Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Orri Freyr Rúnarsson skrifar 30. apríl 2015 13:30 Axl Rose er búinn að blanda sér í stjórnmálaumræðuna Stórsöngvarinn Axl Rose heldur áfram að koma á óvart en nú hefur hann fordæmt forseta Indónesíu í kjölfar þess að grunaðir eiturlyfjasmyglarar voru teknir af lífi í gær. En Axl Rose hefur áður sýnt málinu áhuga og skrifaði hann opið bréf til Joko Widodo, forseta Indónesíu, þann 27. apríl síðastliðinn þar sem hann bað um að áströlsku ríkisborgurunum Andew Chan og Myuran Sukumaran ásamt Mary Jane Fiesta Veloso frá Filipseyjum yrðu sýnd miskunn. Í bréfi Axl Rose stóð m.a. „þar sem öll þrjú eru enn á lífi eru þetta augljóslega ekki mál þar sem ekkert er hægt, eða eigi að vera hægt, að gera af þeim sem geta gert allt sem í sínu valdi stendur til að þyrma þeim.“ Bætti Axl Rose við að refsing þeirra væri mun þyngri en glæpurinn gæfi til kynna og þrátt fyrir að hann þekkti ekki sakborningana væri hann djúpt snortinn af sögu þeirra. Þá sagði hann fólk gera mistök, stundum stór og hræðileg, en mikilvægt væri að allir fengu tækifæri á að læra af mistökum sínum. Þrátt fyrir þessa viðleitni Axl Rose voru sakborningarnir líflátnir í gær (29.apríl) á fangaeyjunni Nusakambangan og í kjölfarið tjáði Axl Rose sig á Twitter og bar forseta Indónesíu þungum sökum. Meðlimir The Prodigy hafa nú rætt um að hætta í fyrsta sinn og segjast viðurkenna að þeir geti ekki haldið endalaust áfram. Hljómsveitin sendi nýverið frá sér sína sjöttu hljóðversplötu sem kallast The Day Is My Enemy og fór platan beint í efsta sæti breska vinsældarlistans. Þrátt fyrir vinsældirnar segja meðlimir The Prodigy að nú styttist í endalokin hjá þeim. En meðlimir The Prodigy eru allir á fimmtugsaldri og segist söngvarinn Keith Flint gera sér grein fyrir því að hljómsveitni muni trúlega þurfa að hætta fyrr en þeir myndu vilja sökum aldurs þeirra. Hið umdeilda plötuumslagRússneskur stjórnmálamaður hefur nú farið fram á að saksóknari rannsaki hvort að Apple hafi dreift samkynhneigðum áróðri með því að gefa Apple notendum U2 plötuna Songs of Innocence. En þingmaðurinn Alexander Starovoitov, sem er meðlimur hægrisinnaðs stjórnmálaflokks, heldur því fram að Apple hafi dreift ólöglegum áróðri til ungmenna þegar að fyrirtækið „gaf“ 500 milljón iTunes notendum plötuna í september síðastliðnum. Ástæðan er sú að plötuumslagið sjálft sýnir trommarann Larry Mullen Jr. faðma 18 ára gamla son sinn sem er ber að ofan. Starovoitov er á því að myndin sýni fram á kynferðislega tilburði samkynhneigðra og slíkur áróður sé ólöglegur í Rússlandi. Þá greinir rússneska dagblaðið Izvestia frá því að rússneskur lögmaður sé sjálfur að hugsa um að kæra Apple vegna þess siðferðislega skaða sem sonur hans hafi orðið fyrir vegna plötunnar. Nú hefur MTV sjónvarpsstöðin birt óklippt 37 mínútna langt viðtal við Kurt Cobain sem var tekið árið 1994. Í viðtalinu ræðir Cobain m.a. magaverkina sem hann þjáðist af og segir hann verkina hafa verið svo mikla að honum hafi verið sama um alla annað, m.a. hvort hann væri á lífi eða ekki. Þá talar hann einnig um dóttur sína, Frances Bean Cobain, í viðtalinu. En viðtalið er nú birt óklippt til þess að kynna heimildarmyndina Cobain: Montage of Heck sem verður frumsýnd á HBO sjónvarpstöðinni þann 4. maí. En viðtalið má sjá hér að neðan. Harmageddon Tækni Mest lesið Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Sannleikurinn: Vigdís biðst afsökunar á þroskaheftum ummælum Harmageddon Sannleikurinn: Sjúklingur tafði mikilvæga ostasendingu Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon
Stórsöngvarinn Axl Rose heldur áfram að koma á óvart en nú hefur hann fordæmt forseta Indónesíu í kjölfar þess að grunaðir eiturlyfjasmyglarar voru teknir af lífi í gær. En Axl Rose hefur áður sýnt málinu áhuga og skrifaði hann opið bréf til Joko Widodo, forseta Indónesíu, þann 27. apríl síðastliðinn þar sem hann bað um að áströlsku ríkisborgurunum Andew Chan og Myuran Sukumaran ásamt Mary Jane Fiesta Veloso frá Filipseyjum yrðu sýnd miskunn. Í bréfi Axl Rose stóð m.a. „þar sem öll þrjú eru enn á lífi eru þetta augljóslega ekki mál þar sem ekkert er hægt, eða eigi að vera hægt, að gera af þeim sem geta gert allt sem í sínu valdi stendur til að þyrma þeim.“ Bætti Axl Rose við að refsing þeirra væri mun þyngri en glæpurinn gæfi til kynna og þrátt fyrir að hann þekkti ekki sakborningana væri hann djúpt snortinn af sögu þeirra. Þá sagði hann fólk gera mistök, stundum stór og hræðileg, en mikilvægt væri að allir fengu tækifæri á að læra af mistökum sínum. Þrátt fyrir þessa viðleitni Axl Rose voru sakborningarnir líflátnir í gær (29.apríl) á fangaeyjunni Nusakambangan og í kjölfarið tjáði Axl Rose sig á Twitter og bar forseta Indónesíu þungum sökum. Meðlimir The Prodigy hafa nú rætt um að hætta í fyrsta sinn og segjast viðurkenna að þeir geti ekki haldið endalaust áfram. Hljómsveitin sendi nýverið frá sér sína sjöttu hljóðversplötu sem kallast The Day Is My Enemy og fór platan beint í efsta sæti breska vinsældarlistans. Þrátt fyrir vinsældirnar segja meðlimir The Prodigy að nú styttist í endalokin hjá þeim. En meðlimir The Prodigy eru allir á fimmtugsaldri og segist söngvarinn Keith Flint gera sér grein fyrir því að hljómsveitni muni trúlega þurfa að hætta fyrr en þeir myndu vilja sökum aldurs þeirra. Hið umdeilda plötuumslagRússneskur stjórnmálamaður hefur nú farið fram á að saksóknari rannsaki hvort að Apple hafi dreift samkynhneigðum áróðri með því að gefa Apple notendum U2 plötuna Songs of Innocence. En þingmaðurinn Alexander Starovoitov, sem er meðlimur hægrisinnaðs stjórnmálaflokks, heldur því fram að Apple hafi dreift ólöglegum áróðri til ungmenna þegar að fyrirtækið „gaf“ 500 milljón iTunes notendum plötuna í september síðastliðnum. Ástæðan er sú að plötuumslagið sjálft sýnir trommarann Larry Mullen Jr. faðma 18 ára gamla son sinn sem er ber að ofan. Starovoitov er á því að myndin sýni fram á kynferðislega tilburði samkynhneigðra og slíkur áróður sé ólöglegur í Rússlandi. Þá greinir rússneska dagblaðið Izvestia frá því að rússneskur lögmaður sé sjálfur að hugsa um að kæra Apple vegna þess siðferðislega skaða sem sonur hans hafi orðið fyrir vegna plötunnar. Nú hefur MTV sjónvarpsstöðin birt óklippt 37 mínútna langt viðtal við Kurt Cobain sem var tekið árið 1994. Í viðtalinu ræðir Cobain m.a. magaverkina sem hann þjáðist af og segir hann verkina hafa verið svo mikla að honum hafi verið sama um alla annað, m.a. hvort hann væri á lífi eða ekki. Þá talar hann einnig um dóttur sína, Frances Bean Cobain, í viðtalinu. En viðtalið er nú birt óklippt til þess að kynna heimildarmyndina Cobain: Montage of Heck sem verður frumsýnd á HBO sjónvarpstöðinni þann 4. maí. En viðtalið má sjá hér að neðan.
Harmageddon Tækni Mest lesið Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Sannleikurinn: Fimm enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um að spila jólalög Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Sannleikurinn: Vigdís biðst afsökunar á þroskaheftum ummælum Harmageddon Sannleikurinn: Sjúklingur tafði mikilvæga ostasendingu Harmageddon Ólafur Arnalds í Hörpu í kvöld Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon „Þið hafið fengið aðvörun, við erum að koma“ Harmageddon Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Harmageddon Sannleikurinn: Nýr aðstoðarmaður forsætisráðherra eykur mistakahæfni Harmageddon