Heimir: Engin ástæða til að breyta undirbúningi þó mikið sé undir Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. júní 2015 13:30 „Það eru allir heilir, allir frískir og allir klárir og veðrið er gott. Það er ekki hægt að biðja um það betra,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í gær um Tékkaleikinn sem fram fer klukkan 18.45 í kvöld. Þegar viðtalið var tekið var sól og sumar í Laugardalnum þar sem Tékkar búast við veðravíti í kvöld, en fátt annað hefur komist að í tékkneskum miðlum en veðrið á Íslandi. „Á tékknesku gengi eru þetta 30 gráður,“ sagði Heimir og brosti.Geri það sama og síðasa Hann hefur hrósað þjálfara Tékka, Pavel Vrba, mikið fyrir sín störf, en við hverju býst hann að hálfu tékkneska þjálfarans í kvöld? „Það er hægt að búast við öllu. Þeir eru með mikið af útfærslum í löngum innköstum og hornum og taktík sem er ansi skemmtileg. Hann útfærir hana á ýmsan hátt og það er lærdómsríkt að leikgreina hann. Við í rauninni búumst við öllu,“ sagði Heimir. „Mín skoðun er sú, að það væri mjög freistandi fyrir þá að koma hingað og spila til sigurs. Þeim gekk vel úti að hápressa okkur þannig það fyrsta sem ég hugsa er að þeir reyni að gera það sama og þeir geri þar.“ „Þeir eru hræddir við löng innköst og föst leikatriði þannig það er eðlilegt að þeir vilji stjórna leiknum og spila hann á okkar vallarhelmingi en ekki sínum. Það er samt bara mín tilfinningin en við erum tilbúnir í allt,“ sagði Heimir.Mikið undir Strákarnir hafa spilað nokkra mjög stóra leiki undanfarin misseri og Heimir segir ekkert öðruvísi í undirbúningi liðsins þó þessi sé sá stærsti í augnablikinu. „Það sem ég hef lært mest af Lars er ekki að vera að breyta undirbúningi og aðdraganda leikja alveg sama gegn hverjum við erum að spila eða sama hvað er í húfi,“ sagði Heimir. „Leikmenn vita að svona er aðdragandinn að leiknum og þeir hafa staðið sig vel í þessum undirbúningi. Það er engin ástæða til að breyta því þó mikið sé undir í þessum leik,“ sagði hann, en er stig góð úrslit í kvöld? „Eitt stig er gott og þá erum við enn stigi á eftir Tékkum. Það eru margir innbyrðis leikir eftir í þessum riðli. Þrjú stig eru betri samt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00 Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30 Vrba: Við erum með lausnir fyrir Eið Smára Pavel Vrba á von á nýju útspili frá íslensku þjálfurunum fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld. 12. júní 2015 08:30 Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Pavel Vrba er einn heitasti þjálfarinn í bransanum í dag. 12. júní 2015 09:30 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira
„Það eru allir heilir, allir frískir og allir klárir og veðrið er gott. Það er ekki hægt að biðja um það betra,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í gær um Tékkaleikinn sem fram fer klukkan 18.45 í kvöld. Þegar viðtalið var tekið var sól og sumar í Laugardalnum þar sem Tékkar búast við veðravíti í kvöld, en fátt annað hefur komist að í tékkneskum miðlum en veðrið á Íslandi. „Á tékknesku gengi eru þetta 30 gráður,“ sagði Heimir og brosti.Geri það sama og síðasa Hann hefur hrósað þjálfara Tékka, Pavel Vrba, mikið fyrir sín störf, en við hverju býst hann að hálfu tékkneska þjálfarans í kvöld? „Það er hægt að búast við öllu. Þeir eru með mikið af útfærslum í löngum innköstum og hornum og taktík sem er ansi skemmtileg. Hann útfærir hana á ýmsan hátt og það er lærdómsríkt að leikgreina hann. Við í rauninni búumst við öllu,“ sagði Heimir. „Mín skoðun er sú, að það væri mjög freistandi fyrir þá að koma hingað og spila til sigurs. Þeim gekk vel úti að hápressa okkur þannig það fyrsta sem ég hugsa er að þeir reyni að gera það sama og þeir geri þar.“ „Þeir eru hræddir við löng innköst og föst leikatriði þannig það er eðlilegt að þeir vilji stjórna leiknum og spila hann á okkar vallarhelmingi en ekki sínum. Það er samt bara mín tilfinningin en við erum tilbúnir í allt,“ sagði Heimir.Mikið undir Strákarnir hafa spilað nokkra mjög stóra leiki undanfarin misseri og Heimir segir ekkert öðruvísi í undirbúningi liðsins þó þessi sé sá stærsti í augnablikinu. „Það sem ég hef lært mest af Lars er ekki að vera að breyta undirbúningi og aðdraganda leikja alveg sama gegn hverjum við erum að spila eða sama hvað er í húfi,“ sagði Heimir. „Leikmenn vita að svona er aðdragandinn að leiknum og þeir hafa staðið sig vel í þessum undirbúningi. Það er engin ástæða til að breyta því þó mikið sé undir í þessum leik,“ sagði hann, en er stig góð úrslit í kvöld? „Eitt stig er gott og þá erum við enn stigi á eftir Tékkum. Það eru margir innbyrðis leikir eftir í þessum riðli. Þrjú stig eru betri samt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00 Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30 Vrba: Við erum með lausnir fyrir Eið Smára Pavel Vrba á von á nýju útspili frá íslensku þjálfurunum fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld. 12. júní 2015 08:30 Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Pavel Vrba er einn heitasti þjálfarinn í bransanum í dag. 12. júní 2015 09:30 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira
Betur tilbúnir nú en síðast Strákarnir okkar geta tekið risastórt skref í átt að Evrópumótinu í Frakklandi 2016 með sigri á Tékkum í Laugardalnum í kvöld. 12. júní 2015 06:00
Ekki unnið í júní í tíu ár Sigur Íslands á Möltu árið 2005 var síðasti sigur okkar manna í mótsleik í júnímánuði. 12. júní 2015 06:30
Vrba: Við erum með lausnir fyrir Eið Smára Pavel Vrba á von á nýju útspili frá íslensku þjálfurunum fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld. 12. júní 2015 08:30
Átrúnaðargoð fótboltahipstersins Pavel Vrba er einn heitasti þjálfarinn í bransanum í dag. 12. júní 2015 09:30