Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2015 10:56 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Eva Björk Danir unnu þriggja marka sigur, 36-33, á Slóvenum í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar í dag. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar mæta Króötum í leik um 5. sætið á morgun. Eins og lokatölurnar bera með sér var fátt um varnir í leiknum í dag og markvarsla liðanna var ekki upp á marga fiska, sérstaklega hjá Slóveníu. Sóknarleikur liðanna gekk hins vegar smurt þar sem hægri hornamennirnir, þeir Lasse Svan Hansen og Dragan Gajic, voru í aðalhlutverkum. Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum tilraunum og var öryggið uppmálað allan leikinn. Gajic, sem er markahæsti leikmaður HM, var litlu síðri en þessi magnaði hornamaður skoraði tólf mörk, þar af sex úr vítaköstum. Slóvenar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks þrátt fyrir að hafa fengið þrjár brottvísanir á fyrstu tólf mínútunum. Slóvenía komst í fjórgang tveimur mörkum yfir en í stöðunni 6-8 kom frábær kafli hjá Dönum. Lærisveinar Guðmundar skelltu í lás í vörninni, Nicklas Landin fór að verja og það skilaði auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Danir skoruðu sjö mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 13-8. Vörn Slóveníu var hriplek allan leikinn og markverðirnir voru litlu skárri en þeir vörðu aðeins fjögur skot í öllum leiknum. Danir komust þrívegis sex mörkum yfir en Slóvenar áttu ágætis endasprett í fyrri hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 18-15. Mads Christiansen sá hins vegar til þess að Danir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Christiansen átti frábæran leik í danska liðinu í dag; spilaði hverja einustu mínútu, skoraði sjö mörk og gaf tíu stoðsendingar. Seinni hálfleikurinn var jafn til að byrja með en í stöðunni 24-20 tóku Danir framúr, skoruðu fimm mörk gegn tveimur og náðu sjö marka forystu, 29-22. Þegar þarna var komið við sögu voru dómararnir frá Katar búnir að reka tvo leikmenn Slóveníu, Matej Gaber og Miha Zvizej, af velli með beint rautt spjald fyrir mis alvarlegar sakir. Þrátt fyrir mótlætið gáfust Slóvenar ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 29-26. Þá var Guðmundi nóg boðið, tók leikhlé og brýndi sína menn. Danir náðu vopnum sínum á ný, juku muninn upp í fimm mörk og unnu að lokum þriggja marka sigur, 36-33. HM 2015 í Katar Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira
Danir unnu þriggja marka sigur, 36-33, á Slóvenum í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar í dag. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar mæta Króötum í leik um 5. sætið á morgun. Eins og lokatölurnar bera með sér var fátt um varnir í leiknum í dag og markvarsla liðanna var ekki upp á marga fiska, sérstaklega hjá Slóveníu. Sóknarleikur liðanna gekk hins vegar smurt þar sem hægri hornamennirnir, þeir Lasse Svan Hansen og Dragan Gajic, voru í aðalhlutverkum. Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum tilraunum og var öryggið uppmálað allan leikinn. Gajic, sem er markahæsti leikmaður HM, var litlu síðri en þessi magnaði hornamaður skoraði tólf mörk, þar af sex úr vítaköstum. Slóvenar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks þrátt fyrir að hafa fengið þrjár brottvísanir á fyrstu tólf mínútunum. Slóvenía komst í fjórgang tveimur mörkum yfir en í stöðunni 6-8 kom frábær kafli hjá Dönum. Lærisveinar Guðmundar skelltu í lás í vörninni, Nicklas Landin fór að verja og það skilaði auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Danir skoruðu sjö mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 13-8. Vörn Slóveníu var hriplek allan leikinn og markverðirnir voru litlu skárri en þeir vörðu aðeins fjögur skot í öllum leiknum. Danir komust þrívegis sex mörkum yfir en Slóvenar áttu ágætis endasprett í fyrri hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 18-15. Mads Christiansen sá hins vegar til þess að Danir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Christiansen átti frábæran leik í danska liðinu í dag; spilaði hverja einustu mínútu, skoraði sjö mörk og gaf tíu stoðsendingar. Seinni hálfleikurinn var jafn til að byrja með en í stöðunni 24-20 tóku Danir framúr, skoruðu fimm mörk gegn tveimur og náðu sjö marka forystu, 29-22. Þegar þarna var komið við sögu voru dómararnir frá Katar búnir að reka tvo leikmenn Slóveníu, Matej Gaber og Miha Zvizej, af velli með beint rautt spjald fyrir mis alvarlegar sakir. Þrátt fyrir mótlætið gáfust Slóvenar ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 29-26. Þá var Guðmundi nóg boðið, tók leikhlé og brýndi sína menn. Danir náðu vopnum sínum á ný, juku muninn upp í fimm mörk og unnu að lokum þriggja marka sigur, 36-33.
HM 2015 í Katar Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Sjá meira