Björgvin Páll: Áttum skilið að fá stól í andlitið Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 17. janúar 2015 13:15 Björgvin Páll varði 14 skot í íslenska markinu í gær. vísir/eva björk „Sumir eiga skilið að fá high five. Í andlitið. Með stól.“ Þetta stóð í færslu sem Björgvin Páll Gústavsson setti á Twitter-síðu sína í gær og lék Vísi forvitni á að vita hvað hafi búið þar að baki. Ísland tapaði í gær fyrir Svíþjóð, 24-16, í sínum fyrsta leik á HM í Katar. „Bara pirringur út í sjálfan mig og okkur sem liðsheild. Ég held að ég hafi náð að orða þetta ágætlega. Við þurftum allir að fá high five í gær og hefðum kannski átt stólinn frekar skilið.“ Hann segir að nóttin hafi verið betri en hann hafi átt von á fyrirfram. „Ég náði að kryfja þetta frekar fljótt í hausnum og ég sofnaði ljúft og vært eftir að hafa horft á hina strákana okkar í fótboltanum í gær.“ „Ég var lengi að sofna en þó fljótari en venjulega,“ bætti hann við en meðal þess sem hann segir að hafi farið úrskeðis í gær voru einstaklingsmistök. Til marks um það hafi Ísland lítið sem ekkert nýtt hraðaupphlaupin sín í gær. „Mér fannst leikáætlunin ganga vel upp í gær. Við fengum mikið af færum og erum að skila okkar vinnu ágætlega. En þessi einstaklingsmistök sem við gerum eru slæm og bara hollt fyrir liðið að lenda í því. Nú þurfum við að taka ábyrgð á sjálfum okkur og næsta manni til að það komi ekki fyrir aftur.“ „Við þurfum að taka ábyrgðina allir saman og ég held að einstaklingurinn geti lært af þessum leik í gær.“ Strákarnir mæta Alsíringum strax á morgun og því lítill tími til að svekkja sig á tapi gærdagsins. „Við getum lært mikið af leiknum í gær og notað pirringinn eftir tapið í leiknum gegn Alsír. Við viljum gera betur. Leikurinn skiptir miklu upp á 16-liða úrslitin að gera og skyldusigur ef við ætlum okkur að fara eitthvað lengra í þessu móti.“ „Við tókum eitt skref aftur á bak í gær en nú þurfum við að núllstilla okkur og mæta klárir inn í næsta leik.“ Alsíringar spila gjörólíkan handbolta miðað við Svía eins og Björgvin Páll bendir á. „Þeir eru svolítið villtir, bæði í vörn og sókn. Þeir gera öðruvísi hluti og áskorun fyrir okkur að halda í við þá. Við þurfum að vera klókir til þess og mæta vel undirbúnir til leiks.“pic.twitter.com/zkK0Is0qgh— Björgvin Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 16, 2015 HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Punghlífin og sólgleraugun klár - Björgvin er tilbúinn fyrir HM Strákarnir okkar ferðast til Katar í dag og hefja leik gegn Svíum á HM á föstudaginn. 13. janúar 2015 08:30 Bent Nyegård: Markvarslan er höfuðverkur Íslands Bent Nyegård, sérfræðingur Tv2 í Danmörku, ræddi við Fréttablaðið um möguleika íslenska liðsins á HM í Katar. 15. janúar 2015 21:45 Björgvin Páll sýnir okkur inn í búningsklefa strákanna Strákarnir okkar kunna vel við lífið í Doha enda er aðbúnaður allur til fyrirmyndar. 15. janúar 2015 09:27 Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks Markvörðurinn segir kollega sinn í sænska markinu hafa afgreitt leikinn í kvöld. 16. janúar 2015 21:29 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Björgvin Páll: Geðsýkin í gang og íslenska hjartað á réttum stað "Íslenska geðveikin gerir andstæðinginn aðeins hræddari við okkur“, segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins á HM í Katar. 16. janúar 2015 10:30 Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
„Sumir eiga skilið að fá high five. Í andlitið. Með stól.“ Þetta stóð í færslu sem Björgvin Páll Gústavsson setti á Twitter-síðu sína í gær og lék Vísi forvitni á að vita hvað hafi búið þar að baki. Ísland tapaði í gær fyrir Svíþjóð, 24-16, í sínum fyrsta leik á HM í Katar. „Bara pirringur út í sjálfan mig og okkur sem liðsheild. Ég held að ég hafi náð að orða þetta ágætlega. Við þurftum allir að fá high five í gær og hefðum kannski átt stólinn frekar skilið.“ Hann segir að nóttin hafi verið betri en hann hafi átt von á fyrirfram. „Ég náði að kryfja þetta frekar fljótt í hausnum og ég sofnaði ljúft og vært eftir að hafa horft á hina strákana okkar í fótboltanum í gær.“ „Ég var lengi að sofna en þó fljótari en venjulega,“ bætti hann við en meðal þess sem hann segir að hafi farið úrskeðis í gær voru einstaklingsmistök. Til marks um það hafi Ísland lítið sem ekkert nýtt hraðaupphlaupin sín í gær. „Mér fannst leikáætlunin ganga vel upp í gær. Við fengum mikið af færum og erum að skila okkar vinnu ágætlega. En þessi einstaklingsmistök sem við gerum eru slæm og bara hollt fyrir liðið að lenda í því. Nú þurfum við að taka ábyrgð á sjálfum okkur og næsta manni til að það komi ekki fyrir aftur.“ „Við þurfum að taka ábyrgðina allir saman og ég held að einstaklingurinn geti lært af þessum leik í gær.“ Strákarnir mæta Alsíringum strax á morgun og því lítill tími til að svekkja sig á tapi gærdagsins. „Við getum lært mikið af leiknum í gær og notað pirringinn eftir tapið í leiknum gegn Alsír. Við viljum gera betur. Leikurinn skiptir miklu upp á 16-liða úrslitin að gera og skyldusigur ef við ætlum okkur að fara eitthvað lengra í þessu móti.“ „Við tókum eitt skref aftur á bak í gær en nú þurfum við að núllstilla okkur og mæta klárir inn í næsta leik.“ Alsíringar spila gjörólíkan handbolta miðað við Svía eins og Björgvin Páll bendir á. „Þeir eru svolítið villtir, bæði í vörn og sókn. Þeir gera öðruvísi hluti og áskorun fyrir okkur að halda í við þá. Við þurfum að vera klókir til þess og mæta vel undirbúnir til leiks.“pic.twitter.com/zkK0Is0qgh— Björgvin Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 16, 2015
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Punghlífin og sólgleraugun klár - Björgvin er tilbúinn fyrir HM Strákarnir okkar ferðast til Katar í dag og hefja leik gegn Svíum á HM á föstudaginn. 13. janúar 2015 08:30 Bent Nyegård: Markvarslan er höfuðverkur Íslands Bent Nyegård, sérfræðingur Tv2 í Danmörku, ræddi við Fréttablaðið um möguleika íslenska liðsins á HM í Katar. 15. janúar 2015 21:45 Björgvin Páll sýnir okkur inn í búningsklefa strákanna Strákarnir okkar kunna vel við lífið í Doha enda er aðbúnaður allur til fyrirmyndar. 15. janúar 2015 09:27 Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks Markvörðurinn segir kollega sinn í sænska markinu hafa afgreitt leikinn í kvöld. 16. janúar 2015 21:29 Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15 Björgvin Páll: Geðsýkin í gang og íslenska hjartað á réttum stað "Íslenska geðveikin gerir andstæðinginn aðeins hræddari við okkur“, segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins á HM í Katar. 16. janúar 2015 10:30 Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Sjá meira
Punghlífin og sólgleraugun klár - Björgvin er tilbúinn fyrir HM Strákarnir okkar ferðast til Katar í dag og hefja leik gegn Svíum á HM á föstudaginn. 13. janúar 2015 08:30
Bent Nyegård: Markvarslan er höfuðverkur Íslands Bent Nyegård, sérfræðingur Tv2 í Danmörku, ræddi við Fréttablaðið um möguleika íslenska liðsins á HM í Katar. 15. janúar 2015 21:45
Björgvin Páll sýnir okkur inn í búningsklefa strákanna Strákarnir okkar kunna vel við lífið í Doha enda er aðbúnaður allur til fyrirmyndar. 15. janúar 2015 09:27
Björgvin Páll: Mætum eins og aular til leiks Markvörðurinn segir kollega sinn í sænska markinu hafa afgreitt leikinn í kvöld. 16. janúar 2015 21:29
Umfjöllun: Svíþjóð - Ísland 24-16 | Hörmungarbyrjun strákanna í Katar Skelfilegur fyrsti leikur Íslands á HM í handbolta. Strákarnir máttu þola slæmt tap gegn Svíum. 16. janúar 2015 15:15
Björgvin Páll: Geðsýkin í gang og íslenska hjartað á réttum stað "Íslenska geðveikin gerir andstæðinginn aðeins hræddari við okkur“, segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins á HM í Katar. 16. janúar 2015 10:30
Einkunnir Íslands eftir tapið gegn Svíum: Fimm leikmenn fá einn Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefur leikmönnum og þjálfurum Íslands einkunnir eftir leikina á HM í Katar. 16. janúar 2015 21:04