Ungir hlauparar endurbyggja skóla í Nepal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2015 17:04 Nemendur í Kársnesskóla söfnuðu 100 þúsund krónum. Kársneshlaup Kársnesskóla var haldið 5. júní síðastliðinn en um er að ræða góðgerðarhlaup sem á að hvetja til hreyfingar í nærumhverfi nemenda. Alls söfnuðust 100.000 krónur og rann ágóðinn til SOS Barnaþorpanna. Fjármagnið mun nýtast til endurbyggingar skóla á þeim svæðum sem urðu verst úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Nepal í lok apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SOS Barnahjálp. Kennarar, starfsfólk og nemendur skólans tóku þátt í Kársneshlaupinu og var þeim frjálst að hlaupa, skokka og/eða ganga. Nemendur í 1. og 2. bekk hlupu á Vallargerðisvelli eins marga hringi og þeir vildu. En nemendur í 3. til 9. bekk hlupu á Kópavogsvelli. Hlaupavegalengdirnar voru 800 metrar, 1,6 og 2 km en samkvæmt hlaupanefnd Kársnesskóla voru veðurguðirnir krökkunum hliðhollir og spennan í hámarki þegar barist var um þrjú efstu sætin. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna kölluðu eftir allt að einum og hálfum milljarði króna vegna neyðaraðstoðar í Nepal næstu 3-5 árin en samtökin hafa sinnt neyðaraðstoð á svæðinu síðan jarðskjálftinn reið yfir. Neyðin á skjálftasvæðinu er enn gríðarleg og mikið uppbyggingarstarf framundan. Ásamt því að setja upp neyðarskýli og dreifa nauðsynjum veita sérfræðingar samtakanna áfallahjálp og fjórtán barnvæn svæði eru opin. Þá áforma samtökin einnig að byggja að minnsta kosti 300 ný heimili fyrir fjölskyldur sem misstu allt sitt í skjálftanum ásamt því að fjórir ríkisreknir skólar verða endurbyggðir. Þá hafa SOS Barnaþorpin tekið við börnum sem misstu foreldra sína eða urðu viðskila við þá í hamförunum. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Kársneshlaup Kársnesskóla var haldið 5. júní síðastliðinn en um er að ræða góðgerðarhlaup sem á að hvetja til hreyfingar í nærumhverfi nemenda. Alls söfnuðust 100.000 krónur og rann ágóðinn til SOS Barnaþorpanna. Fjármagnið mun nýtast til endurbyggingar skóla á þeim svæðum sem urðu verst úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Nepal í lok apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SOS Barnahjálp. Kennarar, starfsfólk og nemendur skólans tóku þátt í Kársneshlaupinu og var þeim frjálst að hlaupa, skokka og/eða ganga. Nemendur í 1. og 2. bekk hlupu á Vallargerðisvelli eins marga hringi og þeir vildu. En nemendur í 3. til 9. bekk hlupu á Kópavogsvelli. Hlaupavegalengdirnar voru 800 metrar, 1,6 og 2 km en samkvæmt hlaupanefnd Kársnesskóla voru veðurguðirnir krökkunum hliðhollir og spennan í hámarki þegar barist var um þrjú efstu sætin. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna kölluðu eftir allt að einum og hálfum milljarði króna vegna neyðaraðstoðar í Nepal næstu 3-5 árin en samtökin hafa sinnt neyðaraðstoð á svæðinu síðan jarðskjálftinn reið yfir. Neyðin á skjálftasvæðinu er enn gríðarleg og mikið uppbyggingarstarf framundan. Ásamt því að setja upp neyðarskýli og dreifa nauðsynjum veita sérfræðingar samtakanna áfallahjálp og fjórtán barnvæn svæði eru opin. Þá áforma samtökin einnig að byggja að minnsta kosti 300 ný heimili fyrir fjölskyldur sem misstu allt sitt í skjálftanum ásamt því að fjórir ríkisreknir skólar verða endurbyggðir. Þá hafa SOS Barnaþorpin tekið við börnum sem misstu foreldra sína eða urðu viðskila við þá í hamförunum.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira