Karlar leggja góðu máli lið Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. október 2014 07:00 Ísland hefur lengi verið í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Því er fagnaðarefni tilkynning Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra hjá Sameinuðu þjóðunum í byrjun vikunnar um að Ísland og Súrínam ætli í byrjun næsta árs, á vettvangi samtakanna, að standa að „rakarastofuráðstefnu“ þar sem karlar einir ræði jafnréttismál og ofbeldi gegn konum. Samtal karlanna er þó raunar ekki nema hluti ráðstefnunnar, þótt sá hluti hafi vakið hvað mesta athygli hér heima og erlendis. Ráðstefnan er einn viðburða sem Sameinuðu þjóðirnar efna til á næsta ári í tilefni af því að þá verða 20 ár liðin frá kvennaráðstefnu SÞ í Peking. Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í viðtali við síðdegisútvarp Rásar 2 í gær að ráðstefnan væri einn angi af þeim jafnréttismálum sem íslenska sendinefndin hefði beitt sér fyrir. Hún áréttaði að aðaláhersla ráðstefnunnar væri á ofbeldi gegn konum. „Ætlunin er ekki að tala um jafnréttismál almennt, heldur taka fyrir hlutverk karla bæði sem hluta af vandanum og sem hluta af lausninni,“ sagði hún. Um það verður ekki deilt að sú umræða er þörf. Síðustu ár og áratugi hefur umræða um ofbeldi gegn konum tekið breytingum og málaflokkurinn komist upp á yfirborðið. Jafnvel hér á landi þar sem jafnmikill árangur og raun ber vitni hefur náðst í jafnréttismálum er ofbeldi gegn konum útbreitt vandamál. Margoft hefur verið bent á að vandinn takmarkist ekki við einhverja ákveðna þjóðfélagshópa, heldur geti heimilis- og kynferðisofbeldi átt sér stað á hvaða heimili sem er, án tillits til stöðu og efnahags. Þá einskorðast vandinn vitanlega ekki einvörðungu við líkamlegt ofbeldi. Niðrandi tal, myndbirtingar á veraldarvefnum og annað sem ætlað er til að grafa undan stöðu og trúverðugleika kvenna er líka ofbeldi. Ætla má að í landi eins og Súrínam, sem er í hópi þeirra sem skemmst eru á veg komin í heiminum hvað varðar jafnrétti kynjanna, sé vandi kynbundins ofbeldis enn meiri og duldari en hér. Vonandi getur þetta samtal sem eiga á sér stað í janúar orðið til þess að efla umræðu og meðvitund um vandamálið sem víðast um heim, hversu langt sem þjóðir eru komnar í að bæta hag kvenna. Þótt hér hafi árangur náðst er hvergi nærri nóg að gert. Vitanlega láta allir almennilegir menn sig varða ofbeldi gegn konum og leggja lið baráttunni gegn því, sem og baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Í þeim efnum þurfa bæði karlar og konur að leggja hönd á plóg. Veki samtal karla um vandamálið á ráðstefnu Íslands og Súrínam athygli, getur það bara verið til góðs. Engin ástæða er til að stökkva í einhverjar niðurrifsskotgrafir og ætla aðstandendum þessarar ráðstefnu að vilja færa málaflokk kynbundins ofbeldis inn í einhver reykfyllt karlaherbergi. Umræðan er góð og liður í baráttu gegn öllu ofbeldi. Því að ofbeldi á aldrei að líða, sama í hvaða formi það birtist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Tengdar fréttir Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra boðaði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að Ísland og Súrinam muni leiða saman karlkynsleiðtoga til að ræða kvenréttindi. 30. september 2014 12:11 Ísland og Súrinam kalla karla til fundar um jafnréttismál Utanríkisráðherra tilkynnti hjá Sameinuðu þjóðunum í gær að boðað yrði til rakarastofu ráðstefnu á vettvangi samtakanna á næsta ári þar sem karlar ræði ofbeldi gegn konum. 