Tsipras sakar lánadrottna um að kúga Grikki Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2015 16:27 Alexis Tsipras hefur snúið aftur til Aþenu þar sem hann mun ráðgast við aðra ráðherra og fulltrúa Syriza-flokksins. Vísir/AFP Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sakaði lánadrottna Grikkja um að kúga grísk stjórnvöld þegar hann yfirgaf leiðtogafund ESB nú síðdegis. Fulltrúar Grikkja, ESB, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjósins funduðu aftur í í Brussel í dag, án þess að samkomulag um náðist um aðhaldsaðgerðir gríska ríkisins.Í frétt Reuters segir að Tsipras hafi nú snúið aftur til Aþenu þar sem hann mun ráðgast við aðra ráðherra og fulltrúa Syriza-flokksins. Forsætisráðherrann hafði þá meðal annars átt 45 mínútna fund með Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Francois Hollande Frakklandsforseta þar sem þau hvöttu hann til að samþykkja „rausnarlegt“ boð lánadrottna sem fæli í sér aukið lánsfé sem myndi duga gríska ríkinu fram í nóvember, í skiptum fyrir skattahækkanir og niðurskurð heima fyrir. Náist ekki samkomulag fyrir mánaðarmót mun Grikkland standa frammi fyrir greiðslufalli þar sem Grikkir þurfa að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1,7 milljarða evra fyrir þriðjudag. Tsipras sagði Grikki áfram munu berjast fyrir evrópskum gildum – gildum á borð við lýðræði, samstöðu, jafnræði og gagnkvæma virðingu. „Þessi gildi byggja ekki á kúgunum og úrslitakostum,“ sagði Tsipras þegar hann yfirgaf fundinn. Grikkland Tengdar fréttir Tsipras heldur áfram að reyna að semja við kröfuhafa Samningaviðræður Grikkja við kröfuhafa ríkisins virðast komnar í strand. 25. júní 2015 08:40 Lánadrottnar hafna tillögum Grikkja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB hafa hafnað aðhaldstillögum Grikklandsstjórnar til að tryggja Grikkjum frekari lán. 24. júní 2015 10:34 Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund í Brussel. 26. júní 2015 07:19 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, sakaði lánadrottna Grikkja um að kúga grísk stjórnvöld þegar hann yfirgaf leiðtogafund ESB nú síðdegis. Fulltrúar Grikkja, ESB, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjósins funduðu aftur í í Brussel í dag, án þess að samkomulag um náðist um aðhaldsaðgerðir gríska ríkisins.Í frétt Reuters segir að Tsipras hafi nú snúið aftur til Aþenu þar sem hann mun ráðgast við aðra ráðherra og fulltrúa Syriza-flokksins. Forsætisráðherrann hafði þá meðal annars átt 45 mínútna fund með Angelu Merkel Þýskalandskanslara og Francois Hollande Frakklandsforseta þar sem þau hvöttu hann til að samþykkja „rausnarlegt“ boð lánadrottna sem fæli í sér aukið lánsfé sem myndi duga gríska ríkinu fram í nóvember, í skiptum fyrir skattahækkanir og niðurskurð heima fyrir. Náist ekki samkomulag fyrir mánaðarmót mun Grikkland standa frammi fyrir greiðslufalli þar sem Grikkir þurfa að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 1,7 milljarða evra fyrir þriðjudag. Tsipras sagði Grikki áfram munu berjast fyrir evrópskum gildum – gildum á borð við lýðræði, samstöðu, jafnræði og gagnkvæma virðingu. „Þessi gildi byggja ekki á kúgunum og úrslitakostum,“ sagði Tsipras þegar hann yfirgaf fundinn.
Grikkland Tengdar fréttir Tsipras heldur áfram að reyna að semja við kröfuhafa Samningaviðræður Grikkja við kröfuhafa ríkisins virðast komnar í strand. 25. júní 2015 08:40 Lánadrottnar hafna tillögum Grikkja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB hafa hafnað aðhaldstillögum Grikklandsstjórnar til að tryggja Grikkjum frekari lán. 24. júní 2015 10:34 Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund í Brussel. 26. júní 2015 07:19 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tsipras heldur áfram að reyna að semja við kröfuhafa Samningaviðræður Grikkja við kröfuhafa ríkisins virðast komnar í strand. 25. júní 2015 08:40
Lánadrottnar hafna tillögum Grikkja Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ESB hafa hafnað aðhaldstillögum Grikklandsstjórnar til að tryggja Grikkjum frekari lán. 24. júní 2015 10:34
Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund í Brussel. 26. júní 2015 07:19