Þingmaður heimsækir kjúklingabú Elín Hirst skrifar 20. mars 2014 07:00 Mér var boðið í heimsókn í kjúklingabú fyrirtækisins Matfugls á Kjalarnesi fyrir skömmu. Ástæðan var skrif mín og ræða á Alþingi þar sem ég bað menn um að gæta að velferð dýra og fara eftir nýjum lögum í þeim efnum. Í kjölfarið höfðu forráðamenn Matfugls samband við mig og buðu mér að skoða fyrirtæki sitt, sem ég þáði með þökkum. Ég fékk að skoða öll húsin þeirra og fugl á mismunandi aldri til að kanna aðbúnaðinn í heild. Fuglinn hafði nægt rými samkvæmt stöðlum í lögum, lýsing var tempruð eftir því hvaða tími sólarhringsins var, loftskipti góð, gott aðgengi að mat og vatni fyrir fuglinn. Hreinlætiskröfur voru einnig gríðarlegar og engin ammóníakslykt eins og búið var að vara mig við. Ég ræddi ítarlega við eigendur, framkvæmdastjóra og dýralækni búsins. Eigendurnir sögðu mér að það væri þeim mikið metnaðarmál að gæta að velferð dýranna og allir sem hjá fyrirtækinu störfuðu fengju sömu fyrirmæli. Þetta þótti mér gott að heyra og greinilegt að talað var af einlægni og ég hvatti þá áfram á þessari braut. Áhugaverð þótti mér eftirfarandi saga sem þeir sögðu mér: Eftirlitsmenn frá EFTA komu í heimsókn í kjúklingabúið og báðu um að fá að sjá lyfjaskrána. Dýralæknir búsins svaraði því til að engin slík skrá væri til. Eftirlitsmennirnir urðu mjög þungir á brún og sögðu að það væri ófrávíkjanleg skylda að halda slíka skrá. Dýralæknir búsins svaraði því til að ekki væri hægt að halda lyfjaskrá því kjúklingurinn fengi engin lyf, hann væri alheilbrigður. Þetta höfðu eftirlitsmenn EFTA aldrei heyrt áður og töldu algert einsdæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Mér var boðið í heimsókn í kjúklingabú fyrirtækisins Matfugls á Kjalarnesi fyrir skömmu. Ástæðan var skrif mín og ræða á Alþingi þar sem ég bað menn um að gæta að velferð dýra og fara eftir nýjum lögum í þeim efnum. Í kjölfarið höfðu forráðamenn Matfugls samband við mig og buðu mér að skoða fyrirtæki sitt, sem ég þáði með þökkum. Ég fékk að skoða öll húsin þeirra og fugl á mismunandi aldri til að kanna aðbúnaðinn í heild. Fuglinn hafði nægt rými samkvæmt stöðlum í lögum, lýsing var tempruð eftir því hvaða tími sólarhringsins var, loftskipti góð, gott aðgengi að mat og vatni fyrir fuglinn. Hreinlætiskröfur voru einnig gríðarlegar og engin ammóníakslykt eins og búið var að vara mig við. Ég ræddi ítarlega við eigendur, framkvæmdastjóra og dýralækni búsins. Eigendurnir sögðu mér að það væri þeim mikið metnaðarmál að gæta að velferð dýranna og allir sem hjá fyrirtækinu störfuðu fengju sömu fyrirmæli. Þetta þótti mér gott að heyra og greinilegt að talað var af einlægni og ég hvatti þá áfram á þessari braut. Áhugaverð þótti mér eftirfarandi saga sem þeir sögðu mér: Eftirlitsmenn frá EFTA komu í heimsókn í kjúklingabúið og báðu um að fá að sjá lyfjaskrána. Dýralæknir búsins svaraði því til að engin slík skrá væri til. Eftirlitsmennirnir urðu mjög þungir á brún og sögðu að það væri ófrávíkjanleg skylda að halda slíka skrá. Dýralæknir búsins svaraði því til að ekki væri hægt að halda lyfjaskrá því kjúklingurinn fengi engin lyf, hann væri alheilbrigður. Þetta höfðu eftirlitsmenn EFTA aldrei heyrt áður og töldu algert einsdæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun