Mannréttindi og kirkjuheimsóknir Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 16. desember 2014 07:00 Við erum æskulýðsprestar sem störfum sitthvoru megin á landinu, í Neskirkju og í Akureyrarkirkju, við að taka á móti börnum sem sækja kirkjuna heim. Forsendur slíkra heimsókna eru ólíkar, stundum eru börnin að sækja helgihald á vegum kirkjunnar með ástvinum sínum, öðrum stundum er um að ræða frístundastarf þar sem helgihald er hluti af skipulögðu æskulýðsstarfi sem börnin eru skráð í og síðan eru heimsóknir leikskóla og skóla í kirkjuna. Heimsóknir menntastofnana í kirkjuna eru unnar í samstarfi við skólastjórnendur og það varð ekki breyting þar á við breyttar reglur Reykjavíkurborgar. Reglur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hafa í því samhengi orðið að nokkru gagni við að skerpa á vinnubrögðum í tengslum við slíkar heimsóknir, þar sem um er ræða hóp barna sem ekki tilheyra öll þjóðkirkjunni. Það er sem dæmi ekki eðlilegt að láta börn múslima signa sig við upphaf slíkrar heimsóknar, þó presturinn megi sýna signingu sem hluta af trúarhefð kristinnar kirkju. Þær reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög sem samþykktar voru fyrir rúmu ári, ganga lengra en svo að tryggja trúfrelsi nemenda í íslenskum skólum. Þess í stað ganga þær út frá þeirri sýn að skólakerfið skuli vera trúlaus vettvangur þar sem „skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“ og „trúar- og lífsskoðunarfélög skulu ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma né heldur á starfstíma frístundaheimila“. Á þessum forsendum hefur dýrmætt samstarf kirkna og frístundaheimila víða lagst af en hefð hafði skapast fyrir því að kirkjustarf fengi afnot af húsnæði þeirra á starfstíma frístundaheimila. Er þar um beina mismunun að ræða í garð trúfélaga, samanborið við aðra aðila sem bjóða upp á skipulagt frístundastarf í hverfum borgarinnar. Trúfrelsi hefur verið stjórnarskrárbundinn réttur á Íslandi frá árinu 1874 og það hefur aldrei verið ríkari þörf til að standa vörð um trúfrelsi í samfélagi okkar með stækkandi hópi innflytjenda á Íslandi. Trúfrelsi er grundvallarforsenda fjölmenningarsamfélags og ef ekki er staðinn vörður um rétt innflytjenda til að iðka trú sína og varðveita menningu sína óáreitt, komumst við ekki hjá því að brjóta á rétti þeirra. Trúfrelsi varðar mannréttindi og er mannréttindasáttmálum ætlað að tryggja einstaklingum réttinn til að iðka trú sína og gera um leið þjóðfélagshópum kleift að viðhalda menningararfi sínum óáreitt. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um rétt barna til að „njóta eigin menningar, játa og iðka eigin trú, og nota eigið tungumál í samfélagi með öðrum í hópnum“, sérstaklega þegar um þjóðernisbrot í minnihluta er um að ræða. Ekki hlutlaus vettvangur Íslenskt skólakerfi er ekki og á ekki að vera hlutlaus vettvangur, heldur uppeldis- og menntastofnum sem stendur vörð um íslenska tungu og menningu, gerir börn á Íslandi læs á sögulegt samhengi þjóðarinnar og eykur víðsýni í garð þeirra sem auðga samfélag okkar með ólíkri trú og menningu. Skólinn á ekki að vera vettvangur trúarlegrar mismununar en hann getur aldrei orðið menningarlega hlutlaus vettvangur. Kristin trú er hluti af menningu okkar og arfi og það er hlutverk skólans að kynna það fyrir börnum. Á sama hátt og ekki er hægt að kynna íþróttir fyrir börnum af bók er heldur ekki hægt að kynna trúarlega iðkun fyrir börnum án þess að þau verði vitni að henni og finni sig frjáls til að iðka hana sjálf óáreitt. Þau börn sem eiga foreldra sem af trúarlegum eða félagslegum ástæðum vilja ekki að börn sín sæki kirkju eiga að hafa valkost um það, en ef tillitssemi við þau hindrar kirkjuheimsóknir er of langt gengið. Tortryggni í garð kirkjunnar, presta hennar eða kristins jólahalds verður ekki réttlætt á forsendum mannréttinda eða trúfrelsis, heldur tilheyrir fordómum í garð trúarbragða sem verða æ háværari í opinberri umræðu. Kirkjuheimsóknir leik- og grunnskóla á stórhátíðum samræmast að fullu fjölmenningarlegum sjónarmiðum og trúfrelsishugsjónum þar sem trúarhefðum er gert hátt undir höfði. Sú hugmynd að skólakerfið eigi að vera trúarlaus vettvangur hefur hins vegar ekki verið rædd á breiðari vettvangi en sem varðar samstarf kirkju og skóla, en virðist þó vera grunnforsenda þeirra reglna sem Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur sett. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Við erum æskulýðsprestar sem störfum sitthvoru megin á landinu, í Neskirkju og í Akureyrarkirkju, við að taka á móti börnum sem sækja kirkjuna heim. Forsendur slíkra heimsókna eru ólíkar, stundum eru börnin að sækja helgihald á vegum kirkjunnar með ástvinum sínum, öðrum stundum er um að ræða frístundastarf þar sem helgihald er hluti af skipulögðu æskulýðsstarfi sem börnin eru skráð í og síðan eru heimsóknir leikskóla og skóla í kirkjuna. Heimsóknir menntastofnana í kirkjuna eru unnar í samstarfi við skólastjórnendur og það varð ekki breyting þar á við breyttar reglur Reykjavíkurborgar. Reglur Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar hafa í því samhengi orðið að nokkru gagni við að skerpa á vinnubrögðum í tengslum við slíkar heimsóknir, þar sem um er ræða hóp barna sem ekki tilheyra öll þjóðkirkjunni. Það er sem dæmi ekki eðlilegt að láta börn múslima signa sig við upphaf slíkrar heimsóknar, þó presturinn megi sýna signingu sem hluta af trúarhefð kristinnar kirkju. Þær reglur um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila Reykjavíkurborgar við trúar- og lífsskoðunarfélög sem samþykktar voru fyrir rúmu ári, ganga lengra en svo að tryggja trúfrelsi nemenda í íslenskum skólum. Þess í stað ganga þær út frá þeirri sýn að skólakerfið skuli vera trúlaus vettvangur þar sem „skal forðast að nemendur og foreldrar séu settir í þá aðstöðu að þurfa að gera grein fyrir lífsskoðunum sínum“ og „trúar- og lífsskoðunarfélög skulu ekki stunda starfsemi sína innan veggja leik- og grunnskóla borgarinnar á skólatíma né heldur á starfstíma frístundaheimila“. Á þessum forsendum hefur dýrmætt samstarf kirkna og frístundaheimila víða lagst af en hefð hafði skapast fyrir því að kirkjustarf fengi afnot af húsnæði þeirra á starfstíma frístundaheimila. Er þar um beina mismunun að ræða í garð trúfélaga, samanborið við aðra aðila sem bjóða upp á skipulagt frístundastarf í hverfum borgarinnar. Trúfrelsi hefur verið stjórnarskrárbundinn réttur á Íslandi frá árinu 1874 og það hefur aldrei verið ríkari þörf til að standa vörð um trúfrelsi í samfélagi okkar með stækkandi hópi innflytjenda á Íslandi. Trúfrelsi er grundvallarforsenda fjölmenningarsamfélags og ef ekki er staðinn vörður um rétt innflytjenda til að iðka trú sína og varðveita menningu sína óáreitt, komumst við ekki hjá því að brjóta á rétti þeirra. Trúfrelsi varðar mannréttindi og er mannréttindasáttmálum ætlað að tryggja einstaklingum réttinn til að iðka trú sína og gera um leið þjóðfélagshópum kleift að viðhalda menningararfi sínum óáreitt. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um rétt barna til að „njóta eigin menningar, játa og iðka eigin trú, og nota eigið tungumál í samfélagi með öðrum í hópnum“, sérstaklega þegar um þjóðernisbrot í minnihluta er um að ræða. Ekki hlutlaus vettvangur Íslenskt skólakerfi er ekki og á ekki að vera hlutlaus vettvangur, heldur uppeldis- og menntastofnum sem stendur vörð um íslenska tungu og menningu, gerir börn á Íslandi læs á sögulegt samhengi þjóðarinnar og eykur víðsýni í garð þeirra sem auðga samfélag okkar með ólíkri trú og menningu. Skólinn á ekki að vera vettvangur trúarlegrar mismununar en hann getur aldrei orðið menningarlega hlutlaus vettvangur. Kristin trú er hluti af menningu okkar og arfi og það er hlutverk skólans að kynna það fyrir börnum. Á sama hátt og ekki er hægt að kynna íþróttir fyrir börnum af bók er heldur ekki hægt að kynna trúarlega iðkun fyrir börnum án þess að þau verði vitni að henni og finni sig frjáls til að iðka hana sjálf óáreitt. Þau börn sem eiga foreldra sem af trúarlegum eða félagslegum ástæðum vilja ekki að börn sín sæki kirkju eiga að hafa valkost um það, en ef tillitssemi við þau hindrar kirkjuheimsóknir er of langt gengið. Tortryggni í garð kirkjunnar, presta hennar eða kristins jólahalds verður ekki réttlætt á forsendum mannréttinda eða trúfrelsis, heldur tilheyrir fordómum í garð trúarbragða sem verða æ háværari í opinberri umræðu. Kirkjuheimsóknir leik- og grunnskóla á stórhátíðum samræmast að fullu fjölmenningarlegum sjónarmiðum og trúfrelsishugsjónum þar sem trúarhefðum er gert hátt undir höfði. Sú hugmynd að skólakerfið eigi að vera trúarlaus vettvangur hefur hins vegar ekki verið rædd á breiðari vettvangi en sem varðar samstarf kirkju og skóla, en virðist þó vera grunnforsenda þeirra reglna sem Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur sett.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar