Viðar Örn: Algjör heiður að fá að vera hérna Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 17:30 Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, flaug ekki með strákunum okkar frá Frankfurt til Astana. Þar mætir liðið Kasakstan í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. Það var auðvitað algjörlega tilgangslaust og hefði bara lengt ferðalag Selfyssingins sem spilar með Jiangsu Guoxin-Sainty í Nanjing í Kína og kom því úr annarri átt. „Ég flaug í tvo og hálfan tíma. Ég er eiginlega bara hjá landamærunum þannig að þetta var mjög stutt ferðalag fyrir mig,“ segir Viðar Örn við Vísi. „Þetta er mjög stutt frá og að vissu leyti er þetta smá líkt,“ segir hann um Astana og Nanjing. Það er þó öllu kaldara í Astana. „Það var að ég held mínus tíu í morgun þannig að við höldum okkur bara inni. Það er mjög gott fyrir bæði lið að leikurinn fari fram innanhúss,“ segir Viðar Örn. Viðar Örn hefur farið vel af stað með kínverska liðinu þar sem hann spilar ásamt Sölva Geir Ottesen, landsliðsmiðverði. „Ég er kominn með einhver tvö mörk í fyrstu þremur leikjunum og hefði átt að vera búinn að skora fleiri. Þetta er búið að byrja ágætlega og verður vonandi bara byrjunin á einhverju stærra,“ segir Viðar Örn. „Þetta er öðruvísi bolti en ég er vanur, það er meira tempó og minni taktík. Það er fullt af flottum leikmönnum þarna en þetta er öðruvísi fótbolti.“ „Mörkin hjá mér voru ekta framherjamörk eftir fyrirgjafir. Mjög fín mörk að mínu mati.“ Selfyssingurinn er hæstánægður með að vera í landsliðshópnum en hann kom vel inn í vináttuleikinn gegn Belgíu á síðasta ári og minnti á sig. „Það er algjör heiður að vera hérna. Liðið stendur sig mjög vel núna og þetta er gífurlega mikilvægur leikur á móti Kasakstan. Ég vonast eftir því að fá að spila eins og flestir í hópnum. Það væri draumur að fá að spila,“ segir Viðar Örn. „Samkeppnin er mikil og hópurinn er frábær. Það er mikill heiður að fá að spila.“ „Við þurfum að frá topp frammistöðu frá hverjum einasta leikmanni og sem fæst mistök. Þá getum við náð góðum úrslitum. Það er það sem við stefnum á,“ segir Viðar Örn Kjartansson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar kom sólarhring seinna en hinir landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, náði ekki fyrstu æfingu íslenska liðsins út í Kasakstan í gær því hann kom ekki fyrr en um sólarhring seinna en restin af liðinu. 25. mars 2015 09:06 Strákarnir æfa í Astana | Myndir Allir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta æfðu í dag fyrir leikinn gegn Kasakstan í undakeppni EM 2016 á laugardaginn. 25. mars 2015 13:15 Kolbeinn: Ég er hundrað prósent klár Kolbeinn Sigþórsson á von á erfiðum leik gegn Kasakstan sem Ísland verði að vinna. 25. mars 2015 14:30 Furðuleg auglýsing fyrir leik Íslands og Kasakstan | Myndband Strákarnir okkar mæta Kasakstan í Astana á laugardaginn og þurfa á sigri að halda. 25. mars 2015 10:30 Strákarnir eru ánægðir með gervigrasið í Astana Íslensku landsliðsmennirnir hafa æft einu sinni á gervigrasinu í Astana og þeir bera því góða söguna. 25. mars 2015 15:15 Aron Einar: Þetta er skyldusigur - svo einfalt er það Landsliðsfyrirliðinn segir stráka búna að fara yfir hvað fór úrskeiðis gegn Tékkum og það á að bæta. 25. mars 2015 16:45 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson, landsliðsframherji í fótbolta, flaug ekki með strákunum okkar frá Frankfurt til Astana. Þar mætir liðið Kasakstan í undankeppni EM 2016 á laugardaginn. Það var auðvitað algjörlega tilgangslaust og hefði bara lengt ferðalag Selfyssingins sem spilar með Jiangsu Guoxin-Sainty í Nanjing í Kína og kom því úr annarri átt. „Ég flaug í tvo og hálfan tíma. Ég er eiginlega bara hjá landamærunum þannig að þetta var mjög stutt ferðalag fyrir mig,“ segir Viðar Örn við Vísi. „Þetta er mjög stutt frá og að vissu leyti er þetta smá líkt,“ segir hann um Astana og Nanjing. Það er þó öllu kaldara í Astana. „Það var að ég held mínus tíu í morgun þannig að við höldum okkur bara inni. Það er mjög gott fyrir bæði lið að leikurinn fari fram innanhúss,“ segir Viðar Örn. Viðar Örn hefur farið vel af stað með kínverska liðinu þar sem hann spilar ásamt Sölva Geir Ottesen, landsliðsmiðverði. „Ég er kominn með einhver tvö mörk í fyrstu þremur leikjunum og hefði átt að vera búinn að skora fleiri. Þetta er búið að byrja ágætlega og verður vonandi bara byrjunin á einhverju stærra,“ segir Viðar Örn. „Þetta er öðruvísi bolti en ég er vanur, það er meira tempó og minni taktík. Það er fullt af flottum leikmönnum þarna en þetta er öðruvísi fótbolti.“ „Mörkin hjá mér voru ekta framherjamörk eftir fyrirgjafir. Mjög fín mörk að mínu mati.“ Selfyssingurinn er hæstánægður með að vera í landsliðshópnum en hann kom vel inn í vináttuleikinn gegn Belgíu á síðasta ári og minnti á sig. „Það er algjör heiður að vera hérna. Liðið stendur sig mjög vel núna og þetta er gífurlega mikilvægur leikur á móti Kasakstan. Ég vonast eftir því að fá að spila eins og flestir í hópnum. Það væri draumur að fá að spila,“ segir Viðar Örn. „Samkeppnin er mikil og hópurinn er frábær. Það er mikill heiður að fá að spila.“ „Við þurfum að frá topp frammistöðu frá hverjum einasta leikmanni og sem fæst mistök. Þá getum við náð góðum úrslitum. Það er það sem við stefnum á,“ segir Viðar Örn Kjartansson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar kom sólarhring seinna en hinir landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, náði ekki fyrstu æfingu íslenska liðsins út í Kasakstan í gær því hann kom ekki fyrr en um sólarhring seinna en restin af liðinu. 25. mars 2015 09:06 Strákarnir æfa í Astana | Myndir Allir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta æfðu í dag fyrir leikinn gegn Kasakstan í undakeppni EM 2016 á laugardaginn. 25. mars 2015 13:15 Kolbeinn: Ég er hundrað prósent klár Kolbeinn Sigþórsson á von á erfiðum leik gegn Kasakstan sem Ísland verði að vinna. 25. mars 2015 14:30 Furðuleg auglýsing fyrir leik Íslands og Kasakstan | Myndband Strákarnir okkar mæta Kasakstan í Astana á laugardaginn og þurfa á sigri að halda. 25. mars 2015 10:30 Strákarnir eru ánægðir með gervigrasið í Astana Íslensku landsliðsmennirnir hafa æft einu sinni á gervigrasinu í Astana og þeir bera því góða söguna. 25. mars 2015 15:15 Aron Einar: Þetta er skyldusigur - svo einfalt er það Landsliðsfyrirliðinn segir stráka búna að fara yfir hvað fór úrskeiðis gegn Tékkum og það á að bæta. 25. mars 2015 16:45 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
Aron Einar kom sólarhring seinna en hinir landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, náði ekki fyrstu æfingu íslenska liðsins út í Kasakstan í gær því hann kom ekki fyrr en um sólarhring seinna en restin af liðinu. 25. mars 2015 09:06
Strákarnir æfa í Astana | Myndir Allir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta æfðu í dag fyrir leikinn gegn Kasakstan í undakeppni EM 2016 á laugardaginn. 25. mars 2015 13:15
Kolbeinn: Ég er hundrað prósent klár Kolbeinn Sigþórsson á von á erfiðum leik gegn Kasakstan sem Ísland verði að vinna. 25. mars 2015 14:30
Furðuleg auglýsing fyrir leik Íslands og Kasakstan | Myndband Strákarnir okkar mæta Kasakstan í Astana á laugardaginn og þurfa á sigri að halda. 25. mars 2015 10:30
Strákarnir eru ánægðir með gervigrasið í Astana Íslensku landsliðsmennirnir hafa æft einu sinni á gervigrasinu í Astana og þeir bera því góða söguna. 25. mars 2015 15:15
Aron Einar: Þetta er skyldusigur - svo einfalt er það Landsliðsfyrirliðinn segir stráka búna að fara yfir hvað fór úrskeiðis gegn Tékkum og það á að bæta. 25. mars 2015 16:45