Dave Grohl segir Barack Obama vera rokkara Orri Freyr Rúnarsson skrifar 4. nóvember 2014 14:22 Barack Obama er svalur rokkari að mati Dave Grohl Fréttablaðið/AP Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er víst rokkari. Svo segir Dave Grohl, leiðtogi Foo Fighters, sem tók viðtal við forsetann vegna Sonic Highways þáttanna. Í viðtali við NME sagði Dave Grohl að Barack Obama hafi verið á meðal óskaviðmælenda fyrir þættina og að forsetinn var mjög þægilegur viðmælandi. Grohl sagðist hafa hitt Obama nokkrum sinnum áður og segir forstan vera mjög svalan sem hafi mikinn áhuga á tónlist og sé mikill aðdáandi Bítlana og Rolling Stones. Að lokum bætti Dave Grohl við að Obama væri alvöru rokkari. Meira um rokkstjörnur því nú hefur Metallica trommarinn Lars Ulrich sagt að Michael Eavis, aðal skipuleggjandi Glastonbury hátíðarinnar sé stærsta rokkstjarna Englands. Þessi orð lét hann falla þegar að Ulrich veitti Eavis viðurkenningu frá tónlistariðnaðinum í gærkvöldi. En auk Ulrich voru Paul McCartney, meðlimir Coldplay og fleiri sem töluðu vel um Eavis í gær. Í gær fylltist netið af fréttum þess efnis nýtt mixtape frá Kurt Cobain væri komið fram en síðar kom í ljóst að þetta tape hefur í umferð í mörg ár. Nú hefur fyrrum kærasta Kurt Cobain stigið fram og sagt að þetta Kurt hafi gert þetta mixtape árið 1987. Þá sagði hún einnig að hann hafi trúlega verið skakkur þegar að hann bjó það til, enda hlustaði hann sjálfur á efnið undir áhrifum kannabis eða sýru að sögn þessarar fyrrum kærustu hans.Margir bíða nýrrar plötu sveitarinnar með eftirvæntingu.Vísir/GettyHljómsveitin Of Monsters and Men hefur nú ráðið upptökustjórann Rich Costey til að taka upp væntanlega plötu frá hljómsveitinni en upptökur eru nú þegar farnar af stað. Costey hefur starfað með mörgum stærstu hljómsveitum veraldar og var hann t.d. á tökkunum á plötunum Absolution og Black Holes & Revelations með Muse. Þá hefur hann einnig unnið með Arctic Monkeys, Bloc Party, Nine Inch Nails, Foster the People, Deftones, Interpol og fleirum og fleirum. En þetta kom fram á nútíminn.is.Iceland Airwaves hátíðin hefst með látum á morgun og gestir hátíðarinnar bíða væntanlega í ofvæni eftir að sjá tónleika með mörgum af mest spennandi hljómsveitum heims um þessar mundir. Hátíðin varð engu að síður fyrir áfalli þegar að breska hljómsveitin Jungle tilkynnti að hún muni ekki koma fram á hátíðinni í ár eins og fyrirhugað var. Forsvarsmenn Iceland Airwaves brugðust hinsvegar skjótt við og fengu Retro Stefson til að leysa Jungle af hólmi. Púlsinn minnir svo að lokum á þáttinn Saga Rokksins en fjórði þáttur verður endurfluttur á X977 í kvöld klukkan 22:00. Í þættinum er m.a. farið yfir feril Jimi Hendrix og Janis Joplin svo fátt eitt sé nefnt. En Saga Rokksins er á dagskrá alla sunnudaga frá 18-20 á X977 og þátturinn er svo endurfluttur á þriðjudagskvöldum frá 22-00. Airwaves Harmageddon Mest lesið Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Sannleikurinn: Vigdís biðst afsökunar á þroskaheftum ummælum Harmageddon Sannleikurinn: Sjúklingur tafði mikilvæga ostasendingu Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er víst rokkari. Svo segir Dave Grohl, leiðtogi Foo Fighters, sem tók viðtal við forsetann vegna Sonic Highways þáttanna. Í viðtali við NME sagði Dave Grohl að Barack Obama hafi verið á meðal óskaviðmælenda fyrir þættina og að forsetinn var mjög þægilegur viðmælandi. Grohl sagðist hafa hitt Obama nokkrum sinnum áður og segir forstan vera mjög svalan sem hafi mikinn áhuga á tónlist og sé mikill aðdáandi Bítlana og Rolling Stones. Að lokum bætti Dave Grohl við að Obama væri alvöru rokkari. Meira um rokkstjörnur því nú hefur Metallica trommarinn Lars Ulrich sagt að Michael Eavis, aðal skipuleggjandi Glastonbury hátíðarinnar sé stærsta rokkstjarna Englands. Þessi orð lét hann falla þegar að Ulrich veitti Eavis viðurkenningu frá tónlistariðnaðinum í gærkvöldi. En auk Ulrich voru Paul McCartney, meðlimir Coldplay og fleiri sem töluðu vel um Eavis í gær. Í gær fylltist netið af fréttum þess efnis nýtt mixtape frá Kurt Cobain væri komið fram en síðar kom í ljóst að þetta tape hefur í umferð í mörg ár. Nú hefur fyrrum kærasta Kurt Cobain stigið fram og sagt að þetta Kurt hafi gert þetta mixtape árið 1987. Þá sagði hún einnig að hann hafi trúlega verið skakkur þegar að hann bjó það til, enda hlustaði hann sjálfur á efnið undir áhrifum kannabis eða sýru að sögn þessarar fyrrum kærustu hans.Margir bíða nýrrar plötu sveitarinnar með eftirvæntingu.Vísir/GettyHljómsveitin Of Monsters and Men hefur nú ráðið upptökustjórann Rich Costey til að taka upp væntanlega plötu frá hljómsveitinni en upptökur eru nú þegar farnar af stað. Costey hefur starfað með mörgum stærstu hljómsveitum veraldar og var hann t.d. á tökkunum á plötunum Absolution og Black Holes & Revelations með Muse. Þá hefur hann einnig unnið með Arctic Monkeys, Bloc Party, Nine Inch Nails, Foster the People, Deftones, Interpol og fleirum og fleirum. En þetta kom fram á nútíminn.is.Iceland Airwaves hátíðin hefst með látum á morgun og gestir hátíðarinnar bíða væntanlega í ofvæni eftir að sjá tónleika með mörgum af mest spennandi hljómsveitum heims um þessar mundir. Hátíðin varð engu að síður fyrir áfalli þegar að breska hljómsveitin Jungle tilkynnti að hún muni ekki koma fram á hátíðinni í ár eins og fyrirhugað var. Forsvarsmenn Iceland Airwaves brugðust hinsvegar skjótt við og fengu Retro Stefson til að leysa Jungle af hólmi. Púlsinn minnir svo að lokum á þáttinn Saga Rokksins en fjórði þáttur verður endurfluttur á X977 í kvöld klukkan 22:00. Í þættinum er m.a. farið yfir feril Jimi Hendrix og Janis Joplin svo fátt eitt sé nefnt. En Saga Rokksins er á dagskrá alla sunnudaga frá 18-20 á X977 og þátturinn er svo endurfluttur á þriðjudagskvöldum frá 22-00.
Airwaves Harmageddon Mest lesið Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Sannleikurinn: Vigdís biðst afsökunar á þroskaheftum ummælum Harmageddon Sannleikurinn: Sjúklingur tafði mikilvæga ostasendingu Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon