöglega Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. júní 2014 20:00 Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í Ímon-málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir sýknuð en Steinþór Gunnarsson fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans dæmdur í 9 mánaða fangelsi en þar af eru 6 mánuðir skilorðsbundnir. Í Aurum-málinu voru allir ákærðu sýknaðir en niðurstaðan þykir áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara, enda var reitt hátt til höggs. Sá kafli dómsins í Imon-málinu sem fjallar um hleranir sérstaks saksóknara á símtölum verjenda og sakborninga, hefur vakið athygli en í dómnum segir: „Með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga um meðferð sakamála bar rannsakanda að láta af símhlustun og stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra. Samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 85. gr. sömu laga bar jafnframt að farga upptökum símtalanna þegar í stað. Hvorugt var gert og fólu framangreindar rannsóknaraðgerðir, eins og að þeim var staðið, í sér brot gegn tilvitnuðum ákvæðum laga um meðferð sakamála.Ergo, starfsmenn sérstaks saksóknara brutu lög.“ Ragnar Aðalsteinsson hefur verið lögmaður og verjandi í sakamálum í meira en hálfa öld. Réttindi sakbornings til þess að geta átt samskipti í trúnaði við verjanda, eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttamála Evrópu en trúnaðarsamband verjanda og sakbornings fellur undir réttinn til að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Ragnar segir það hættulegt fyrir réttarríkið ef dómstólar dæma á grundvelli sönnunargagna sem aflað er með ólögmætum hætti. Ragnar segir að hluti af réttindum sakbornings sé að njóta þess sem kallað er „raunhæf vörn.“ Til að ná þessu markmiði þurfi sakborningur að geta átt í samskipti í trúnaði við verjanda sinn. Hann nefnir í þessu samhengi að ákæruvaldið geti ekki lesið bréf sakborninga til verjenda, sem send eru í gæsluvarðhaldi. Þá segir hann það mjög alvarlegan hlut að lögregla hlusti á samtöl verjanda og sakbornings. Rætt var við Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Aurum Holding málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson sem hefur sinnt verjendastörfum í sakamálum í meira en hálfa öld og sérhæft sig í mannréttindum segir það aðför að réttarríkinu þegar ákæruvaldið notar sönnunargögn sem aflað er með ólögmætum hætti. Sérstakur saksóknari braut lög þegar hann hleraði samtöl verjenda og skjólastæðinga í Ímon-málinu. Í Ímon-málinu voru þau Sigurjón Þ. Árnason og Elín Sigfúsdóttir sýknuð en Steinþór Gunnarsson fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans dæmdur í 9 mánaða fangelsi en þar af eru 6 mánuðir skilorðsbundnir. Í Aurum-málinu voru allir ákærðu sýknaðir en niðurstaðan þykir áfall fyrir embætti sérstaks saksóknara, enda var reitt hátt til höggs. Sá kafli dómsins í Imon-málinu sem fjallar um hleranir sérstaks saksóknara á símtölum verjenda og sakborninga, hefur vakið athygli en í dómnum segir: „Með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga um meðferð sakamála bar rannsakanda að láta af símhlustun og stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra. Samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 85. gr. sömu laga bar jafnframt að farga upptökum símtalanna þegar í stað. Hvorugt var gert og fólu framangreindar rannsóknaraðgerðir, eins og að þeim var staðið, í sér brot gegn tilvitnuðum ákvæðum laga um meðferð sakamála.Ergo, starfsmenn sérstaks saksóknara brutu lög.“ Ragnar Aðalsteinsson hefur verið lögmaður og verjandi í sakamálum í meira en hálfa öld. Réttindi sakbornings til þess að geta átt samskipti í trúnaði við verjanda, eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttamála Evrópu en trúnaðarsamband verjanda og sakbornings fellur undir réttinn til að njóta réttlátrar málsmeðferðar. Bæði á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Ragnar segir það hættulegt fyrir réttarríkið ef dómstólar dæma á grundvelli sönnunargagna sem aflað er með ólögmætum hætti. Ragnar segir að hluti af réttindum sakbornings sé að njóta þess sem kallað er „raunhæf vörn.“ Til að ná þessu markmiði þurfi sakborningur að geta átt í samskipti í trúnaði við verjanda sinn. Hann nefnir í þessu samhengi að ákæruvaldið geti ekki lesið bréf sakborninga til verjenda, sem send eru í gæsluvarðhaldi. Þá segir hann það mjög alvarlegan hlut að lögregla hlusti á samtöl verjanda og sakbornings. Rætt var við Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Aurum Holding málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira