Engin bein áhrif en lögreglustjóra til álitshnekkis Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. febrúar 2015 19:12 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum var ekki innan valdheimilda þegar hún sendi Gísla Freyr Valdórssyni fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um hælisleitandann hælisleitendur. Úrskurðurinn var birtur fyrir aðilum málsins í dag, þ.e. kvartendum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleirum og Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Gísli Freyr Valdórsson þáverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra ræddi þrívegis í síma við Sigríði Björk daginn sem trúnaðargögn um hælisleitendur birtist í fjölmiðlum. Úrskurðurinn er dagsettur 25. febrúar og undir hann ritar meðal annars Björg Thorarensen, lagaprófessor, sem er stjórnarformaður Persónuverndar. Í úrskurðarorði segir: „Miðlun Lögreglunnar á Suðurnesjum á skýrsludrögum með persónuupplýsingum um Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleiri einstaklinga til innanríkisráðuneytisins hinn 20. nóvember 2013, sem og beiðni ráðuneytisins þar að lútandi, studdist ekki við viðhlítandi lagaheimild.“Stefán Karl Kristjánsson hrl. er lögmaður Tony Omos.„Það er vissulega rétt að þetta er niðurstaða í málinu. Næstu dagar fara í að lesa úrskurðinn og athuga hvaða þýðingu hann hefur fyrir minn umbjóðanda,“ segir Stefán Karl Kristjánsson lögmaður Tony Omos. Stefán Karl útilokar ekki að umbjóðandi hans leiti réttar síns í formi skaðabóta. Er lögreglustjóra sem brýtur lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sætt í embætti? „Það er einfaldlega spurning sem lögreglustjóri þarf að svara sjálfur. Ég vænti þess að lögreglustjóri ræði við sína yfirmenn og aðra og meti sína stöðu,“ segir Stefán Karl.Þarf ekki sjálfkrafa að segja af sér Úrskurður Persónuverndar hefur ekki sjálfkrafa þau réttaráhrif að Sigríður Björk þurfi að segja af sér sem lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segja má að úrskurðurinn sé lögreglustjóranum til álitshnekkis enda var um að ræða viðkvæmar trúnaðarupplýsingar um einstaklinga og engin lagaheimild til staðar fyrir miðlun þeirra.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hyggst gefa sér nokkra daga til að fara yfir úrskurð Persónuverndar og að svo búnu tjá sig um málið.Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, segir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hafa fengið úrskurðinn í hendur. Ráðherrann muni gefa sér tíma á næstu dögum til að fara yfir hann og að svo búnu tjá sig um niðurstöðuna. Sigríður Björk segir sjálf í yfirlýsingu sem hún sendi nú undir kvöld að hún telji sig hafa verið innan lagaheimilda þegar lögreglan á Suðurnesjum sendi gögn til innanríkisráðuneytisins. Sjá hér. Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum var ekki innan valdheimilda þegar hún sendi Gísla Freyr Valdórssyni fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um hælisleitandann hælisleitendur. Úrskurðurinn var birtur fyrir aðilum málsins í dag, þ.e. kvartendum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleirum og Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Gísli Freyr Valdórsson þáverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra ræddi þrívegis í síma við Sigríði Björk daginn sem trúnaðargögn um hælisleitendur birtist í fjölmiðlum. Úrskurðurinn er dagsettur 25. febrúar og undir hann ritar meðal annars Björg Thorarensen, lagaprófessor, sem er stjórnarformaður Persónuverndar. Í úrskurðarorði segir: „Miðlun Lögreglunnar á Suðurnesjum á skýrsludrögum með persónuupplýsingum um Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleiri einstaklinga til innanríkisráðuneytisins hinn 20. nóvember 2013, sem og beiðni ráðuneytisins þar að lútandi, studdist ekki við viðhlítandi lagaheimild.“Stefán Karl Kristjánsson hrl. er lögmaður Tony Omos.„Það er vissulega rétt að þetta er niðurstaða í málinu. Næstu dagar fara í að lesa úrskurðinn og athuga hvaða þýðingu hann hefur fyrir minn umbjóðanda,“ segir Stefán Karl Kristjánsson lögmaður Tony Omos. Stefán Karl útilokar ekki að umbjóðandi hans leiti réttar síns í formi skaðabóta. Er lögreglustjóra sem brýtur lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sætt í embætti? „Það er einfaldlega spurning sem lögreglustjóri þarf að svara sjálfur. Ég vænti þess að lögreglustjóri ræði við sína yfirmenn og aðra og meti sína stöðu,“ segir Stefán Karl.Þarf ekki sjálfkrafa að segja af sér Úrskurður Persónuverndar hefur ekki sjálfkrafa þau réttaráhrif að Sigríður Björk þurfi að segja af sér sem lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segja má að úrskurðurinn sé lögreglustjóranum til álitshnekkis enda var um að ræða viðkvæmar trúnaðarupplýsingar um einstaklinga og engin lagaheimild til staðar fyrir miðlun þeirra.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hyggst gefa sér nokkra daga til að fara yfir úrskurð Persónuverndar og að svo búnu tjá sig um málið.Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, segir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hafa fengið úrskurðinn í hendur. Ráðherrann muni gefa sér tíma á næstu dögum til að fara yfir hann og að svo búnu tjá sig um niðurstöðuna. Sigríður Björk segir sjálf í yfirlýsingu sem hún sendi nú undir kvöld að hún telji sig hafa verið innan lagaheimilda þegar lögreglan á Suðurnesjum sendi gögn til innanríkisráðuneytisins. Sjá hér.
Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27
Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13