Ástand heimsins Böðvar Jónsson skrifar 8. september 2015 11:07 Maður les, hlustar og horfir á þau ósköp sem ganga á í heiminum og veltir fyrir sér hversu slæmt ástandið geti orðið áður en leiðtogar heimsins, allir sem einn, taka ráð saman í fullkominni og raunverulegri, alvöru með það í huga að brjóta odd af oflæti og stöðva stríðsátökin mannkyninu til heilla. Margir hafa sagt og munu segja: „Það er hægara sagt en gert“. Það er alveg rétt en það er samt eina raunhæfa lausnin í stöðunni. Fólk er snortið og því er ofboðið svo það hefur stigið fram og boðið hverskyns aðstoð vegna flóttamannavandans og krafið ráðamenn aðgerða. Vandinn sem heimurinn stendur frammi fyrir virðist stefna í einhverja mestu þjóðflutninga sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir. Ekkert lát er á flóttamannastraumnum, fremur aukning ef eitthvað er. Ég endurtek því, eina raunhæfa lausnin er friður. Maður hefur oft tekið upp umræðuna um frið en henni er oft mætt með þeirri fullyrðingu að friður sé ómögulegur, eðli mannsins komi í veg fyrir það því maðurinn sé í eðli sínu sjálfselskur og árásargjarn. Mér sýnist viðbrögð almennings við ástandinu sem við blasir afsanna þessa fullyrðingu. Það hefur einnig sýnt sig á síðustu dögum að almenningur getur haft áhrif og í mörgum löndum þvingað fram aðgerðir ráðamanna til samræmis við ríkjandi vilja almennings, þökk sé gjörbreyttri stöðu í heiminum. Segja má að spámannleg orð sem mælt voru upp úr 1850 og sem hljóða „Heimurinn er eitt land og mannkynið íbúar þess“ hafi sannað tilvistarrétt sinn og því skýrar sem hver dagurinn líður. Með hjálp samfélagsmiðla og nútíma samgangna er almenningur um allan heim farinn að skynja heiminn sem eitt land nokkuð sem leiðtogar heimsins tregðast við að viðurkenna en fjölþjóðafyrirtæki nýta út í ystu æsar. Krafa dagsins ætti að vera: Ráðamenn heimsins! Takið höndum saman, stöðvið vopnuð átök með öllum tiltækum ráðum, hefðbundnum eða óhefðbundnum, alla vega ráðum sem duga og tryggja íbúum átakasvæða aðstæður til uppbyggingar og lífvænlegs umhverfis á heimaslóð. Við upphaf alþjóðlegs friðarárs Sameinuðu þjóðanna 1985 var yfirlýsingin „Fyrirheit um heimsfrið“ afhent ráðamönnum um allan heim. Yfirlýsingunni var mætt með áhugaleysi þá, kannski líta menn hana öðrum augum nú. Mig langar að birta eina stutta málsgrein úr þessari yfirlýsingu. „Að þessi friður verði fyrst að veruleika eftir óumræðilegar skelfingar, sem þrákelknisleg fastheldni mannkynsins við gamalt hegðunarmynstur hrindir af stað, eða honum verði komið á núna á grundvelli vilja til samráðs, eru þeir valkostir, sem blasa við öllum íbúum jarðarinnar. Á þessum háskalegu tímamótum, þegar illleysanlegir erfiðleikar, sem steðja að þjóðunum, hafa runnið saman í vandamál, sem allur heimurinn stendur sameiginlega andspænis, væri það óverjandi ábyrgðarleysi að láta sér mistakast að stemma stigu við átökum og öngþveiti.“ Megi ráðamenn heimsins bera gæfu til að koma saman og einsetja sér að hefja það samráð sem mun ráðast að rótum vandans og leiða mannkynið til varanlegs friðar og farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Maður les, hlustar og horfir á þau ósköp sem ganga á í heiminum og veltir fyrir sér hversu slæmt ástandið geti orðið áður en leiðtogar heimsins, allir sem einn, taka ráð saman í fullkominni og raunverulegri, alvöru með það í huga að brjóta odd af oflæti og stöðva stríðsátökin mannkyninu til heilla. Margir hafa sagt og munu segja: „Það er hægara sagt en gert“. Það er alveg rétt en það er samt eina raunhæfa lausnin í stöðunni. Fólk er snortið og því er ofboðið svo það hefur stigið fram og boðið hverskyns aðstoð vegna flóttamannavandans og krafið ráðamenn aðgerða. Vandinn sem heimurinn stendur frammi fyrir virðist stefna í einhverja mestu þjóðflutninga sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir. Ekkert lát er á flóttamannastraumnum, fremur aukning ef eitthvað er. Ég endurtek því, eina raunhæfa lausnin er friður. Maður hefur oft tekið upp umræðuna um frið en henni er oft mætt með þeirri fullyrðingu að friður sé ómögulegur, eðli mannsins komi í veg fyrir það því maðurinn sé í eðli sínu sjálfselskur og árásargjarn. Mér sýnist viðbrögð almennings við ástandinu sem við blasir afsanna þessa fullyrðingu. Það hefur einnig sýnt sig á síðustu dögum að almenningur getur haft áhrif og í mörgum löndum þvingað fram aðgerðir ráðamanna til samræmis við ríkjandi vilja almennings, þökk sé gjörbreyttri stöðu í heiminum. Segja má að spámannleg orð sem mælt voru upp úr 1850 og sem hljóða „Heimurinn er eitt land og mannkynið íbúar þess“ hafi sannað tilvistarrétt sinn og því skýrar sem hver dagurinn líður. Með hjálp samfélagsmiðla og nútíma samgangna er almenningur um allan heim farinn að skynja heiminn sem eitt land nokkuð sem leiðtogar heimsins tregðast við að viðurkenna en fjölþjóðafyrirtæki nýta út í ystu æsar. Krafa dagsins ætti að vera: Ráðamenn heimsins! Takið höndum saman, stöðvið vopnuð átök með öllum tiltækum ráðum, hefðbundnum eða óhefðbundnum, alla vega ráðum sem duga og tryggja íbúum átakasvæða aðstæður til uppbyggingar og lífvænlegs umhverfis á heimaslóð. Við upphaf alþjóðlegs friðarárs Sameinuðu þjóðanna 1985 var yfirlýsingin „Fyrirheit um heimsfrið“ afhent ráðamönnum um allan heim. Yfirlýsingunni var mætt með áhugaleysi þá, kannski líta menn hana öðrum augum nú. Mig langar að birta eina stutta málsgrein úr þessari yfirlýsingu. „Að þessi friður verði fyrst að veruleika eftir óumræðilegar skelfingar, sem þrákelknisleg fastheldni mannkynsins við gamalt hegðunarmynstur hrindir af stað, eða honum verði komið á núna á grundvelli vilja til samráðs, eru þeir valkostir, sem blasa við öllum íbúum jarðarinnar. Á þessum háskalegu tímamótum, þegar illleysanlegir erfiðleikar, sem steðja að þjóðunum, hafa runnið saman í vandamál, sem allur heimurinn stendur sameiginlega andspænis, væri það óverjandi ábyrgðarleysi að láta sér mistakast að stemma stigu við átökum og öngþveiti.“ Megi ráðamenn heimsins bera gæfu til að koma saman og einsetja sér að hefja það samráð sem mun ráðast að rótum vandans og leiða mannkynið til varanlegs friðar og farsældar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun