Prestar gifta, ferma og skíra undir borðið Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. ágúst 2015 09:00 Kristján Björnsson „Já, við höfum verið að heyra af einstaka dæmum að innheimtan hafi verið öðruvísi, að menn hafi verið að taka við seðlum og ekki veitt kvittun,“ segir séra Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands. Hann segir það alvarlegt mál ef slík tilvik koma upp. Dæmi eru um að prestar og kirkjuverðir hafi tekið við greiðslum á sína persónulegu reikninga eða í reiðufé eftir athafnir á borð við giftingar og fermingar en gefi hvorki út reikning né kvittun. Þá hafa komið upp tilfelli þar sem prestar hafa tekið við hærri greiðslum en gjaldskrá um aukaverk presta innan Þjóðkirkjunnar tilgreinir. Inni á Facebook-hópnum „Brúðkaups hugmyndir“ eiga sér stað umræður um greiðslu til presta fyrir athafnir og þar má sjá að nokkrum einstaklingum þykir það óeðlilegt að hafa greitt í reiðufé eða ekki fengið afhentan reikning eða kvittun fyrir vinnunni. Kjararáð ákvarðar laun presta og sömuleiðis gjaldskrá aukaverka. Kristján segir dæmi um það að prestar hafi farið fram á greiðslu fyrir öðrum hlutum en akstri og athafnastjórn en hafi getað gert grein fyrir því sem bendir til þess að ekki hafi verið um brot að ræða. „Við höfum lagt áherslu á það við presta að gjaldskráin er ekki viðmiðunarskrá heldur er þar fast gjald og við eigum að taka það gjald og ekkert annað. Við gefum félagsmönnum upplýsingar um það hvað er leyfilegt að taka.“ Greiðslur vegna aukaverkefna presta eru ekki virðisaukaskattskyldar sem veldur því að sumir gefi ekki út kvittanir enda gagnast slíkt lítið í bókhaldi. Þó segir Kristján að allir prestar og kirkjuverðir geti gefið út kvittanir og ættu að halda sig við þau vinnubrögð. Samkvæmt Ríkisskattstjóra á að gefa út reikning fyrir alla veitta þjónustu ef forðast á formbrot. Þó að reikningur sé ekki gefinn út gæti verið að haldið sé utan um tekjur en ef tekjur eru ekki gefnar upp er um skattalagabrot að ræða. „Við höfum bent á að ganga þannig frá málunum að það sé gegnsætt. Eitt af því er til dæmis að borga í gegnum banka og þá er það rekjanlegt.“ Komið hafa upp tilfelli þar sem Biskupsstofa hefur kallað presta inn á teppið vegna mála af þessum toga.„Ég get ekki neitað því að biskup hefur þurft að kalla presta fyrir. Þetta eru ekki mörg tilvik. Ég man eftir einu fyrir tveimur árum. Ef það kemur kvörtun frá fólki þá kvartar það beint á Biskupsstofu. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að þurfa að hafa í lausu lofti.“ Kristján segir mikilvægt að fólk leiti til Biskupsstofu til að leita upplýsinga eða ef því þykir fyrirkomulag greiðslu vera með óeðlilegum hætti. Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
„Já, við höfum verið að heyra af einstaka dæmum að innheimtan hafi verið öðruvísi, að menn hafi verið að taka við seðlum og ekki veitt kvittun,“ segir séra Kristján Björnsson, formaður Prestafélags Íslands. Hann segir það alvarlegt mál ef slík tilvik koma upp. Dæmi eru um að prestar og kirkjuverðir hafi tekið við greiðslum á sína persónulegu reikninga eða í reiðufé eftir athafnir á borð við giftingar og fermingar en gefi hvorki út reikning né kvittun. Þá hafa komið upp tilfelli þar sem prestar hafa tekið við hærri greiðslum en gjaldskrá um aukaverk presta innan Þjóðkirkjunnar tilgreinir. Inni á Facebook-hópnum „Brúðkaups hugmyndir“ eiga sér stað umræður um greiðslu til presta fyrir athafnir og þar má sjá að nokkrum einstaklingum þykir það óeðlilegt að hafa greitt í reiðufé eða ekki fengið afhentan reikning eða kvittun fyrir vinnunni. Kjararáð ákvarðar laun presta og sömuleiðis gjaldskrá aukaverka. Kristján segir dæmi um það að prestar hafi farið fram á greiðslu fyrir öðrum hlutum en akstri og athafnastjórn en hafi getað gert grein fyrir því sem bendir til þess að ekki hafi verið um brot að ræða. „Við höfum lagt áherslu á það við presta að gjaldskráin er ekki viðmiðunarskrá heldur er þar fast gjald og við eigum að taka það gjald og ekkert annað. Við gefum félagsmönnum upplýsingar um það hvað er leyfilegt að taka.“ Greiðslur vegna aukaverkefna presta eru ekki virðisaukaskattskyldar sem veldur því að sumir gefi ekki út kvittanir enda gagnast slíkt lítið í bókhaldi. Þó segir Kristján að allir prestar og kirkjuverðir geti gefið út kvittanir og ættu að halda sig við þau vinnubrögð. Samkvæmt Ríkisskattstjóra á að gefa út reikning fyrir alla veitta þjónustu ef forðast á formbrot. Þó að reikningur sé ekki gefinn út gæti verið að haldið sé utan um tekjur en ef tekjur eru ekki gefnar upp er um skattalagabrot að ræða. „Við höfum bent á að ganga þannig frá málunum að það sé gegnsætt. Eitt af því er til dæmis að borga í gegnum banka og þá er það rekjanlegt.“ Komið hafa upp tilfelli þar sem Biskupsstofa hefur kallað presta inn á teppið vegna mála af þessum toga.„Ég get ekki neitað því að biskup hefur þurft að kalla presta fyrir. Þetta eru ekki mörg tilvik. Ég man eftir einu fyrir tveimur árum. Ef það kemur kvörtun frá fólki þá kvartar það beint á Biskupsstofu. Þetta er ekki eitthvað sem við eigum að þurfa að hafa í lausu lofti.“ Kristján segir mikilvægt að fólk leiti til Biskupsstofu til að leita upplýsinga eða ef því þykir fyrirkomulag greiðslu vera með óeðlilegum hætti.
Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira