Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 11:10 Pétur Kristinn Guðmarsson í dómssal í morgun. Vísir/GVA Rúmlega hálftímalangt símtal var spilað við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í morgun. Ræddi einn af ákærðu málinu, Pétur Kristinn Guðmarsson, við einn af sínum bestu vinum í símtalinu. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna Símtalið var tekið upp við rannsókn málsins og er frá 12. maí 2010. Skömmu áður hafði Pétur verið kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu vegna aðildar sinnar að meintri markaðsmisnotkun í Kaupþingi á ellefu mánaða tímabili fyrir hrun bankans.Sagði allt sem hann vissi og mundi Í símtalinu kom meðal annars fram að Pétur hafi fengið að vita það þegar hann kom til skýrslutöku að hann væri með stöðu sakbornings í málinu. Sagði hann við vin sinn að honum hefði þá liðið „hræðilega”. Vinur hans spurði hann hvort hann væri viss um að hann yrði kærður: „Lögreglumaðurinn sagði við mig „að öllum líkindum munum við ekki kæra starfsmenn á plani,”” svaraði Pétur þá. Hann sagði svo að hann hafi aðeins verið að framfylgja stefnu og fyrirmælum yfirmanna sinna og öll ákvarðanataka hafi ekki verið í höndum hans eða annarra starfsmanna eigin viðskipta Kaupþings sem komu að kaupum og sölu með bréf í bankanum. Þá bætti Pétur við að lögfræðingur hans væri mjög bjartsýnn. „Ég sagði bara allt sem ég veit og ég mundi. [...] En við erum bara starfsmenn á plani og erum bara í okkar eigin boxi hérna. Við vissum til dæmis ekkert hvernig þessir pakkar voru fjármagnaðir eða neitt.”„Heiðarlegasti maður á landinu“ Vinur hans spurði hann svo hvort rætt hafi verið við hann um kaup og kjör hans hjá bankanum. Sagði Pétur að það hafi verið rætt. Hann hafi til að mynda sagt að hann hafði ekki haft neina fjárhagslega hagsmuni af viðskiptunum. Þá ræddi hann líka við vin sinn um yfirmenn sína, þá Einar Pálma Sigmundsson, forstöðumann eigin viðskipta hjá Kaupþingi, og Ingólf Helgason, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Báðir eru ákærðir í markaðsmisnotkunarmálinu. Pétur sagðist vita að Einar Pálmi væri „heiðarlegasti maður á landinu” og að Ingólfur hafi alltaf verið „kammó, yfirvegaður og með allt á hreinu.” „Yfirmennirnir voru bara ofurmenni. Þeir vissu allt, kunnu allt.”Sögðu 'húrra' þegar Al-Thani keypti Augljóst er af upptöku símtalsins að Pétri leið illa dagana eftir að hann var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins. „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar. [...] Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann.” Þá sagði hann einnig við vin sinn: „Er ég góður maður? Er ég glæpamaður? Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta? Ef þeir ætla að fara svona langt þá geta þeir alveg handtekið 200-300 manns.” Í símtalinu ræddu þeir einnig stuttlega um viðskipti Al Thani með bréf í bankanum og sagði Pétur: „Þegar Al Thani keypti þá sögðum við bara „húrra, þetta er frábært!” Kölluðum þetta yfir á gjaldeyrisborðið, það var eitthvað vandamál þar, það vantaði „cash” og við vorum bara “það eru 30 milljarðar á leiðinni.” En svo sér maður bara eftir á að bankinn fjármagnaði þetta og peningarnir komu aldrei.” Undir lok símtalsins ræddu þeir svo um að best væri að ræða þetta ekki við marga. Pétur sagði þá vini sínum til dæmis að hann ætti eftir að segja foreldrum sínum frá þessu. Hann hefur miklar áhyggjur af hvernig þau bregðist við: „Ég held að mamma muni fá flog.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Rúmlega hálftímalangt símtal var spilað við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í morgun. Ræddi einn af ákærðu málinu, Pétur Kristinn Guðmarsson, við einn af sínum bestu vinum í símtalinu. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna Símtalið var tekið upp við rannsókn málsins og er frá 12. maí 2010. Skömmu áður hafði Pétur verið kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu vegna aðildar sinnar að meintri markaðsmisnotkun í Kaupþingi á ellefu mánaða tímabili fyrir hrun bankans.Sagði allt sem hann vissi og mundi Í símtalinu kom meðal annars fram að Pétur hafi fengið að vita það þegar hann kom til skýrslutöku að hann væri með stöðu sakbornings í málinu. Sagði hann við vin sinn að honum hefði þá liðið „hræðilega”. Vinur hans spurði hann hvort hann væri viss um að hann yrði kærður: „Lögreglumaðurinn sagði við mig „að öllum líkindum munum við ekki kæra starfsmenn á plani,”” svaraði Pétur þá. Hann sagði svo að hann hafi aðeins verið að framfylgja stefnu og fyrirmælum yfirmanna sinna og öll ákvarðanataka hafi ekki verið í höndum hans eða annarra starfsmanna eigin viðskipta Kaupþings sem komu að kaupum og sölu með bréf í bankanum. Þá bætti Pétur við að lögfræðingur hans væri mjög bjartsýnn. „Ég sagði bara allt sem ég veit og ég mundi. [...] En við erum bara starfsmenn á plani og erum bara í okkar eigin boxi hérna. Við vissum til dæmis ekkert hvernig þessir pakkar voru fjármagnaðir eða neitt.”„Heiðarlegasti maður á landinu“ Vinur hans spurði hann svo hvort rætt hafi verið við hann um kaup og kjör hans hjá bankanum. Sagði Pétur að það hafi verið rætt. Hann hafi til að mynda sagt að hann hafði ekki haft neina fjárhagslega hagsmuni af viðskiptunum. Þá ræddi hann líka við vin sinn um yfirmenn sína, þá Einar Pálma Sigmundsson, forstöðumann eigin viðskipta hjá Kaupþingi, og Ingólf Helgason, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Báðir eru ákærðir í markaðsmisnotkunarmálinu. Pétur sagðist vita að Einar Pálmi væri „heiðarlegasti maður á landinu” og að Ingólfur hafi alltaf verið „kammó, yfirvegaður og með allt á hreinu.” „Yfirmennirnir voru bara ofurmenni. Þeir vissu allt, kunnu allt.”Sögðu 'húrra' þegar Al-Thani keypti Augljóst er af upptöku símtalsins að Pétri leið illa dagana eftir að hann var kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu vegna málsins. „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar. [...] Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann.” Þá sagði hann einnig við vin sinn: „Er ég góður maður? Er ég glæpamaður? Hvað hef ég gert til að verðskulda þetta? Ef þeir ætla að fara svona langt þá geta þeir alveg handtekið 200-300 manns.” Í símtalinu ræddu þeir einnig stuttlega um viðskipti Al Thani með bréf í bankanum og sagði Pétur: „Þegar Al Thani keypti þá sögðum við bara „húrra, þetta er frábært!” Kölluðum þetta yfir á gjaldeyrisborðið, það var eitthvað vandamál þar, það vantaði „cash” og við vorum bara “það eru 30 milljarðar á leiðinni.” En svo sér maður bara eftir á að bankinn fjármagnaði þetta og peningarnir komu aldrei.” Undir lok símtalsins ræddu þeir svo um að best væri að ræða þetta ekki við marga. Pétur sagði þá vini sínum til dæmis að hann ætti eftir að segja foreldrum sínum frá þessu. Hann hefur miklar áhyggjur af hvernig þau bregðist við: „Ég held að mamma muni fá flog.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12