Róbert: Það er "groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag Arnar Björnsson í Katar skrifar 21. janúar 2015 11:00 Róbert Gunnarsson og Luka Karabatić. Vísir/Eva Björk Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. Róbert skoraði tvö mörk gegn Frökkum í leiknum á HM í handbolta í gær en það seinna gerði hann í byrjun seinni hálfleiks þegar Íslendingar náðu fjögurra marka forystu, 16-12. Er skrokkurinn ekki lemstraður eftir leikinn? „Hann er bara furðu góður það voru svo margir brottrekstrar í leiknum þannig að maður tók nú bara þátt í einum fjórða úr leiknum. Áður fyrr var spilað dag eftir dag, þá var ég yngri en ég er skynsamari núna. Núna er maður farinn að hugsa betur um sig og meðan skrokkurinn heldur þá er maður bara mjög ánægður," sagði Róbert. Róbert spilar í Frakklandi og hann hlýtur að vera ánægður með jafnteflið. „Já það verður auðveldara að fara til Frakklands, hvernig sem mótið fer, þeir geta þá ekki sagt að þeir hafi unnið okkur. Þeir vita alveg að við hefðum getað unnið leikinn í lokin þannig að ég get mætt til Frakklands með hökuna hátt," sagði Róbert. Hvernig verður leikurinn við Tékka eru þeir svipaðir og Frakkarnir? „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Ég reikna nú með því að Frakkarnir séu sterkari. Við virðumst alltaf spila á sama „leveli“ og andstæðingurinn, það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila, Frakklandi eða Alsír því við dettum alltaf á sama plan. Það er „groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag. Við þurfum að undirbúa okkur vel og sjáum þá hvert það fer með okkur," segir Róbet. „Það er auðvitað markmiðið hjá okkur að vinna hvern einasta leik. Við eigum Egyptana í síðasta leiknum í riðlinum og þeir eru með fjölmarga stuðningsmenn hérna," segir Róbert. Leikmenn og þjálfarar hafa ekki alltaf skilið dómgæsluna í keppninni hingað til. Hvert er álit Róberts á störfum dómaranna? „Jú það er mikið talað um dómgæsluna og við erum búnir að lenda í þessu tvisvar sinnum. Í gær voru nokkrir furðulegir dómar. Leikmenn úr báðum liðum fuku útaf fyrir ekki neitt. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi komið meira niður á öðru liðinu en þetta gerir okkar vinnu svolítið erfiða þegar maður veit ekkert hvað má. Þetta er svolítið leiðinlegt fyrir boltann, þá er búið að taka fókusinn af handboltanum. Svona hefur þetta alltaf verið. Það er sett einhver lína í byrjun og svo deyr hún hægt og rólega út. Seinna í mótinu kemur eðlileg dómgæsla þegar bestu dómararnir dæma og vonandi fáum við að upplifa það með því að fara langt. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. HM 2015 í Katar Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson segir að það verði auðveldara fyrir hann að fara "heim" til Frakklands eftir HM í handbolta eftir að Frakkarnir náðu ekki að vinna íslenska liðið í gær. Róbert skoraði tvö mörk gegn Frökkum í leiknum á HM í handbolta í gær en það seinna gerði hann í byrjun seinni hálfleiks þegar Íslendingar náðu fjögurra marka forystu, 16-12. Er skrokkurinn ekki lemstraður eftir leikinn? „Hann er bara furðu góður það voru svo margir brottrekstrar í leiknum þannig að maður tók nú bara þátt í einum fjórða úr leiknum. Áður fyrr var spilað dag eftir dag, þá var ég yngri en ég er skynsamari núna. Núna er maður farinn að hugsa betur um sig og meðan skrokkurinn heldur þá er maður bara mjög ánægður," sagði Róbert. Róbert spilar í Frakklandi og hann hlýtur að vera ánægður með jafnteflið. „Já það verður auðveldara að fara til Frakklands, hvernig sem mótið fer, þeir geta þá ekki sagt að þeir hafi unnið okkur. Þeir vita alveg að við hefðum getað unnið leikinn í lokin þannig að ég get mætt til Frakklands með hökuna hátt," sagði Róbert. Hvernig verður leikurinn við Tékka eru þeir svipaðir og Frakkarnir? „Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur. Ég reikna nú með því að Frakkarnir séu sterkari. Við virðumst alltaf spila á sama „leveli“ og andstæðingurinn, það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila, Frakklandi eða Alsír því við dettum alltaf á sama plan. Það er „groundhog day“ hjá okkur dag eftir dag. Við þurfum að undirbúa okkur vel og sjáum þá hvert það fer með okkur," segir Róbet. „Það er auðvitað markmiðið hjá okkur að vinna hvern einasta leik. Við eigum Egyptana í síðasta leiknum í riðlinum og þeir eru með fjölmarga stuðningsmenn hérna," segir Róbert. Leikmenn og þjálfarar hafa ekki alltaf skilið dómgæsluna í keppninni hingað til. Hvert er álit Róberts á störfum dómaranna? „Jú það er mikið talað um dómgæsluna og við erum búnir að lenda í þessu tvisvar sinnum. Í gær voru nokkrir furðulegir dómar. Leikmenn úr báðum liðum fuku útaf fyrir ekki neitt. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi komið meira niður á öðru liðinu en þetta gerir okkar vinnu svolítið erfiða þegar maður veit ekkert hvað má. Þetta er svolítið leiðinlegt fyrir boltann, þá er búið að taka fókusinn af handboltanum. Svona hefur þetta alltaf verið. Það er sett einhver lína í byrjun og svo deyr hún hægt og rólega út. Seinna í mótinu kemur eðlileg dómgæsla þegar bestu dómararnir dæma og vonandi fáum við að upplifa það með því að fara langt. Það má sjá allt viðtalið við hann í myndbandinu hér fyrir neðan.
HM 2015 í Katar Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira