Rammaáætlun Orkuseturs Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 5. desember 2014 07:00 Enn og aftur er allt í uppnámi vegna Rammaáætlunar og lítil von til þess að sátt náist um virkjunarkosti þar. Það er þó önnur áætlun í gangi, Rammaáætlun Orkuseturs, en þar er enginn biðflokkur og virkjunarframkvæmdir nú þegar hafnar af krafti. Áður en það líður yfir landverndarfólk er rétt að nefna að þessar framkvæmdir hafa engin áhrif á náttúru landsins. Hér verða kynntir tveir virkjunarkostir sem losa umtalsvert magn raforku með gríðarlegri hagkvæmni. Þessir virkjunarkostir hafa líka þann kost að áhrif þeirra eru mest á dimmasta og kaldasta tíma ársins þegar vatnsaflsvirkjanir okkar eiga hvað erfiðast.Ljósavirkjun Glóperan góða hefur nú hvatt landsmenn eftir um hundrað ára þjónustu á Íslandi og ný ljóstækni tekur nú við. Glóperan féll á orkunýtniprófinu þar sem alltof stór hluti raforkunnar tapast sem hiti. Margir benda réttilega á að samkvæmt eðlisfræðilögmálum tapast enginn orka heldur breytist hún einungis úr einni mynd yfir í aðra. Þessar ólíku myndir orkunnar, í þessu tilfelli raforka og hitaorka, eru hins vegar misverðmætar. Á Íslandi kostar til dæmis raforka um 14 kr./kWst en hitaorka frá jarðvarma aðeins um 3 kr./kWst. Það er því lítið vit í því að hita hús með glatvarma úr glóperum. Nýja ljóstæknin þarf minna afl til að skila sama ljósmagni og þannig spara heimilin orku og peninga án þessa að glata neinum lífsgæðum. Orkusetur hefur sett í loftið ljóstímareiknivél bæði á vefinn og sem app. Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar í raun fyrir mismunandi perur. Hagkvæmni peranna ræðst af stofnkostnaði, rekstrarkostnaði og endingu. Þegar kostnaður á ljóstíma er skoðaður kemur í ljós að í raun eru LED- og flúrperur hagstæðustu lausnirnar. Landsmenn eru þegar byrjaðir á þessum ljósaskiptum og ekki nóg með að þeir lækki eigin kostnað þá spara þeir tugi milljóna kWst sem nýta má í nýja atvinnuuppbyggingu. Þetta köllum við að virkja innan kerfis enda eru allar rafeindir, sem sparast, til þjónustu reiðubúnar annars staðar í kerfinu. Einnig lækkar aflþörfin sem eykur heildarnýtni raforkukerfisins.Varmadæluvirkjun Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann sem sér 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Þau 10 prósent sem ekki hafa aðgang að jarðhita þurfa hins vegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikill hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Með varmadælum er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna á meðan bein rafhitun skilar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í húsið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörfinni með færri kWst af hágæða raforku. Varmadælur lækka orkureikning íbúa en líka niðurgreiðsluþörf Ríkissjóðs. Til að lækka stofnkostnað varmadæluframkvæmda er nú boðið upp á eingreiðslur fyrir lögheimili auk þess sem hægt er að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum sem dælunum fylgir. Á heimasíðu Orkuseturs má finna reiknivélar sem reikna hagkvæmni varmadæla.Alvöru virkjunarkostur Með einföldun má segja að ef rafhitun og raforkunotkun lýsingar yrði helminguð með varmadælum og sparperum þá myndu losna um 300-500 GWst í raforkukerfinu sem samsvarar um 50-100 MW virkjun. Þessi virkjun þarf ekkert umhverfismat og festist aldrei í bið- eða verndarflokki. Á meðan Íslendingar deila um virkjunarkosti Rammaáætlunar rísa nú orkusparnaðarvirkjanir bak við tjöldin öllum landsmönnum til hagsbóta. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna nýrrar varmadælu eða sparperu hjá þér eða öðrum framsýnum landsmönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur er allt í uppnámi vegna Rammaáætlunar og lítil von til þess að sátt náist um virkjunarkosti þar. Það er þó önnur áætlun í gangi, Rammaáætlun Orkuseturs, en þar er enginn biðflokkur og virkjunarframkvæmdir nú þegar hafnar af krafti. Áður en það líður yfir landverndarfólk er rétt að nefna að þessar framkvæmdir hafa engin áhrif á náttúru landsins. Hér verða kynntir tveir virkjunarkostir sem losa umtalsvert magn raforku með gríðarlegri hagkvæmni. Þessir virkjunarkostir hafa líka þann kost að áhrif þeirra eru mest á dimmasta og kaldasta tíma ársins þegar vatnsaflsvirkjanir okkar eiga hvað erfiðast.Ljósavirkjun Glóperan góða hefur nú hvatt landsmenn eftir um hundrað ára þjónustu á Íslandi og ný ljóstækni tekur nú við. Glóperan féll á orkunýtniprófinu þar sem alltof stór hluti raforkunnar tapast sem hiti. Margir benda réttilega á að samkvæmt eðlisfræðilögmálum tapast enginn orka heldur breytist hún einungis úr einni mynd yfir í aðra. Þessar ólíku myndir orkunnar, í þessu tilfelli raforka og hitaorka, eru hins vegar misverðmætar. Á Íslandi kostar til dæmis raforka um 14 kr./kWst en hitaorka frá jarðvarma aðeins um 3 kr./kWst. Það er því lítið vit í því að hita hús með glatvarma úr glóperum. Nýja ljóstæknin þarf minna afl til að skila sama ljósmagni og þannig spara heimilin orku og peninga án þessa að glata neinum lífsgæðum. Orkusetur hefur sett í loftið ljóstímareiknivél bæði á vefinn og sem app. Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar í raun fyrir mismunandi perur. Hagkvæmni peranna ræðst af stofnkostnaði, rekstrarkostnaði og endingu. Þegar kostnaður á ljóstíma er skoðaður kemur í ljós að í raun eru LED- og flúrperur hagstæðustu lausnirnar. Landsmenn eru þegar byrjaðir á þessum ljósaskiptum og ekki nóg með að þeir lækki eigin kostnað þá spara þeir tugi milljóna kWst sem nýta má í nýja atvinnuuppbyggingu. Þetta köllum við að virkja innan kerfis enda eru allar rafeindir, sem sparast, til þjónustu reiðubúnar annars staðar í kerfinu. Einnig lækkar aflþörfin sem eykur heildarnýtni raforkukerfisins.Varmadæluvirkjun Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann sem sér 90% landsmanna fyrir ódýrri og umhverfisvænni húshitun. Þau 10 prósent sem ekki hafa aðgang að jarðhita þurfa hins vegar að notast við rafhitun sem er mun dýrari húshitunarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmikill hluti af almennri raforkunotkun í landinu. Með varmadælum er hægt að fá 2-5 kWst af hitaorku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna á meðan bein rafhitun skilar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í húsið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörfinni með færri kWst af hágæða raforku. Varmadælur lækka orkureikning íbúa en líka niðurgreiðsluþörf Ríkissjóðs. Til að lækka stofnkostnað varmadæluframkvæmda er nú boðið upp á eingreiðslur fyrir lögheimili auk þess sem hægt er að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum sem dælunum fylgir. Á heimasíðu Orkuseturs má finna reiknivélar sem reikna hagkvæmni varmadæla.Alvöru virkjunarkostur Með einföldun má segja að ef rafhitun og raforkunotkun lýsingar yrði helminguð með varmadælum og sparperum þá myndu losna um 300-500 GWst í raforkukerfinu sem samsvarar um 50-100 MW virkjun. Þessi virkjun þarf ekkert umhverfismat og festist aldrei í bið- eða verndarflokki. Á meðan Íslendingar deila um virkjunarkosti Rammaáætlunar rísa nú orkusparnaðarvirkjanir bak við tjöldin öllum landsmönnum til hagsbóta. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á rafbílnum þínum aðgengileg vegna nýrrar varmadælu eða sparperu hjá þér eða öðrum framsýnum landsmönnum.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar