Gylfi: Fékk smá frí og finn ekki fyrir neinum meiðslum Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2015 10:00 Gylfi Þór Sigurðsson í bílbeltabolnum sem strákarnir hafa skartað á æfingum liðsins í vikunni. vísir/valli Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, hefur verið í svakalegu formi í undankeppni EM 2016 til þessa. Gylfi er búinn að skora fjögur mörk og leggja upp önnur tvö, en íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins og getur náð fyrsta sæti með sigri á Tékkum á föstudagskvöldið. „Ég er í fínu formi. Við erum búnir að æfa í síðustu viku strákarnir og erum í góðu formi allir sem einn,“ segir Gylfi við Vísi. Hann fór á kostum með Swansea í ensku úrvalsdeildinni í vetur og skoraði sjö mörk og lagði upp tíu. Í heildina kom hann að þriðjungi marka Swansea-liðsins sem bætti sinn besta árangur í úrvalsdeildinni. „Ég er mjög ánægður með tímabilið. Það gekk vel hjá mér. Ég var kannski smá svekktur með að vera meiddur en ég náði að spila flesta leiki. Ég er mjög ánægður og sé því ekki ástæðu til að fara núna,“ segir Gylfi, en þessi meiðsli eru ekkert að hrjá hann í aðdraganda Tékkaleiksins. „Ég fékk 10-12 daga í frí og finn ekki fyrir neinu eins og er,“ segir hann. Tékkneska liðið er á toppi riðilsins með þrettán stig eftir fimm leiki, en það vann fyrri viðureign liðanna í Tékklandi, 2-1. „Tékkarnir eru mjög sterkir sem lið en það eru nokkrir sem skara fram úr þarna. Það er erfitt að brjóta á þá niður. Þeir eru að fá á sig svolítið af mörkum en þeir eru góðir fram á við og ná að knýja fram sigur í nánast hverjum einasta leik,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tékkar smeykir við rok og rigningu Vindurinn er það versta af öllu segir tékkneskur landsliðsmaður. 11. júní 2015 08:00 Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016. 11. júní 2015 00:03 Ætla ekki að líkja mér við Beckham Jóhann Berg Guðmundsson gæti söðlað um í sumar en áhugi er á honum víða eftir gott tímabil. Þjálfari hans líkti honum við David Beckham og hefur honum verið svolítið strítt eftir það. Hann segir strákana ætla sér stóra hluti gegn Tékkum í Dalnum á morgun. 11. júní 2015 08:30 Stjórinn er góður að selja sig Kári Árnason spilar fyrir öðruvísi knattspyrnustjóra hjá Rotherham á Englandi. 11. júní 2015 06:30 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, hefur verið í svakalegu formi í undankeppni EM 2016 til þessa. Gylfi er búinn að skora fjögur mörk og leggja upp önnur tvö, en íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins og getur náð fyrsta sæti með sigri á Tékkum á föstudagskvöldið. „Ég er í fínu formi. Við erum búnir að æfa í síðustu viku strákarnir og erum í góðu formi allir sem einn,“ segir Gylfi við Vísi. Hann fór á kostum með Swansea í ensku úrvalsdeildinni í vetur og skoraði sjö mörk og lagði upp tíu. Í heildina kom hann að þriðjungi marka Swansea-liðsins sem bætti sinn besta árangur í úrvalsdeildinni. „Ég er mjög ánægður með tímabilið. Það gekk vel hjá mér. Ég var kannski smá svekktur með að vera meiddur en ég náði að spila flesta leiki. Ég er mjög ánægður og sé því ekki ástæðu til að fara núna,“ segir Gylfi, en þessi meiðsli eru ekkert að hrjá hann í aðdraganda Tékkaleiksins. „Ég fékk 10-12 daga í frí og finn ekki fyrir neinu eins og er,“ segir hann. Tékkneska liðið er á toppi riðilsins með þrettán stig eftir fimm leiki, en það vann fyrri viðureign liðanna í Tékklandi, 2-1. „Tékkarnir eru mjög sterkir sem lið en það eru nokkrir sem skara fram úr þarna. Það er erfitt að brjóta á þá niður. Þeir eru að fá á sig svolítið af mörkum en þeir eru góðir fram á við og ná að knýja fram sigur í nánast hverjum einasta leik,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tékkar smeykir við rok og rigningu Vindurinn er það versta af öllu segir tékkneskur landsliðsmaður. 11. júní 2015 08:00 Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016. 11. júní 2015 00:03 Ætla ekki að líkja mér við Beckham Jóhann Berg Guðmundsson gæti söðlað um í sumar en áhugi er á honum víða eftir gott tímabil. Þjálfari hans líkti honum við David Beckham og hefur honum verið svolítið strítt eftir það. Hann segir strákana ætla sér stóra hluti gegn Tékkum í Dalnum á morgun. 11. júní 2015 08:30 Stjórinn er góður að selja sig Kári Árnason spilar fyrir öðruvísi knattspyrnustjóra hjá Rotherham á Englandi. 11. júní 2015 06:30 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Sjá meira
Tékkar smeykir við rok og rigningu Vindurinn er það versta af öllu segir tékkneskur landsliðsmaður. 11. júní 2015 08:00
Tékkar klæddir stuttbuxum afþökkuðu bjór við komuna til Íslands Leikmenn tékkneska landsliðsins í knattspyrnu lentu á Keflavíkurflugvelli í dag. Framundan er toppslagur í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins 2016. 11. júní 2015 00:03
Ætla ekki að líkja mér við Beckham Jóhann Berg Guðmundsson gæti söðlað um í sumar en áhugi er á honum víða eftir gott tímabil. Þjálfari hans líkti honum við David Beckham og hefur honum verið svolítið strítt eftir það. Hann segir strákana ætla sér stóra hluti gegn Tékkum í Dalnum á morgun. 11. júní 2015 08:30
Stjórinn er góður að selja sig Kári Árnason spilar fyrir öðruvísi knattspyrnustjóra hjá Rotherham á Englandi. 11. júní 2015 06:30