Tónlistin auðgar sem aldrei fyrr Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. nóvember 2014 07:00 Nú stendur yfir Iceland Airwaves í Reykjavík. Um er að ræða sannkallaða tónlistarveislu sem vaxið hefur ár frá ári allt frá árinu 1999 þegar fyrsta hátíðin var haldin. Hátíðin hófst á miðvikudag og stendur alla helgina. Eitthvað um 220 listamenn eru sagðir koma fram á hátíðinni, þar af um 70 erlendar sveitir. Er þá ótalinn fjöldi uppákoma sem fram fer utan dagskrár. Og líkt og undanfarin ár er uppselt á hátíðina. Ekki þarf að fjölyrða um hvað þessi innspýting er mikilvæg fyrir bæði efnahags- og menningarlíf landsins. Raunar er allangt síðan rann upp fyrir ráðamönnum þjóðarinnar að eftir einhverju kynni að vera að slægjast í tónlistargeiranum, kannski svo langt að það hafi gleymst aftur. Árið 1997 var nefnilega unnin fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið skýrslan „Íslenskur tónlistariðnaður – aukin sóknarfæri“. Með dæmið um velgengni tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur og hylli á alþjóðavettvangi áttuðu menn sig á að tónlistargeiranum væru engin vaxtartakmörk sett og að útflutningur á tónlist gæti aflað landinu tekna. „Það er ljóst að jafnvel þótt einhver aukning verði á sölu hljómplatna hér á landi breytir það ekki þeirri staðreynd að Ísland er og verður „dvergmarkaður“,“ segir í skýrslunni og bent á að þá þegar hafi salan á fyrstu tveimur plötum Bjarkar numið liðlega nífaldri árlegri heildarveltu íslenska hljómplötumarkaðarins. Og margir íslenskir tónlistarmenn hafa líka gert það gott í útlöndum. Nærtæk nýleg dæmi eru sveitir á borð við Of Monsters and Men og Skálmöld. Svo má líka rifja upp gengi sveita á borð við Sigur Rós, LHOOQ, GusGus, Leaves, Sykurmolanna og Mezzoforte (sem kannski ruddi brautina). Í skýrslu starfshópsins sem skilaði niðurstöðu sinni 1997 kemur fram að höfundarnir áttuðu sig á því að forsenda fyrir útflutningi á tónlist væri gróskumikið tónlistarlíf hér á landi. Og grunnurinn að öflugu tónlistarlífi er lagður í tónlistarskólum landsins. Meira að segja Björk þurfti eitthvað að læra, en hún hóf tónlistarferilinn með píanónámi ellefu ára gömul. Þótt dæmi séu um einstaka undrabörn á tónlistarsviðinu þá eru hæfileikar alls fjöldans ekki úr lausu lofti gripnir. Með þetta í huga er heldur önugt til þess að hugsa að tónlistarkennarar hafa nú verið í verkfalli í tvær vikur. Er von til þess að fulltrúar sveitarfélaganna sem semja eiga við tónlistarkennara um kaup og kjör horfi á heildarmyndina, sem liggur einhver staðar utan Excel-skjalsins? Ekki er nokkur leið til að rökstyðja að tónlistarkennarar eigi að þola lakari kjör en aðrir kennarar. Tími er kominn til að rétta þeirra hlut og hætta þessari vitleysu. Í dag á að setjast aftur að samningaborðinu eftir hlé. Vonandi er ekki of mikil bjartsýni að saman náist áður en Iceland Airwaves-hátíðin er á enda runnin. Það færi vel á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun
Nú stendur yfir Iceland Airwaves í Reykjavík. Um er að ræða sannkallaða tónlistarveislu sem vaxið hefur ár frá ári allt frá árinu 1999 þegar fyrsta hátíðin var haldin. Hátíðin hófst á miðvikudag og stendur alla helgina. Eitthvað um 220 listamenn eru sagðir koma fram á hátíðinni, þar af um 70 erlendar sveitir. Er þá ótalinn fjöldi uppákoma sem fram fer utan dagskrár. Og líkt og undanfarin ár er uppselt á hátíðina. Ekki þarf að fjölyrða um hvað þessi innspýting er mikilvæg fyrir bæði efnahags- og menningarlíf landsins. Raunar er allangt síðan rann upp fyrir ráðamönnum þjóðarinnar að eftir einhverju kynni að vera að slægjast í tónlistargeiranum, kannski svo langt að það hafi gleymst aftur. Árið 1997 var nefnilega unnin fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið skýrslan „Íslenskur tónlistariðnaður – aukin sóknarfæri“. Með dæmið um velgengni tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur og hylli á alþjóðavettvangi áttuðu menn sig á að tónlistargeiranum væru engin vaxtartakmörk sett og að útflutningur á tónlist gæti aflað landinu tekna. „Það er ljóst að jafnvel þótt einhver aukning verði á sölu hljómplatna hér á landi breytir það ekki þeirri staðreynd að Ísland er og verður „dvergmarkaður“,“ segir í skýrslunni og bent á að þá þegar hafi salan á fyrstu tveimur plötum Bjarkar numið liðlega nífaldri árlegri heildarveltu íslenska hljómplötumarkaðarins. Og margir íslenskir tónlistarmenn hafa líka gert það gott í útlöndum. Nærtæk nýleg dæmi eru sveitir á borð við Of Monsters and Men og Skálmöld. Svo má líka rifja upp gengi sveita á borð við Sigur Rós, LHOOQ, GusGus, Leaves, Sykurmolanna og Mezzoforte (sem kannski ruddi brautina). Í skýrslu starfshópsins sem skilaði niðurstöðu sinni 1997 kemur fram að höfundarnir áttuðu sig á því að forsenda fyrir útflutningi á tónlist væri gróskumikið tónlistarlíf hér á landi. Og grunnurinn að öflugu tónlistarlífi er lagður í tónlistarskólum landsins. Meira að segja Björk þurfti eitthvað að læra, en hún hóf tónlistarferilinn með píanónámi ellefu ára gömul. Þótt dæmi séu um einstaka undrabörn á tónlistarsviðinu þá eru hæfileikar alls fjöldans ekki úr lausu lofti gripnir. Með þetta í huga er heldur önugt til þess að hugsa að tónlistarkennarar hafa nú verið í verkfalli í tvær vikur. Er von til þess að fulltrúar sveitarfélaganna sem semja eiga við tónlistarkennara um kaup og kjör horfi á heildarmyndina, sem liggur einhver staðar utan Excel-skjalsins? Ekki er nokkur leið til að rökstyðja að tónlistarkennarar eigi að þola lakari kjör en aðrir kennarar. Tími er kominn til að rétta þeirra hlut og hætta þessari vitleysu. Í dag á að setjast aftur að samningaborðinu eftir hlé. Vonandi er ekki of mikil bjartsýni að saman náist áður en Iceland Airwaves-hátíðin er á enda runnin. Það færi vel á því.