Umburðarlyndi í einstefnu Hildur Sverrisdóttir skrifar 1. mars 2014 07:00 Fyrrverandi hetja hefur nú valdið hneykslan. Það er skiljanlegt að margir hafi orðið reiðir þeim fréttum að kona sem barðist gegn hatursumræðu hafi ástundað hana sjálf. Facebook fer á hliðina, refsivendinum er deilt og lækin hrannast upp eins og svipuhögg. Kannski á hún sér bara alls engar málsbætur. En það er í öllu falli vert að reyna að sjá hvort eitt var kannski slitið úr samhengi á meðan annað skrifast á mannlegan breyskleika. Í þeim tilvikum er hægt að reyna að fyrirgefa; láta reyna á umburðarlyndið. Það vandmeðfarna við umburðarlyndi er að það er ekki umburðarlyndi ef það er í einstefnu, það er ekki hægt að nota það bara á sitt sjónarhorn tilverunnar. Við höfum nefnilega séð þetta áður. Ljót ummæli dregin fram og í kjölfarið rísa upp mismunandi fylkingar sem taka að sér sókn og vörn í rafræna réttarsalnum. Ætli lægsti samnefnari þessa kúltúrs hafi ekki verið þegar sest var í dómarasætin þegar íslenska réttarríkið þótti ekki standa sig nógu vel í því hlutverki. Upphrópanirnar sigruðu upplýsinguna og það var vont að horfa upp á saklaust fólk í mannheimum sakfellt í rafheimum. Þeir sem nú verjast hafa áður sótt og margir standast ekki freistinguna að hefna fyrir það; láta eitt rangt réttlæta annað. Verjendurnir biðja um að haft sé í huga að á málum sé fleiri en ein hlið og mannssálin sé margslungin og eigi að skoðast heildstætt. Sem er rétt og fallegt. En þá opinberast þetta umburðarlyndi í einstefnu. Hvar voru þessir málsvarar þegar aðrir fengu að finna fyrir refsivendinum? Voru þá ekki margar hliðar og heildstæðar mannssálir að taka tillit til? Mörgum svíður slíkur tvískinnungur og þeir vilja ekki sýna þeim mikla miskunn, sem átti enga handa öðrum. Þetta sorglega mál verður vonandi til þess að við höfum hugfast að ekkert er fyrirfram gefið um það hver er góður eða vondur, sama hvaða hópi hann tilheyrir eða hvað virðist við fyrstu sýn. Það er mikið unnið ef við erum umburðarlynd í hina áttina líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun
Fyrrverandi hetja hefur nú valdið hneykslan. Það er skiljanlegt að margir hafi orðið reiðir þeim fréttum að kona sem barðist gegn hatursumræðu hafi ástundað hana sjálf. Facebook fer á hliðina, refsivendinum er deilt og lækin hrannast upp eins og svipuhögg. Kannski á hún sér bara alls engar málsbætur. En það er í öllu falli vert að reyna að sjá hvort eitt var kannski slitið úr samhengi á meðan annað skrifast á mannlegan breyskleika. Í þeim tilvikum er hægt að reyna að fyrirgefa; láta reyna á umburðarlyndið. Það vandmeðfarna við umburðarlyndi er að það er ekki umburðarlyndi ef það er í einstefnu, það er ekki hægt að nota það bara á sitt sjónarhorn tilverunnar. Við höfum nefnilega séð þetta áður. Ljót ummæli dregin fram og í kjölfarið rísa upp mismunandi fylkingar sem taka að sér sókn og vörn í rafræna réttarsalnum. Ætli lægsti samnefnari þessa kúltúrs hafi ekki verið þegar sest var í dómarasætin þegar íslenska réttarríkið þótti ekki standa sig nógu vel í því hlutverki. Upphrópanirnar sigruðu upplýsinguna og það var vont að horfa upp á saklaust fólk í mannheimum sakfellt í rafheimum. Þeir sem nú verjast hafa áður sótt og margir standast ekki freistinguna að hefna fyrir það; láta eitt rangt réttlæta annað. Verjendurnir biðja um að haft sé í huga að á málum sé fleiri en ein hlið og mannssálin sé margslungin og eigi að skoðast heildstætt. Sem er rétt og fallegt. En þá opinberast þetta umburðarlyndi í einstefnu. Hvar voru þessir málsvarar þegar aðrir fengu að finna fyrir refsivendinum? Voru þá ekki margar hliðar og heildstæðar mannssálir að taka tillit til? Mörgum svíður slíkur tvískinnungur og þeir vilja ekki sýna þeim mikla miskunn, sem átti enga handa öðrum. Þetta sorglega mál verður vonandi til þess að við höfum hugfast að ekkert er fyrirfram gefið um það hver er góður eða vondur, sama hvaða hópi hann tilheyrir eða hvað virðist við fyrstu sýn. Það er mikið unnið ef við erum umburðarlynd í hina áttina líka.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun