Aron: Við munum skjóta Anderson í kaf Arnar Björnsson í Katar skrifar 15. janúar 2015 18:00 Aron Pálmarsson. Vísir/Eva Björk Það kom berlega í ljós hve Aron Pálmarsson er mikilvægur hjá íslenska handboltalandsliðinu í leiknum gegn Dönum á dögunum. Aron segist vera í góðu standi og laus við meiðsli sem hafa verið að plaga hann að undanförnu. Ef leikirnir við Dani og Slóvena eru undanskildir hefur Aron ekki spilað með landsliðinu í undanförnum leikjum vegna meiðsla. „Áður en kom að leikjunum um daginn hafði ég ekki spilað með liðinu í 8-9 mánuði. Það er alltaf allt öðru vísi að spila með landsliðinu en félagsliði. Þetta er í annað sinn sem ég spila í Katar en mótið núna er miklu stærra og umgjörðin er frábær. Ég hef aldrei verið á jafnflottu hóteli og hér“. Strákarnir eru á Intercontinental hótelinu og það væsir ekki um þá þar. Aron er spenntur fyrir fyrsta leiknum á morgun. „Svíar eru með sterkt lið, þeir eru stórir og sterkir og með frábæra vörn. Sóknarleikur okkar hefur verið góður að undanförnu og við höfum nýtt tímann vel að undanförnu til að slípa leik okkar og við getum gert góða hluti hér í Katar“, segir stórskyttan og Aron er ánægður með að vera kominn í landsliðið á nýjan leik. „Ég er þakklátur fyrir að vera í landsliðinu og það er gaman að koma í hópinn á nýjan leik“. Þegar hann er spurður að því hvort sé skemmtilegra að skora eða að gefa stoðsendingar, stendur ekki á svari: „Það er skemmtilegra að gefa stoðsendingar en ef ég þarf að skora þá geri ég það“. Aron þarf á morgun að eiga við Matthias Andersson stemningskarlinn í marki sænska liðsins. Veit hann hvar á að skjóta á þann sænska? „Það hefur ekki litið þannig út í leikjum mínum með Kiel gegn Flensburg á morgun skjótum við Andersson í kaf“, segir brosandi Aron Pálmarsson. Það má sjá allt viðtal Arnars Björnssonar við Aron hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira
Það kom berlega í ljós hve Aron Pálmarsson er mikilvægur hjá íslenska handboltalandsliðinu í leiknum gegn Dönum á dögunum. Aron segist vera í góðu standi og laus við meiðsli sem hafa verið að plaga hann að undanförnu. Ef leikirnir við Dani og Slóvena eru undanskildir hefur Aron ekki spilað með landsliðinu í undanförnum leikjum vegna meiðsla. „Áður en kom að leikjunum um daginn hafði ég ekki spilað með liðinu í 8-9 mánuði. Það er alltaf allt öðru vísi að spila með landsliðinu en félagsliði. Þetta er í annað sinn sem ég spila í Katar en mótið núna er miklu stærra og umgjörðin er frábær. Ég hef aldrei verið á jafnflottu hóteli og hér“. Strákarnir eru á Intercontinental hótelinu og það væsir ekki um þá þar. Aron er spenntur fyrir fyrsta leiknum á morgun. „Svíar eru með sterkt lið, þeir eru stórir og sterkir og með frábæra vörn. Sóknarleikur okkar hefur verið góður að undanförnu og við höfum nýtt tímann vel að undanförnu til að slípa leik okkar og við getum gert góða hluti hér í Katar“, segir stórskyttan og Aron er ánægður með að vera kominn í landsliðið á nýjan leik. „Ég er þakklátur fyrir að vera í landsliðinu og það er gaman að koma í hópinn á nýjan leik“. Þegar hann er spurður að því hvort sé skemmtilegra að skora eða að gefa stoðsendingar, stendur ekki á svari: „Það er skemmtilegra að gefa stoðsendingar en ef ég þarf að skora þá geri ég það“. Aron þarf á morgun að eiga við Matthias Andersson stemningskarlinn í marki sænska liðsins. Veit hann hvar á að skjóta á þann sænska? „Það hefur ekki litið þannig út í leikjum mínum með Kiel gegn Flensburg á morgun skjótum við Andersson í kaf“, segir brosandi Aron Pálmarsson. Það má sjá allt viðtal Arnars Björnssonar við Aron hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Sjá meira