30. september 2014 19:30 Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Ísland hefur lengi verið í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Því er fagnaðarefni tilkynning Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra hjá Sameinuðu þjóðunum í byrjun vikunnar um að Ísland og Súrínam ætli í byrjun næsta árs, á vettvangi samtakanna, að standa að „rakarastofuráðstefnu“ þar sem karlar einir ræði jafnréttismál og ofbeldi gegn konum. Samtal karlanna er þó raunar ekki nema hluti ráðstefnunnar, þótt sá hluti hafi vakið hvað mesta athygli hér heima og erlendis. Ráðstefnan er einn viðburða sem Sameinuðu þjóðirnar efna til á næsta ári í tilefni af því að þá verða 20 ár liðin frá kvennaráðstefnu SÞ í Peking. Gréta Gunnarsdóttir, fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í viðtali við síðdegisútvarp Rásar 2 í gær að ráðstefnan væri einn angi af þeim jafnréttismálum sem íslenska sendinefndin hefði beitt sér fyrir. Hún áréttaði að aðaláhersla ráðstefnunnar væri á ofbeldi gegn konum. „Ætlunin er ekki að tala um jafnréttismál almennt, heldur taka fyrir hlutverk karla bæði sem hluta af vandanum og sem hluta af lausninni,“ sagði hún. Um það verður ekki deilt að sú umræða er þörf. Síðustu ár og áratugi hefur umræða um ofbeldi gegn konum tekið breytingum og málaflokkurinn komist upp á yfirborðið. Jafnvel hér á landi þar sem jafnmikill árangur og raun ber vitni hefur náðst í jafnréttismálum er ofbeldi gegn konum útbreitt vandamál. Margoft hefur verið bent á að vandinn takmarkist ekki við einhverja ákveðna þjóðfélagshópa, heldur geti heimilis- og kynferðisofbeldi átt sér stað á hvaða heimili sem er, án tillits til stöðu og efnahags. Þá einskorðast vandinn vitanlega ekki einvörðungu við líkamlegt ofbeldi. Niðrandi tal, myndbirtingar á veraldarvefnum og annað sem ætlað er til að grafa undan stöðu og trúverðugleika kvenna er líka ofbeldi. Ætla má að í landi eins og Súrínam, sem er í hópi þeirra sem skemmst eru á veg komin í heiminum hvað varðar jafnrétti kynjanna, sé vandi kynbundins ofbeldis enn meiri og duldari en hér. Vonandi getur þetta samtal sem eiga á sér stað í janúar orðið til þess að efla umræðu og meðvitund um vandamálið sem víðast um heim, hversu langt sem þjóðir eru komnar í að bæta hag kvenna. Þótt hér hafi árangur náðst er hvergi nærri nóg að gert. Vitanlega láta allir almennilegir menn sig varða ofbeldi gegn konum og leggja lið baráttunni gegn því, sem og baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Í þeim efnum þurfa bæði karlar og konur að leggja hönd á plóg. Veki samtal karla um vandamálið á ráðstefnu Íslands og Súrínam athygli, getur það bara verið til góðs. Engin ástæða er til að stökkva í einhverjar niðurrifsskotgrafir og ætla aðstandendum þessarar ráðstefnu að vilja færa málaflokk kynbundins ofbeldis inn í einhver reykfyllt karlaherbergi. Umræðan er góð og liður í baráttu gegn öllu ofbeldi. Því að ofbeldi á aldrei að líða, sama í hvaða formi það birtist.
Ísland stendur fyrir karlaráðstefnu um kvenréttindi Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra boðaði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær að Ísland og Súrinam muni leiða saman karlkynsleiðtoga til að ræða kvenréttindi. 30. september 2014 12:11
Ísland og Súrinam kalla karla til fundar um jafnréttismál Utanríkisráðherra tilkynnti hjá Sameinuðu þjóðunum í gær að boðað yrði til rakarastofu ráðstefnu á vettvangi samtakanna á næsta ári þar sem karlar ræði ofbeldi gegn konum. 30. september 2014 19:30