Nepalar óttast nýja skjálfta nær höfuðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2015 19:30 Fólki í Nepal varð mjög brugðið þegar annar stór jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Íslenskur hjálparstarfsmaður segir íbúa höfuðborgarinnar hafa þust út á götur í skelfingu en tjón og mannfall var ekkert í líkingu við það sem varð í öflugum jarðskjálfta í síðasta mánuði. Talið er að minnsta kosti 37 manns hafi látist og yfir þúsund manns slasast í skjálftanum í morgun sem mældist 7,3 með upptök tæpa 70 kílómetra frá bænum Namche Bazar, sem stendur nærri Everest-fjalli og 83 kílómetrum norðaustur af Katmandú. Þingfundur stóð yfir þegar skjálftinn varð og flúðu þingmenn þinghúsið í ofvæni.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður er staddur í Nepal.Vísir/NepalGísli Rafn Ólafsson hefur unnið að því að koma á gervihnattasímasambandi við einstök svæði í Nepal að undanförnu. „Við fundum mjög vel fyrir þessum skjálfta enda varði hann í tæpar 45 sekúndur og var mjög sterkur. Þó hann væri reyndar í 70 kílómetra fjarlægð. En það lék allt á reiðiskjálfi hjá okkur rétt við flugvöllinn þar sem við erum með okkar aðstöðu,“ segir Gísli Rafn. Íbúar Katmandu hafi orðið mjög hræddir enda varla búnir að jafna sig á mjög stórum skjálfta norðvestur af höfuðborginni fyrir um hálfum mánuði. Þar fórust yfir átta þúsund manns í vesturhluta landsins og um hundrað þúsund byggingar hrundu. „Það var mikil skelfing hér í höfuðborginni strax og skjálftinn reið yfir og fólk fór út á götur. Maður sá það nú undir kvöld (klukkan er 6 klst. á undan íslenskum tíma) að fólk var byrjað að setja upp tjöld aftur sem það gisti í fyrstu dagana eftir fyrri skjálftann og hafði verið að taka niður um helgina. Þau eru öll komin upp aftur og greinilegt að fólk ætlar að sofa utandyra,“ segir Gísli Rafn. Ríkharður Már Pétursson rafiðnaðarfræðingur hefur dvalið í Nepal að undanförnu á vegum Rauða krossins og í dag kom Helga Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur þangað. Á morgun bætist Elín Jónasdóttir, sálfræðingur síðan í hópinn. Gísli Rafn segir að nú óttist menn frekari skjálfta og þá nær höfuðborginni. „Sjálft misgengið sem menn voru hræddastir við að myndi skjálfa hér á svæðinu gengur í gegnum sjálfan Katmandu-dalinn og hann hefur ekki hreyfst ennþá. Þannig að menn hafa dálitlar áhyggjur af því að það geti komið eftirskjálftar á því misgengi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. 12. maí 2015 08:39 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Fólki í Nepal varð mjög brugðið þegar annar stór jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Íslenskur hjálparstarfsmaður segir íbúa höfuðborgarinnar hafa þust út á götur í skelfingu en tjón og mannfall var ekkert í líkingu við það sem varð í öflugum jarðskjálfta í síðasta mánuði. Talið er að minnsta kosti 37 manns hafi látist og yfir þúsund manns slasast í skjálftanum í morgun sem mældist 7,3 með upptök tæpa 70 kílómetra frá bænum Namche Bazar, sem stendur nærri Everest-fjalli og 83 kílómetrum norðaustur af Katmandú. Þingfundur stóð yfir þegar skjálftinn varð og flúðu þingmenn þinghúsið í ofvæni.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður er staddur í Nepal.Vísir/NepalGísli Rafn Ólafsson hefur unnið að því að koma á gervihnattasímasambandi við einstök svæði í Nepal að undanförnu. „Við fundum mjög vel fyrir þessum skjálfta enda varði hann í tæpar 45 sekúndur og var mjög sterkur. Þó hann væri reyndar í 70 kílómetra fjarlægð. En það lék allt á reiðiskjálfi hjá okkur rétt við flugvöllinn þar sem við erum með okkar aðstöðu,“ segir Gísli Rafn. Íbúar Katmandu hafi orðið mjög hræddir enda varla búnir að jafna sig á mjög stórum skjálfta norðvestur af höfuðborginni fyrir um hálfum mánuði. Þar fórust yfir átta þúsund manns í vesturhluta landsins og um hundrað þúsund byggingar hrundu. „Það var mikil skelfing hér í höfuðborginni strax og skjálftinn reið yfir og fólk fór út á götur. Maður sá það nú undir kvöld (klukkan er 6 klst. á undan íslenskum tíma) að fólk var byrjað að setja upp tjöld aftur sem það gisti í fyrstu dagana eftir fyrri skjálftann og hafði verið að taka niður um helgina. Þau eru öll komin upp aftur og greinilegt að fólk ætlar að sofa utandyra,“ segir Gísli Rafn. Ríkharður Már Pétursson rafiðnaðarfræðingur hefur dvalið í Nepal að undanförnu á vegum Rauða krossins og í dag kom Helga Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur þangað. Á morgun bætist Elín Jónasdóttir, sálfræðingur síðan í hópinn. Gísli Rafn segir að nú óttist menn frekari skjálfta og þá nær höfuðborginni. „Sjálft misgengið sem menn voru hræddastir við að myndi skjálfa hér á svæðinu gengur í gegnum sjálfan Katmandu-dalinn og hann hefur ekki hreyfst ennþá. Þannig að menn hafa dálitlar áhyggjur af því að það geti komið eftirskjálftar á því misgengi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. 12. maí 2015 08:39 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. 12. maí 2015 08:39