Við græðum á því Sighvatur Björgvinsson skrifar 12. ágúst 2014 12:00 Íslendingar eru eina Evrópuþjóðin, sem hagnaðist fjárhagslega á hörmungum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar önnur þjóðríki í Evrópu voru í rústum og sum gjaldþrota vegna afleiðinga styrjaldarátakanna höfðu Íslendingar eignast sjóði og gátu fyrir þeirra tilstilli hafið endurnýjun á fiskiskipaflota sínum og efnt til framkvæmda, sem önnur Evrópuríki áttu engan kost á að efna til fyrr en mörgum árum síðar. Þegar Bandaríki Norður-Ameríku ákváðu að leggja Evrópuríkjunum, sem í rústum voru, lið til uppbyggingar innviða og atvinnulífs græddum við Íslendingar líka á því. Þrátt fyrir að vera eina Evrópuríkið, sem beinlínis hagnaðist á átökum síðari heimsstyrjaldarinnar, hlaut Ísland samt sem áður hlutfallslega mesta bandaríska aðstoð allra Evrópuríkja. Við græddum sum sé líka allra Evrópuríkja mest á því þegar átökum síðari heimsstyrjaldarinnar lauk.Græddum líka á því Þegar átök kalda stríðsins svo leystu af átök heimsstyrjaldarinnar síðari græddu Íslendingar líka á því. Önnur ríki tóku að sér að ábyrgjast landvarnir og sjálfstæði landsins og báru af því allan kostnað – Íslendingar engan. Bandaríska herstöðin í Keflavík skapaði útvöldum fyrirtækjum með pólitísk tengsl stórgróða, varð jafnframt einhver stærsti vinnustaður Íslendinga ef ekki sá allra stærsti og lagði grunninn að öflugu mannlífi á Suðurnesjum. Samband okkar við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins skóp okkur líka önnur ómetanleg tekjutækifæri – t.d. mjög eftirsótt og ekki auðfengin lendingarleyfi fyrir íslenskar flugvélar í Bandaríkjunum sem lögðu grundvöllinn að stórsókn íslenskra flugfélaga í loftferðaflutningum yfir Atlantshafið til mikils fjárhagslegs ábata fyrir samfélagið. Þá urðu samskiptin við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins enn fremur til þess að íslensk stjórnvöld töldu sig geta sótt stuðning til bandarískra stjórnvalda nánast hvenær sem var til hvers sem var gegn hótunum um brottvísun hersins. Einhvern tíma kemur vonandi að því, að þessi stuðningskrafa Íslendinga á hendur bandarískum stjórnvvöldum gegn hótunum fæst viðurkennd sem veigamikil skýring á sigri Íslendinga í landhelgisdeilunum, sem ávallt hefur verið litið á sem hálfgildings hernaðarsigur íslensku strandgæslunnar einnar og óstuddrar gegn breska sjóveldinu. Þannig græddum við Íslendingar líka á kalda stríðinu – líklegast einir þjóða.Græðum við eitthvað á því? „Græðum við eitthvað á því?“ Þarf nokkurn að undra þótt sú spurning standi ofarlega í hugum þjóðfélagsþegnanna þegar hliðsjón er höfð af þessari söguframvindu. „Græðum við eitthvað á norrænni samvinnu?“ var fyrsta spurning sem ég fékk frá fréttamanni þegar ég tók við formennsku norrænu ráðherranefndarinnar fyrir tuttugu árum. Græðum við eitthvað á þróunaraðstoð?“ var ein af fyrstu spurningunum sem ég fékk þegar ég tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands fyrir fjórtán árum. Og nú gefst okkur aftur tækifæri til þess „að græða á því“.Að eiga köku og éta. Átökin milli Rússa og vestrænna þjóða vegna Úkraínumálsins hafa orðið til þess, að Rússar hafa bannað innflutning á öllum matvælum frá flestum vestrænum þjóðum – nema Íslendingum. Og þá strax fóru menn auðvitað að velta því fyrir sér hversu marga milljarðatugi Íslendingar gætu grætt á því. Jafnhliða því sem fiskútflytjendur hófu að telja þær tekjur í tugum milljarða, sem væntanlega munu bætast í budduna, lýstu þeir áhyggjum af því, að við kynnum að tapa á öðrum mörkuðum þegar fiskur sá, sem öðrum þjóðum verður bannað að selja Rússum, færi að leita þangað. Þannig munu Íslendingar halda áfram að hagnast á átökum þjóða. Mestur yrði þó hagnaðurinn ef viðskiptabönn yrðu upp tekin gagnvart öllum nema Íslendingum á öðrum mörkuðum líka þangað sem við seljum afurðir. Ef átökin næðu líka þangað. Mestur er ávinningur okkar þó í því að geta á sama tíma bæði átt kökuna og étið hana. Bæði mótmælt áfram framferði Rússa í Úkraínu og hagnast áfram á því að fá einir Evrópuþjóða að selja þeim fisk. Svo er sagt að ekki sé bæði hægt eð éta köku og eiga hana. Það er víst hægt. Það getum við! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru eina Evrópuþjóðin, sem hagnaðist fjárhagslega á hörmungum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar önnur þjóðríki í Evrópu voru í rústum og sum gjaldþrota vegna afleiðinga styrjaldarátakanna höfðu Íslendingar eignast sjóði og gátu fyrir þeirra tilstilli hafið endurnýjun á fiskiskipaflota sínum og efnt til framkvæmda, sem önnur Evrópuríki áttu engan kost á að efna til fyrr en mörgum árum síðar. Þegar Bandaríki Norður-Ameríku ákváðu að leggja Evrópuríkjunum, sem í rústum voru, lið til uppbyggingar innviða og atvinnulífs græddum við Íslendingar líka á því. Þrátt fyrir að vera eina Evrópuríkið, sem beinlínis hagnaðist á átökum síðari heimsstyrjaldarinnar, hlaut Ísland samt sem áður hlutfallslega mesta bandaríska aðstoð allra Evrópuríkja. Við græddum sum sé líka allra Evrópuríkja mest á því þegar átökum síðari heimsstyrjaldarinnar lauk.Græddum líka á því Þegar átök kalda stríðsins svo leystu af átök heimsstyrjaldarinnar síðari græddu Íslendingar líka á því. Önnur ríki tóku að sér að ábyrgjast landvarnir og sjálfstæði landsins og báru af því allan kostnað – Íslendingar engan. Bandaríska herstöðin í Keflavík skapaði útvöldum fyrirtækjum með pólitísk tengsl stórgróða, varð jafnframt einhver stærsti vinnustaður Íslendinga ef ekki sá allra stærsti og lagði grunninn að öflugu mannlífi á Suðurnesjum. Samband okkar við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins skóp okkur líka önnur ómetanleg tekjutækifæri – t.d. mjög eftirsótt og ekki auðfengin lendingarleyfi fyrir íslenskar flugvélar í Bandaríkjunum sem lögðu grundvöllinn að stórsókn íslenskra flugfélaga í loftferðaflutningum yfir Atlantshafið til mikils fjárhagslegs ábata fyrir samfélagið. Þá urðu samskiptin við Bandaríkin vegna átaka kalda stríðsins enn fremur til þess að íslensk stjórnvöld töldu sig geta sótt stuðning til bandarískra stjórnvalda nánast hvenær sem var til hvers sem var gegn hótunum um brottvísun hersins. Einhvern tíma kemur vonandi að því, að þessi stuðningskrafa Íslendinga á hendur bandarískum stjórnvvöldum gegn hótunum fæst viðurkennd sem veigamikil skýring á sigri Íslendinga í landhelgisdeilunum, sem ávallt hefur verið litið á sem hálfgildings hernaðarsigur íslensku strandgæslunnar einnar og óstuddrar gegn breska sjóveldinu. Þannig græddum við Íslendingar líka á kalda stríðinu – líklegast einir þjóða.Græðum við eitthvað á því? „Græðum við eitthvað á því?“ Þarf nokkurn að undra þótt sú spurning standi ofarlega í hugum þjóðfélagsþegnanna þegar hliðsjón er höfð af þessari söguframvindu. „Græðum við eitthvað á norrænni samvinnu?“ var fyrsta spurning sem ég fékk frá fréttamanni þegar ég tók við formennsku norrænu ráðherranefndarinnar fyrir tuttugu árum. Græðum við eitthvað á þróunaraðstoð?“ var ein af fyrstu spurningunum sem ég fékk þegar ég tók við framkvæmdastjórastarfi hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands fyrir fjórtán árum. Og nú gefst okkur aftur tækifæri til þess „að græða á því“.Að eiga köku og éta. Átökin milli Rússa og vestrænna þjóða vegna Úkraínumálsins hafa orðið til þess, að Rússar hafa bannað innflutning á öllum matvælum frá flestum vestrænum þjóðum – nema Íslendingum. Og þá strax fóru menn auðvitað að velta því fyrir sér hversu marga milljarðatugi Íslendingar gætu grætt á því. Jafnhliða því sem fiskútflytjendur hófu að telja þær tekjur í tugum milljarða, sem væntanlega munu bætast í budduna, lýstu þeir áhyggjum af því, að við kynnum að tapa á öðrum mörkuðum þegar fiskur sá, sem öðrum þjóðum verður bannað að selja Rússum, færi að leita þangað. Þannig munu Íslendingar halda áfram að hagnast á átökum þjóða. Mestur yrði þó hagnaðurinn ef viðskiptabönn yrðu upp tekin gagnvart öllum nema Íslendingum á öðrum mörkuðum líka þangað sem við seljum afurðir. Ef átökin næðu líka þangað. Mestur er ávinningur okkar þó í því að geta á sama tíma bæði átt kökuna og étið hana. Bæði mótmælt áfram framferði Rússa í Úkraínu og hagnast áfram á því að fá einir Evrópuþjóða að selja þeim fisk. Svo er sagt að ekki sé bæði hægt eð éta köku og eiga hana. Það er víst hægt. Það getum við!
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar