Aðeins 22 náðu að kaupa miða í almennri sölu á 1100 manna þorrablót Birgir Olgeirsson skrifar 14. janúar 2015 15:48 Margir stuðningsmanna Stjörnunnar eiga ekki kost á að mæta á blótið í ár. Vísir/Gunnar Mikil umræða hefur átt sér stað vegna miðasölu á þorrablót Stjörnunnar sem fer fram í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ 23. janúar næstkomandi. Hefur fyrirkomulag miðasölunnar verið gagnrýnt vegna fjölda miða sem hver og einn fékk að kaup. Miðasalan fór fram við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi klukkan níu í gærmorgun og voru 700 miðar í boði. Þegar búið var að afgreiða ríflega 22 einstaklinga úr langri röð var þeim tilkynnt sem eftir stóðu að miðarnir væru uppseldir. Ef fjöldi miða sem voru í sölu er deildur niður á þessa 22 má gera ráð fyrir að hver og einn hafi fengið um 31 miða. Miði á mat og ball kostaði 9.900 krónur. Sá sem keypti því til að mynda 31 miða við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi hefur reitt fram tæplega 307 þúsund krónur.„Þvílíkt rugl“ Ósáttir Garðbæingar hafa tjáð sig um miðasöluna á samfélagsmiðlum og sagði ein til að mynda: „Þetta er alveg ótrúlegt menn mega kaupa bara endalaust marga á mann. Síðan voru menn aftar í röðinni sem gátu svo bara kallað yfir línuna ef þeir þekktu einhvern og farið þannig fram fyrir röðina.“Önnur sem sem lýsir óánægju sinni á Facebook vegna miðasölunnar segist hafa verið númer 39 í röðinni þegar hún mætti í miðasöluna. „Það var uppselt þegar búið var að afgreiða 22. Sem sagt 22 aðilar keyptu 700 miða. Þvílíkt rugl!“Tilefni til endurskoðunar„Við erum ánægðir með að uppselt sé á þorrablótið og hlökkum til þeirrar vinnu sem framundan er í að gera þorrablótið eins glæsilegt úr garði og okkur er kostur, hér eftir sem hingað til,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, í samtali við Vísi um miðasöluna. Hann segir þorrablótsnefndina haf rætt um það innan sinna vébanda að setja takmörk á hvað hver gæti keypt marga miða en í ljósi reynslunnar síðastliðin fjórtán ár var ekki talin þörf á því. „Hin gríðarlega ásókn í miðana þetta árið gefur þorrablótsnefndinni hins vegar tilefni til að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næsta ár,“ segir Lúðvík.1100 miðarStjarnan gefur út ellefu hundruð miða en 800 þeirra fóru í almenna sölu. Lúðvík segir 65 miða hafa verið selda stærstu bakhjörlum þorrablótsins. Þá keyptu nefndarmenn í þorrablótsnefndinni miða fyrir sig og maka sína. „Þeir miðar sem á vantar til að fylla fjöldann fóru til aðila tengdum félaginu, stjórnum deilda og fleira,“ segir Lúðvík. Þetta þorrablót nýtur mikilla vinsælda í Garðabæ og er einn af eftirsóttustu menningarviðburðum byggðarlagsins en sjá má myndir frá þorrablótinu 2013 hér fyrir neðan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Mikil umræða hefur átt sér stað vegna miðasölu á þorrablót Stjörnunnar sem fer fram í íþróttahúsinu Mýrinni í Garðabæ 23. janúar næstkomandi. Hefur fyrirkomulag miðasölunnar verið gagnrýnt vegna fjölda miða sem hver og einn fékk að kaup. Miðasalan fór fram við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi klukkan níu í gærmorgun og voru 700 miðar í boði. Þegar búið var að afgreiða ríflega 22 einstaklinga úr langri röð var þeim tilkynnt sem eftir stóðu að miðarnir væru uppseldir. Ef fjöldi miða sem voru í sölu er deildur niður á þessa 22 má gera ráð fyrir að hver og einn hafi fengið um 31 miða. Miði á mat og ball kostaði 9.900 krónur. Sá sem keypti því til að mynda 31 miða við afgreiðslu Íslandsbanka á Garðatorgi hefur reitt fram tæplega 307 þúsund krónur.„Þvílíkt rugl“ Ósáttir Garðbæingar hafa tjáð sig um miðasöluna á samfélagsmiðlum og sagði ein til að mynda: „Þetta er alveg ótrúlegt menn mega kaupa bara endalaust marga á mann. Síðan voru menn aftar í röðinni sem gátu svo bara kallað yfir línuna ef þeir þekktu einhvern og farið þannig fram fyrir röðina.“Önnur sem sem lýsir óánægju sinni á Facebook vegna miðasölunnar segist hafa verið númer 39 í röðinni þegar hún mætti í miðasöluna. „Það var uppselt þegar búið var að afgreiða 22. Sem sagt 22 aðilar keyptu 700 miða. Þvílíkt rugl!“Tilefni til endurskoðunar„Við erum ánægðir með að uppselt sé á þorrablótið og hlökkum til þeirrar vinnu sem framundan er í að gera þorrablótið eins glæsilegt úr garði og okkur er kostur, hér eftir sem hingað til,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, formaður þorrablótsnefndar Stjörnunnar, í samtali við Vísi um miðasöluna. Hann segir þorrablótsnefndina haf rætt um það innan sinna vébanda að setja takmörk á hvað hver gæti keypt marga miða en í ljósi reynslunnar síðastliðin fjórtán ár var ekki talin þörf á því. „Hin gríðarlega ásókn í miðana þetta árið gefur þorrablótsnefndinni hins vegar tilefni til að endurskoða fyrirkomulagið fyrir næsta ár,“ segir Lúðvík.1100 miðarStjarnan gefur út ellefu hundruð miða en 800 þeirra fóru í almenna sölu. Lúðvík segir 65 miða hafa verið selda stærstu bakhjörlum þorrablótsins. Þá keyptu nefndarmenn í þorrablótsnefndinni miða fyrir sig og maka sína. „Þeir miðar sem á vantar til að fylla fjöldann fóru til aðila tengdum félaginu, stjórnum deilda og fleira,“ segir Lúðvík. Þetta þorrablót nýtur mikilla vinsælda í Garðabæ og er einn af eftirsóttustu menningarviðburðum byggðarlagsins en sjá má myndir frá þorrablótinu 2013 hér fyrir neðan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira