„Ég bíð bara við símann“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. apríl 2015 19:30 Priyanka Thapa, nepölsk kona búsett hér á landi, hefur ekki enn heyrt frá fjölskyldu sinni eftir jarðskjálftann á laugardaginn og segist hafa þungar áhyggjur. Forsætisráðherra landsins óttast að allt að tíu þúsund manns hafi látist í skjálftanum. Eyðileggingin í Nepal er gríðarleg, tugþúsundir hafa misst heimili sín og fjöldi látinna og slasaðra hækkar dag frá degi. Björgunaraðgerðir eru enn í fullum gangi en ein og hálf milljón er án matar og drykkjarvatns, auk þess sem mikil þörf er á tjöldum og lyfjum. Móðir Priyönku og systir búa í Katmandú en hún hefur ekkert heyrt frá þeim síðan skjálftinn reið yfir en hefur þó fengið óljósar upplýsingar um að það sé í lagi með þær. „Ég er búin að reyna að hringja frá því á laugardaginn, kannski þúsund sinnum, en hef ekker heyrt,“ segir hún. Nær ekkert samband er á svæðinu en Priyanka vonar að fjölskylda hennar haldi til í neyðarskýlum í borginni. Undanfarna daga hefur hún fengið slæmar fréttir. Fimm vinir hennar létust í skjálftanum „Þetta var mjög erfitt að heyra... ég er ennþá með þau á facebook. Priyanka segist íhuga að fara út. „Það sem vantar eru neyðarbyrgðir og ég er að hugsa að peningarnir sem ég myndi nota til að kaupa flugmiða gæti ég notað til að kaupa mat fyrir fullt af fólki í Nepal. Svo ég er að hugsa um hvernig er best að safna peningum til að senda,“ segir hún og vonast til að heyra í fjölskyldu sinni um leið og samband batnar á svæðinu. „Ég bíð bara hér við símann til að ná sambandi og heyra frá mömmu minni og systur og heyra að það sé allt í lagi. Það er það sem mig langar að heyra“. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Priyanka Thapa, nepölsk kona búsett hér á landi, hefur ekki enn heyrt frá fjölskyldu sinni eftir jarðskjálftann á laugardaginn og segist hafa þungar áhyggjur. Forsætisráðherra landsins óttast að allt að tíu þúsund manns hafi látist í skjálftanum. Eyðileggingin í Nepal er gríðarleg, tugþúsundir hafa misst heimili sín og fjöldi látinna og slasaðra hækkar dag frá degi. Björgunaraðgerðir eru enn í fullum gangi en ein og hálf milljón er án matar og drykkjarvatns, auk þess sem mikil þörf er á tjöldum og lyfjum. Móðir Priyönku og systir búa í Katmandú en hún hefur ekkert heyrt frá þeim síðan skjálftinn reið yfir en hefur þó fengið óljósar upplýsingar um að það sé í lagi með þær. „Ég er búin að reyna að hringja frá því á laugardaginn, kannski þúsund sinnum, en hef ekker heyrt,“ segir hún. Nær ekkert samband er á svæðinu en Priyanka vonar að fjölskylda hennar haldi til í neyðarskýlum í borginni. Undanfarna daga hefur hún fengið slæmar fréttir. Fimm vinir hennar létust í skjálftanum „Þetta var mjög erfitt að heyra... ég er ennþá með þau á facebook. Priyanka segist íhuga að fara út. „Það sem vantar eru neyðarbyrgðir og ég er að hugsa að peningarnir sem ég myndi nota til að kaupa flugmiða gæti ég notað til að kaupa mat fyrir fullt af fólki í Nepal. Svo ég er að hugsa um hvernig er best að safna peningum til að senda,“ segir hún og vonast til að heyra í fjölskyldu sinni um leið og samband batnar á svæðinu. „Ég bíð bara hér við símann til að ná sambandi og heyra frá mömmu minni og systur og heyra að það sé allt í lagi. Það er það sem mig langar að heyra“.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira