„Höfum beðið eftir þessu í mörg ár“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 29. september 2015 12:15 Skaftárhlaup 2008. vísir „Við höfum beðið eftir þessu í mörg ár,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vatn tók að renna frá eystri Skaftárkatli í gær, en síðast hljóp úr honum fyrir fimm árum síðan, eða í júní 2010. Algengast er að úr honum hlaupi á tveggja ára fresti. Snorri segir að gera megi ráð fyrir að rennslið fari í 1.300 – 1.400 rúmmetra á sekúndu. Það sé það sem kalla megi dæmigert hlaup, en að það komi í ljós þegar það sé komið að fyrstu mælistöð. „Það líða svona 48 tímar, frá byrjun þangað til það er komið í hámark, niður við þjóðveg, þar til við sjáum hvort þetta sé dæmigert hlaup.“ Hann býst ekki við að brýr verði undir, en segir töluverðar líkur á að vatn muni flæða yfir vegi. „Þetta rennsli er allt of mikið fyrir farveg árinnar þannig að það flæðir út um allt. Ég á ekki von á að neinar brýr bregðist, en það fer yfir vegi, fjallabaksleið við Hólaskjól og Hvamm. Þá hefur það komið fyrir að það fari yfir þjóðveginn í Eldhrauni, en það hefur bara einu sinni gerst.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Veðurstofan getur greint svo snemma frá hlaupi, en það er vegna GPS-tækis sem komið var fyrir á íshellu á katlinum fyrir um tveimur árum síðan. „Tækið sendir upplýsingar um hæð þannig að venjulega hefðum við ekkert vitað fyrr en hlaupið kemur fram á mælum, eða jarðskjálftar hafa gefið það til kynna. Í gamla daga vissu menn ekkert fyrr en það var komið niður í byggð. Bændur hringdu og sögðu frá.“ Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. 29. september 2015 07:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Við höfum beðið eftir þessu í mörg ár,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vatn tók að renna frá eystri Skaftárkatli í gær, en síðast hljóp úr honum fyrir fimm árum síðan, eða í júní 2010. Algengast er að úr honum hlaupi á tveggja ára fresti. Snorri segir að gera megi ráð fyrir að rennslið fari í 1.300 – 1.400 rúmmetra á sekúndu. Það sé það sem kalla megi dæmigert hlaup, en að það komi í ljós þegar það sé komið að fyrstu mælistöð. „Það líða svona 48 tímar, frá byrjun þangað til það er komið í hámark, niður við þjóðveg, þar til við sjáum hvort þetta sé dæmigert hlaup.“ Hann býst ekki við að brýr verði undir, en segir töluverðar líkur á að vatn muni flæða yfir vegi. „Þetta rennsli er allt of mikið fyrir farveg árinnar þannig að það flæðir út um allt. Ég á ekki von á að neinar brýr bregðist, en það fer yfir vegi, fjallabaksleið við Hólaskjól og Hvamm. Þá hefur það komið fyrir að það fari yfir þjóðveginn í Eldhrauni, en það hefur bara einu sinni gerst.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Veðurstofan getur greint svo snemma frá hlaupi, en það er vegna GPS-tækis sem komið var fyrir á íshellu á katlinum fyrir um tveimur árum síðan. „Tækið sendir upplýsingar um hæð þannig að venjulega hefðum við ekkert vitað fyrr en hlaupið kemur fram á mælum, eða jarðskjálftar hafa gefið það til kynna. Í gamla daga vissu menn ekkert fyrr en það var komið niður í byggð. Bændur hringdu og sögðu frá.“
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24 Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. 29. september 2015 07:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Skaftárhlaup er hafið "Sigið herðir á sér og hlaup er hafið,“ segja veðurfræðingar hjá Veðurstofu Íslands. 29. september 2015 11:24
Mikið rennsli í ám á Suður-, Austur- og Norðurlandi Hlýindi eru áfram í kortunum þannig að mikið rennsli verður enn um hríð. 29. september 2015 07:10