Ísland óháð jarðefnaeldsneyti Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 28. september 2014 19:32 Það er spennandi þegar æðstu ráðamenn setja fram djörf markmið, sérstaklega þegar þau eru raunhæf og jákvæð. Forsætisráðherra talaði á dögunum um að Ísland gæti fyrst landa orðið óháð jarðefnaeldsneyti en hvað þýðir það? Til einföldunar má skipta orkunotkun Íslendinga í þrjá flokka. A) Raforkunotkun B) Húshitun og C) Samgöngur. Að vera óháð jarðefnaeldsneyti þýðir að í hverjum orkunotkunarflokki fyrir sig er þörfinni að meirihluta mætt með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Staða Íslands er öfundsverð þar sem flokkar A og B eru nú þegar algerlega knúnir af grænni orku. Verkefni Íslands er því talsvert umfangsminna og einfaldara en í öðrum löndum.Hvernig förum við að? Bætt orkunýtni er einfaldasta og ódýrasta leiðin til árangurs. Nýir bílar í dag nota einungis um helming eða jafnvel þriðjung af því eldsneyti sem bílar af svipaðri stærð gerðu um síðustu aldamót. Þrátt fyrir að olíuverð hafi tvöfaldast frá aldamótum þá borga bifreiðaeigendur í raun ekkert meira fyrri hvern ekinn kílómetra. Mikill árangur hefur náðst í bættum bílaflota á Íslandi og er það að nokkru leyti að þakka breyttu fyrirkomulagi innflutningsgjalda þar sem eldsneytisnýtnar bifreiðar bera mun lægri gjöld en þeir sem miklu eldsneyti eyða. Mjög mikilvægt er að viðhalda þessu kerfi og skerpa jafnvel enn frekar á því og verðlauna þannig, í gegnum skatta, kaup á eldsneytisnýtnum bifreiðum. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði og borga háan eldsneytisreikning ef þeir hafa efni á því hvort eð er? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins. Þó svo að eldsneytiskaup hafi einungis áhrif á veski kaupandans hefur eldsneytisnotkunin áhrif á talsvert fleiri. Eldsneytisnotkun eykur gjaldeyrisútflæði sem hefur neikvæð efnahagsáhrif á alla landsmenn. Eldsneytisnotkun stuðlar að neikvæðum loftlagsbreytingum sem hefur áhrif á alla heimsbyggðina. Eldsneytisnotkun takmarkar líka möguleika allra næstu kynslóða til að nýta jarðefnaeldsneyti þar sem um endanlega auðlind er að ræða. Að dæla olíu bíl á er þess vegna langt í frá að vera einkamál hvers og eins bifreiðaeiganda.Vinstri og hægri Hér er rétt að árétta að þó talað sé um neyslustýringu og skatta er ekki verið að hvetja menn til að fara til vinstri eða hægri í pólitík. Þessi aðferðafræði virkar nefnilega bæði til hægri og vinstri. Ef stefnan er almennt að lækka skatta þá er mikilvægt að lækka skatta enn meira á eyðslunýtna bíla og ef stefnan er almennt að hækka skatta þá er mikilvægt að hækka skatta enn meira á eyðslufreka bíla. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort dansað er til hægri eða vinstri svo framalega sem munur er hafður á gjöldum milli bíla.Annað og innlent eldsneyti Önnur leið er að skipta yfir í annað og umhverfisvænna eldsneyti. Rafbílar er nú farnir að sjást á götum landsins sem ganga að miklu eða öllu leyti á rammíslenskri raforku. Metangas er nú unnið bæði í Reykjavík og Akureyri, metanól í Svartsengi á vegum Carbon Recycling og lífdísill á vegum Orkeyjar á Akureyri. Það vita t.d ekki allir að útgerðarfélagið Samherji er farinn að nota íslenskan lífdísil í tonnavís samhliða ýmsum öðrum aðgerðum í almennum orkusparnaði skipa sinna. Vinnan við jarðefnalaust Ísland er sem sagt komin af stað á öllum sviðum. Það sem þessi fjölbreytta framleiðsla á sammerkt er að hún er meira eða minna keyrð áfram af áhugasemi, umhverfisvitund og djörfung viðkomandi framleiðenda og bráðvantar beinan opinberan stuðning til uppbyggingar. Ef aðeins einni krónu af hverjum olíulítra væri varið í stuðning við innlenda eldsneytisframleiðslu myndi hún blómstra og færa okkur að markinu miklu mun fyrir en ella. Spurningin er: Tímum við krónu í þetta göfuga markmið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Það er spennandi þegar æðstu ráðamenn setja fram djörf markmið, sérstaklega þegar þau eru raunhæf og jákvæð. Forsætisráðherra talaði á dögunum um að Ísland gæti fyrst landa orðið óháð jarðefnaeldsneyti en hvað þýðir það? Til einföldunar má skipta orkunotkun Íslendinga í þrjá flokka. A) Raforkunotkun B) Húshitun og C) Samgöngur. Að vera óháð jarðefnaeldsneyti þýðir að í hverjum orkunotkunarflokki fyrir sig er þörfinni að meirihluta mætt með öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. Staða Íslands er öfundsverð þar sem flokkar A og B eru nú þegar algerlega knúnir af grænni orku. Verkefni Íslands er því talsvert umfangsminna og einfaldara en í öðrum löndum.Hvernig förum við að? Bætt orkunýtni er einfaldasta og ódýrasta leiðin til árangurs. Nýir bílar í dag nota einungis um helming eða jafnvel þriðjung af því eldsneyti sem bílar af svipaðri stærð gerðu um síðustu aldamót. Þrátt fyrir að olíuverð hafi tvöfaldast frá aldamótum þá borga bifreiðaeigendur í raun ekkert meira fyrri hvern ekinn kílómetra. Mikill árangur hefur náðst í bættum bílaflota á Íslandi og er það að nokkru leyti að þakka breyttu fyrirkomulagi innflutningsgjalda þar sem eldsneytisnýtnar bifreiðar bera mun lægri gjöld en þeir sem miklu eldsneyti eyða. Mjög mikilvægt er að viðhalda þessu kerfi og skerpa jafnvel enn frekar á því og verðlauna þannig, í gegnum skatta, kaup á eldsneytisnýtnum bifreiðum. En hvaða forræðishyggja er þetta og aðför að einstaklingsfrelsinu? Mega neytendur ekki bara kaupa eldsneytisfreka fáka í friði og borga háan eldsneytisreikning ef þeir hafa efni á því hvort eð er? Að mínu mati á neyslustýring rétt á sér í þessu tilfelli þar sem eldsneytisnotkun er því miður ekki einkamál hvers og eins. Þó svo að eldsneytiskaup hafi einungis áhrif á veski kaupandans hefur eldsneytisnotkunin áhrif á talsvert fleiri. Eldsneytisnotkun eykur gjaldeyrisútflæði sem hefur neikvæð efnahagsáhrif á alla landsmenn. Eldsneytisnotkun stuðlar að neikvæðum loftlagsbreytingum sem hefur áhrif á alla heimsbyggðina. Eldsneytisnotkun takmarkar líka möguleika allra næstu kynslóða til að nýta jarðefnaeldsneyti þar sem um endanlega auðlind er að ræða. Að dæla olíu bíl á er þess vegna langt í frá að vera einkamál hvers og eins bifreiðaeiganda.Vinstri og hægri Hér er rétt að árétta að þó talað sé um neyslustýringu og skatta er ekki verið að hvetja menn til að fara til vinstri eða hægri í pólitík. Þessi aðferðafræði virkar nefnilega bæði til hægri og vinstri. Ef stefnan er almennt að lækka skatta þá er mikilvægt að lækka skatta enn meira á eyðslunýtna bíla og ef stefnan er almennt að hækka skatta þá er mikilvægt að hækka skatta enn meira á eyðslufreka bíla. Það skiptir ekki höfuðmáli hvort dansað er til hægri eða vinstri svo framalega sem munur er hafður á gjöldum milli bíla.Annað og innlent eldsneyti Önnur leið er að skipta yfir í annað og umhverfisvænna eldsneyti. Rafbílar er nú farnir að sjást á götum landsins sem ganga að miklu eða öllu leyti á rammíslenskri raforku. Metangas er nú unnið bæði í Reykjavík og Akureyri, metanól í Svartsengi á vegum Carbon Recycling og lífdísill á vegum Orkeyjar á Akureyri. Það vita t.d ekki allir að útgerðarfélagið Samherji er farinn að nota íslenskan lífdísil í tonnavís samhliða ýmsum öðrum aðgerðum í almennum orkusparnaði skipa sinna. Vinnan við jarðefnalaust Ísland er sem sagt komin af stað á öllum sviðum. Það sem þessi fjölbreytta framleiðsla á sammerkt er að hún er meira eða minna keyrð áfram af áhugasemi, umhverfisvitund og djörfung viðkomandi framleiðenda og bráðvantar beinan opinberan stuðning til uppbyggingar. Ef aðeins einni krónu af hverjum olíulítra væri varið í stuðning við innlenda eldsneytisframleiðslu myndi hún blómstra og færa okkur að markinu miklu mun fyrir en ella. Spurningin er: Tímum við krónu í þetta göfuga markmið?
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar