Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2015 10:05 Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. Vísir/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða. Hreiðar er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnenda bankans sem ákærður er í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn þeim. Eins og kunnugt er afplánar Hreiðar nú 5 og hálfs árs langan fangelsisdóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins.Neitað um akstur til og frá Kvíabryggju Forstjórinn fyrrverandi flutti um hálftíma langa ræðu við upphaf þinghaldsins í morgun þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins. Hann fór um víðan völl, sagði ákæruna í málinu ranga og lýsti sig saklausan, en byrjaði þó á því að lýsa óánægju sinni með það að íslenska ríkið hafi ekki gert honum kleift að fylgjast með réttarhöldunum á degi hverjum. „Íslenska ríkið var ekki reiðubúið til að keyra mig daglega fram og til baka í réttarhöldin og bar við skort á fjármunum og tækjum. Hins vegar var ætlun ríkisins að læsa mig inni á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9 á meðan réttarhöldin færu fram.”Bauðst til að borga brúsann Hreiðar sagðist svo eiga erfitt með að sætta sig við að íslenska ríkið telji sig ekki hafa efni á því að hafa keyra hann fram og til baka frá Kvíabryggju. Á meðan hafi ríkið varið „7000 milljónum” í embætti sérstaks saksóknara auk þess sem Hreiðar telur að lögfræðikostnaður í markaðsmisnotkunarmálinu muni nema allt að 100 milljónum. Upplýsti Hreiðar svo um það að hann sjálfur hafi boðist til að standa straum af kostnaði við bíl og bílstjóra til að hann gæti verið viðstaddur réttarhöldin en af því varð ekki. „Ég treysti mér því miður ekki að vera á læstur í gæsluvarðhaldsklefa á Skólavörðustíg í fimm vikur á meðan málið er rekið hér í Héraðsdómi og raunar tel ég þá málsmeðferð ekki í samræmi við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu.”Ljóst hvert lánið fór Hreiðar fór svo stuttlega yfir Al Thani-dóminn og sagði að sökum hafi þar verið logið upp á hann. Hann ræddi svo einnig um 500 milljóna evra neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Ein ásökun sem við stjórnendur Kaupþings höfum þurft að búa við síðustu tæp sjö ár er að hafa á óheiðarlegan hátt ráðstafað 500 milljón evra láninu frá Seðlabanka Íslands. […] Nú liggur fyrir í reikningum Kaupþings hvernig þessum fjármunum var varið. […] Það er ekki nokkur fótur fyrir hugleiðingum eða ávirðingum um að stjórnendur Kaupþings hafi ekki verið heiðarlegir við ráðstöfun þessara fjármuna og voru þeir allir nýttir í þágu Kaupþings.” Að lokinni ræðu sinni tók Björn Þorvaldsson, saksóknari, við að spyrja Hreiðar út úr ákæruatriðunum en gert er ráð fyrir að hann sitji fyrir svörum í allan dag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða. Hreiðar er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnenda bankans sem ákærður er í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn þeim. Eins og kunnugt er afplánar Hreiðar nú 5 og hálfs árs langan fangelsisdóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins.Neitað um akstur til og frá Kvíabryggju Forstjórinn fyrrverandi flutti um hálftíma langa ræðu við upphaf þinghaldsins í morgun þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins. Hann fór um víðan völl, sagði ákæruna í málinu ranga og lýsti sig saklausan, en byrjaði þó á því að lýsa óánægju sinni með það að íslenska ríkið hafi ekki gert honum kleift að fylgjast með réttarhöldunum á degi hverjum. „Íslenska ríkið var ekki reiðubúið til að keyra mig daglega fram og til baka í réttarhöldin og bar við skort á fjármunum og tækjum. Hins vegar var ætlun ríkisins að læsa mig inni á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9 á meðan réttarhöldin færu fram.”Bauðst til að borga brúsann Hreiðar sagðist svo eiga erfitt með að sætta sig við að íslenska ríkið telji sig ekki hafa efni á því að hafa keyra hann fram og til baka frá Kvíabryggju. Á meðan hafi ríkið varið „7000 milljónum” í embætti sérstaks saksóknara auk þess sem Hreiðar telur að lögfræðikostnaður í markaðsmisnotkunarmálinu muni nema allt að 100 milljónum. Upplýsti Hreiðar svo um það að hann sjálfur hafi boðist til að standa straum af kostnaði við bíl og bílstjóra til að hann gæti verið viðstaddur réttarhöldin en af því varð ekki. „Ég treysti mér því miður ekki að vera á læstur í gæsluvarðhaldsklefa á Skólavörðustíg í fimm vikur á meðan málið er rekið hér í Héraðsdómi og raunar tel ég þá málsmeðferð ekki í samræmi við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu.”Ljóst hvert lánið fór Hreiðar fór svo stuttlega yfir Al Thani-dóminn og sagði að sökum hafi þar verið logið upp á hann. Hann ræddi svo einnig um 500 milljóna evra neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Ein ásökun sem við stjórnendur Kaupþings höfum þurft að búa við síðustu tæp sjö ár er að hafa á óheiðarlegan hátt ráðstafað 500 milljón evra láninu frá Seðlabanka Íslands. […] Nú liggur fyrir í reikningum Kaupþings hvernig þessum fjármunum var varið. […] Það er ekki nokkur fótur fyrir hugleiðingum eða ávirðingum um að stjórnendur Kaupþings hafi ekki verið heiðarlegir við ráðstöfun þessara fjármuna og voru þeir allir nýttir í þágu Kaupþings.” Að lokinni ræðu sinni tók Björn Þorvaldsson, saksóknari, við að spyrja Hreiðar út úr ákæruatriðunum en gert er ráð fyrir að hann sitji fyrir svörum í allan dag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira