Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill mun meiri skuldaafskriftir fyrir Grikkland Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2015 23:54 Gríska ríkisstjórnin hefur lengi farið fram á skuldaafskriftir en talað fyrir daufum eyrum í Evrópu. Skýrsla AGS nú þykir því ákveðinn sigur fyrir Grikki. vísir/epa Í skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði um skuldastöðu Grikklands fyrir fund leiðtoga Evrópusambandsins um helgina eru færð rök fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið, nema skuldir gríska ríkisins verði afskrifaðar mun meira en ríkisstjórnir í Evrópu eru tilbúnar að samþykkja. „Skuldir gríska ríkisins verða aðeins sjálfbærar til lengri tíma ef hluti þeirra er afskrifaður. Afskriftirnar þurfa að vera mun meiri en Evrópa hefur viljað hingað til,“ segir meðal annars í skýrslunni. Samkvæmt reglum AGS má sjóðurinn ekki taka þátt í því að veita neyðarlán ef skuldir ríkis eru taldar ósjálfbærar og ekki er talið líklegt að það muni fjármagna sig aftur á skuldabréfamarkaði. AGS hefur farið á svig við þessar reglur sínar þegar Grikklandi hafa verið veitt neyðarlán, en skýrslan gefur til kynna að sjóðurinn ætli ekki að gera slíkt nú.Tsipras vildi AGS út úr Grikklandi Þátttaka AGS í þriðja neyðarláninu sem samþykkt var að veita í gærmorgun gegn miklum aðhaldsaðgerðum í Grikklandi er afar mikilvæg í augum Þýskalands, og annarra í evruhópnum, sem stutt hafa sjónarmið Þjóðverja við borðið. Mun þátttaka AGS hafa verið á meðal þess sem Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, voru hvað mest ósammála um þar sem Tsipras vildi AGS út úr Grikklandi. Merkel stóð hins vegar fast á sínu og sagði Tsipras að það yrði ekki veitt neitt neyðarlán ef Grikkir samþykktu ekki þátttöku AGS. Þar með myndi Grikkland yfirgefa evrusamstarfið svo Tsipras lét undan.Blaut tuska framan í ráðamenn í Berlín Gríska ríkisstjórnin hefur lengi farið fram á skuldaafskriftir en talað fyrir daufum eyrum í Evrópu. Skýrsla AGS nú þykir því ákveðinn sigur fyrir Grikki og hafa fjölmiðlar í Grikklandi kallað hana blauta tusku framan í ráðamenn í Berlín. Líklegt þykir að skýrslan muni hrista upp í umræðunni í Þýskalandi varðandi það hvort yfirhöfuð eigi að lána Grikkjum meira fé. Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, sagði í dag að ýmsir í þýsku ríkisstjórninni teldu það heillavænlegra að Grikkland færi úr evrusamstarfinu tímabundið en að veita ríkinu nýtt lán. Er það öfugt við það sem að kanslarinn vill en Merkel barðist hart fyrir samkomulaginu sem náðist á mánudag og virðist vera tilbúin til að gera ýmislegt svo halda megi Grikkjum í evruhópnum, þó hún hafi reyndar hingað til ekki viljað afskrifa skuldir. Grikkland Tengdar fréttir Samkomulagið við Grikki felur þetta í sér Samkomulagið felur í sér fjölda umbóta og aðhaldsaðgerða af hálfu gríska ríkisins. 13. júlí 2015 11:55 Segir engan vilja ræða efnahagsmál innan evruhópsins: „Þú gætir allt eins verið að syngja sænska þjóðsönginn“ Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, ber evruhópnum og fjármálaráðherra Þýskalands ekki góða söguna. 13. júlí 2015 00:01 Aðgerðirnar niðurlægjandi fyrir Grikki Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. 13. júlí 2015 12:00 Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40 Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys "Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á,“ sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsviðtali í kvöld. 14. júlí 2015 21:28 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði um skuldastöðu Grikklands fyrir fund leiðtoga Evrópusambandsins um helgina eru færð rök fyrir því að sjóðurinn muni ekki taka þátt í því að veita Grikkjum þriðja neyðarlánið, nema skuldir gríska ríkisins verði afskrifaðar mun meira en ríkisstjórnir í Evrópu eru tilbúnar að samþykkja. „Skuldir gríska ríkisins verða aðeins sjálfbærar til lengri tíma ef hluti þeirra er afskrifaður. Afskriftirnar þurfa að vera mun meiri en Evrópa hefur viljað hingað til,“ segir meðal annars í skýrslunni. Samkvæmt reglum AGS má sjóðurinn ekki taka þátt í því að veita neyðarlán ef skuldir ríkis eru taldar ósjálfbærar og ekki er talið líklegt að það muni fjármagna sig aftur á skuldabréfamarkaði. AGS hefur farið á svig við þessar reglur sínar þegar Grikklandi hafa verið veitt neyðarlán, en skýrslan gefur til kynna að sjóðurinn ætli ekki að gera slíkt nú.Tsipras vildi AGS út úr Grikklandi Þátttaka AGS í þriðja neyðarláninu sem samþykkt var að veita í gærmorgun gegn miklum aðhaldsaðgerðum í Grikklandi er afar mikilvæg í augum Þýskalands, og annarra í evruhópnum, sem stutt hafa sjónarmið Þjóðverja við borðið. Mun þátttaka AGS hafa verið á meðal þess sem Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, voru hvað mest ósammála um þar sem Tsipras vildi AGS út úr Grikklandi. Merkel stóð hins vegar fast á sínu og sagði Tsipras að það yrði ekki veitt neitt neyðarlán ef Grikkir samþykktu ekki þátttöku AGS. Þar með myndi Grikkland yfirgefa evrusamstarfið svo Tsipras lét undan.Blaut tuska framan í ráðamenn í Berlín Gríska ríkisstjórnin hefur lengi farið fram á skuldaafskriftir en talað fyrir daufum eyrum í Evrópu. Skýrsla AGS nú þykir því ákveðinn sigur fyrir Grikki og hafa fjölmiðlar í Grikklandi kallað hana blauta tusku framan í ráðamenn í Berlín. Líklegt þykir að skýrslan muni hrista upp í umræðunni í Þýskalandi varðandi það hvort yfirhöfuð eigi að lána Grikkjum meira fé. Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, sagði í dag að ýmsir í þýsku ríkisstjórninni teldu það heillavænlegra að Grikkland færi úr evrusamstarfinu tímabundið en að veita ríkinu nýtt lán. Er það öfugt við það sem að kanslarinn vill en Merkel barðist hart fyrir samkomulaginu sem náðist á mánudag og virðist vera tilbúin til að gera ýmislegt svo halda megi Grikkjum í evruhópnum, þó hún hafi reyndar hingað til ekki viljað afskrifa skuldir.
Grikkland Tengdar fréttir Samkomulagið við Grikki felur þetta í sér Samkomulagið felur í sér fjölda umbóta og aðhaldsaðgerða af hálfu gríska ríkisins. 13. júlí 2015 11:55 Segir engan vilja ræða efnahagsmál innan evruhópsins: „Þú gætir allt eins verið að syngja sænska þjóðsönginn“ Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, ber evruhópnum og fjármálaráðherra Þýskalands ekki góða söguna. 13. júlí 2015 00:01 Aðgerðirnar niðurlægjandi fyrir Grikki Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. 13. júlí 2015 12:00 Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40 Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys "Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á,“ sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsviðtali í kvöld. 14. júlí 2015 21:28 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Samkomulagið við Grikki felur þetta í sér Samkomulagið felur í sér fjölda umbóta og aðhaldsaðgerða af hálfu gríska ríkisins. 13. júlí 2015 11:55
Segir engan vilja ræða efnahagsmál innan evruhópsins: „Þú gætir allt eins verið að syngja sænska þjóðsönginn“ Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, ber evruhópnum og fjármálaráðherra Þýskalands ekki góða söguna. 13. júlí 2015 00:01
Aðgerðirnar niðurlægjandi fyrir Grikki Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. 13. júlí 2015 12:00
Tsipras mætir mikilli andstöðu innan eigin flokks Panos Kammenos, leiðtogi samstarfsflokks Syriza, segist ekki ætla styðja samkomulag Grikkja og lánardrottna. 14. júlí 2015 09:40
Trúir ekki á samkomulagið en skrifaði undir til að koma í veg fyrir stórslys "Ég axla fulla ábyrgð, á ýmsum mistökum, og á því að hafa skrifað undir samkomulag sem ég trúi ekki á,“ sagði Alexis Tsipras í sjónvarpsviðtali í kvöld. 14. júlí 2015 21:28